Ráðuneytið skoðar málið 1. september 2012 10:00 Ögmundur og jóhanna Ráðherrarnir hafa báðir fengið á sig úrskurði frá kærunefnd jafnréttismála. Nú skoðar innanríkisráðuneytið framhald málsins. Verið er að fara yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála í innanríkisráðuneytinu, eftir að nefndin úrskurðaði að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefði brotið gegn jafnréttislögum. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um framhaldið. Niðurstaða nefndarinnar er annar úrskurðurinn sem ráðherra í ríkisstjórninni fær á sig, því Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var talin hafa brotið jafnréttislög með því að ráða karl í stað konu í starf skrifstofustjóra árið 2010. Konan, Anna Kristín Ólafsdóttir, fór með mál sitt fyrir dómstóla og voru henni dæmdar miskabætur frá ríkinu í júní síðastliðnum. Í því máli hafði forsætisráðuneytið boðið sættir áður en til kasta dómstóla kom. Halla Bergþóra Björnsdóttir, sem kærði ákvörðun innanríkisráðherra um ráðningu sýslumanns á Húsavík, hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún hyggst fara með mál sitt fyrir dómstóla. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur lýst því yfir að hann sé ósammála úrskurði nefndarinnar og hann hafi farið að eigin samvisku og beitt eigin dómgreind við ráðninguna. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, telur að ef svo er eigi hann að fara með málið fyrir dómstóla til að fá úr því skorið. Annars standi úrskurðurinn. Úrskurðir nefndarinnar eru bindandi samkvæmt jafnréttislögum frá árinu 2008, en í máli Önnu Kristínar var í fyrsta sinn tekið á því hvaða merkingu það hefur. Samkvæmt dómnum er niðurstaða úrskurðarnefndar jafnréttismála bindandi ef stjórnvöld höfða ekki mál innan ákveðinna málshöfðunarfresta. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur í sambandi við úrskurði nefndarinnar sagt að henni finnist að breyta þurfi ráðningarferlinu hjá ríkinu og hún vilji sjá að hæfnisnefndir verði fengnar í öllum tilvikum. Þá hefur hún sagt að fari ráðherrar ekki að mati slíkra nefnda þurfi þeir að færa fyrir því mjög góð rök. Ekki hafa fengist upplýsingar um það frá forsætisráðuneytinu hvort í bígerð sé að gera breytingar í þessa veru. Settar voru reglur um ráðningar á skrifstofustjórum og ráðuneytisstjórum í tengslum við breytingar á stjórnarráðinu í vor. Þær reglur kveða á um að skipa skuli ráðgefandi hæfnisnefnd í hvert sinn sem skipa þarf í þessar stöður. thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Verið er að fara yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála í innanríkisráðuneytinu, eftir að nefndin úrskurðaði að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefði brotið gegn jafnréttislögum. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um framhaldið. Niðurstaða nefndarinnar er annar úrskurðurinn sem ráðherra í ríkisstjórninni fær á sig, því Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var talin hafa brotið jafnréttislög með því að ráða karl í stað konu í starf skrifstofustjóra árið 2010. Konan, Anna Kristín Ólafsdóttir, fór með mál sitt fyrir dómstóla og voru henni dæmdar miskabætur frá ríkinu í júní síðastliðnum. Í því máli hafði forsætisráðuneytið boðið sættir áður en til kasta dómstóla kom. Halla Bergþóra Björnsdóttir, sem kærði ákvörðun innanríkisráðherra um ráðningu sýslumanns á Húsavík, hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún hyggst fara með mál sitt fyrir dómstóla. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur lýst því yfir að hann sé ósammála úrskurði nefndarinnar og hann hafi farið að eigin samvisku og beitt eigin dómgreind við ráðninguna. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, telur að ef svo er eigi hann að fara með málið fyrir dómstóla til að fá úr því skorið. Annars standi úrskurðurinn. Úrskurðir nefndarinnar eru bindandi samkvæmt jafnréttislögum frá árinu 2008, en í máli Önnu Kristínar var í fyrsta sinn tekið á því hvaða merkingu það hefur. Samkvæmt dómnum er niðurstaða úrskurðarnefndar jafnréttismála bindandi ef stjórnvöld höfða ekki mál innan ákveðinna málshöfðunarfresta. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur í sambandi við úrskurði nefndarinnar sagt að henni finnist að breyta þurfi ráðningarferlinu hjá ríkinu og hún vilji sjá að hæfnisnefndir verði fengnar í öllum tilvikum. Þá hefur hún sagt að fari ráðherrar ekki að mati slíkra nefnda þurfi þeir að færa fyrir því mjög góð rök. Ekki hafa fengist upplýsingar um það frá forsætisráðuneytinu hvort í bígerð sé að gera breytingar í þessa veru. Settar voru reglur um ráðningar á skrifstofustjórum og ráðuneytisstjórum í tengslum við breytingar á stjórnarráðinu í vor. Þær reglur kveða á um að skipa skuli ráðgefandi hæfnisnefnd í hvert sinn sem skipa þarf í þessar stöður. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira