Spennandi tímar hjá RetRoBot 23. ágúst 2012 15:30 „Þetta er fyrsta tónleikaferðin okkar til útlanda svo við erum mjög spenntir," segir Daði Freyr Pétursson, meðlimur hljómsveitarinnar RetRoBot sem er nú stödd á tónleikaferðalagi í Hollandi. RetRoBot sigraði Músíktilraunir í lok mars og hefur verið á fleygiferð síðan. „Við erum búnir að spila um hverja helgi frá því við unnum og stundum tvisvar eða þrisvar um helgi," segir Daði Freyr og bætir við að líf þeirra hafi því breyst mikið frá því þeir báru sigur úr býtum í Austurbæ. Þeir verða í Hollandi fram yfir helgi og spila á þremur stöðum, þar á meðal á Westerpop-tónlistarhátíðinni í Delft. Ferðin er hluti af sigurverðlaunum þeirra úr Músíktilraunum. Ævintýrið er þó bara rétt að byrja því fram undan hjá þeim eru ferðir bæði til Noregs og Póllands nú á haustmánuðum auk þess sem þeir stefna á útgáfu EP-plötu á næstu dögum. „Við erum svo að semja stóra plötu í rólegheitum, okkur liggur ekkert á heldur viljum við bara gera það almennilega," segir Daði Freyr. Sem sigurvegarar Músíktilrauna hefur hljómsveitin stór spor til að fylla í. Sigurvegarinn frá því í fyrra, hljómsveitin Samaris, hefur verið að gera gríðarlega góða hluti og Of Monsters and Men sem sigruðu árið 2010 eru að leggja heiminn að fótum sér um þessar mundir. - trs Tónlist Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta er fyrsta tónleikaferðin okkar til útlanda svo við erum mjög spenntir," segir Daði Freyr Pétursson, meðlimur hljómsveitarinnar RetRoBot sem er nú stödd á tónleikaferðalagi í Hollandi. RetRoBot sigraði Músíktilraunir í lok mars og hefur verið á fleygiferð síðan. „Við erum búnir að spila um hverja helgi frá því við unnum og stundum tvisvar eða þrisvar um helgi," segir Daði Freyr og bætir við að líf þeirra hafi því breyst mikið frá því þeir báru sigur úr býtum í Austurbæ. Þeir verða í Hollandi fram yfir helgi og spila á þremur stöðum, þar á meðal á Westerpop-tónlistarhátíðinni í Delft. Ferðin er hluti af sigurverðlaunum þeirra úr Músíktilraunum. Ævintýrið er þó bara rétt að byrja því fram undan hjá þeim eru ferðir bæði til Noregs og Póllands nú á haustmánuðum auk þess sem þeir stefna á útgáfu EP-plötu á næstu dögum. „Við erum svo að semja stóra plötu í rólegheitum, okkur liggur ekkert á heldur viljum við bara gera það almennilega," segir Daði Freyr. Sem sigurvegarar Músíktilrauna hefur hljómsveitin stór spor til að fylla í. Sigurvegarinn frá því í fyrra, hljómsveitin Samaris, hefur verið að gera gríðarlega góða hluti og Of Monsters and Men sem sigruðu árið 2010 eru að leggja heiminn að fótum sér um þessar mundir. - trs
Tónlist Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira