Íslenskir Vítisenglar gætu misst stöðu sína innan samtakanna 30. ágúst 2012 08:00 Dýrt Félagsheimili Vítisengla að Gjáhellu hefur reynst þeim þungt í skauti. Fréttablaðið/valli Vísbendingar eru um að starfsemi Vítisengla hérlendis hafi dregist verulega saman í kjölfar nokkurra umfangsmikilla lögregluaðgerða og dómsmála á síðustu misserum. Fullgildum félagsmönnum hefur fækkað um meira en helming, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, auk þess sem félagsskapurinn hefur verið í fjárhagskröggum. Þau mál sem einkum hafa orðið til þess að hægst hefur um í undirheimunum á síðustu mánuðum eru skotárásarmálið í Bryggjuhverfinu, sem tengdist vélhjólasamtökunum Outlaws, handtaka Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar, en inn í það blandaðist meðal annars einn liðsmaður Vítisengla, og síðast en ekki síst hrottafengið líkamsárásarmál þar sem Einar Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi Vítisengla, og fleiri voru ákærð. Einar var sýknaður af ákæru um að hafa skipulagt þá árás en málinu hefur verið áfrýjað. Þegar mest lét, undir stjórn Einars, var talið næsta víst að félagar í Vítisenglum væru nálægt tuttugu talsins. Nú er nýr maður, Arnar Már Jónsson, í brúnni og félögum hefur fækkað niður í sex til átta, samkvæmt heimildum blaðsins, og hafa þeir aldrei verið jafnfáir – ekki heldur áður en þeir fengu aðild að Hells Angels. Til að halda aðild sinni að alþjóðasamtökunum Hells Angels þurfa íslensku Vítisenglarnir að uppfylla ákveðin skilyrði. Þeir þurfa að halda úti félagsheimili, hafa lágmarksfjölda félaga á skrá og standa skil á reglulegum greiðslum til móðursamtakanna. Fram hefur hins vegar komið í fundargerðabók sem lögregla lagði hald á við húsleit í félagsheimili þeirra að Gjáhellu að klúbburinn hefði séð sig knúinn til að innheimta hærri félagsgjöld en áður til að geta mætt kostnaði við húsaleigu. Greint var frá þessu í dómnum í máli Einars. Nú þegar félagsmönnum hefur fækkað til mikilla muna þykir ljóst að róðurinn sé síst orðinn auðveldari. Nú er talið mögulegt að verði ekki breyting til batnaðar þá missi íslensku Vítisenglarnir stöðu sína innan samtakanna og færist aftur niður á það stig að verða opinber stuðningsklúbbur Hells Angels með möguleika á fullri aðild. Það yrði líklega einsdæmi í heiminum. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Vísbendingar eru um að starfsemi Vítisengla hérlendis hafi dregist verulega saman í kjölfar nokkurra umfangsmikilla lögregluaðgerða og dómsmála á síðustu misserum. Fullgildum félagsmönnum hefur fækkað um meira en helming, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins, auk þess sem félagsskapurinn hefur verið í fjárhagskröggum. Þau mál sem einkum hafa orðið til þess að hægst hefur um í undirheimunum á síðustu mánuðum eru skotárásarmálið í Bryggjuhverfinu, sem tengdist vélhjólasamtökunum Outlaws, handtaka Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar, en inn í það blandaðist meðal annars einn liðsmaður Vítisengla, og síðast en ekki síst hrottafengið líkamsárásarmál þar sem Einar Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi Vítisengla, og fleiri voru ákærð. Einar var sýknaður af ákæru um að hafa skipulagt þá árás en málinu hefur verið áfrýjað. Þegar mest lét, undir stjórn Einars, var talið næsta víst að félagar í Vítisenglum væru nálægt tuttugu talsins. Nú er nýr maður, Arnar Már Jónsson, í brúnni og félögum hefur fækkað niður í sex til átta, samkvæmt heimildum blaðsins, og hafa þeir aldrei verið jafnfáir – ekki heldur áður en þeir fengu aðild að Hells Angels. Til að halda aðild sinni að alþjóðasamtökunum Hells Angels þurfa íslensku Vítisenglarnir að uppfylla ákveðin skilyrði. Þeir þurfa að halda úti félagsheimili, hafa lágmarksfjölda félaga á skrá og standa skil á reglulegum greiðslum til móðursamtakanna. Fram hefur hins vegar komið í fundargerðabók sem lögregla lagði hald á við húsleit í félagsheimili þeirra að Gjáhellu að klúbburinn hefði séð sig knúinn til að innheimta hærri félagsgjöld en áður til að geta mætt kostnaði við húsaleigu. Greint var frá þessu í dómnum í máli Einars. Nú þegar félagsmönnum hefur fækkað til mikilla muna þykir ljóst að róðurinn sé síst orðinn auðveldari. Nú er talið mögulegt að verði ekki breyting til batnaðar þá missi íslensku Vítisenglarnir stöðu sína innan samtakanna og færist aftur niður á það stig að verða opinber stuðningsklúbbur Hells Angels með möguleika á fullri aðild. Það yrði líklega einsdæmi í heiminum. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira