Nýliðar og reynsluboltar gefa út á tónlistarhausti 15. september 2012 18:00 Ásgeir Trausti. Margar áhugaverðar íslenskar plötur líta dagsins ljós í haust og fram að jólum. Fréttablaðið renndi yfir það sem er fram undan í popp- og rokkdeildinni. Eins og undanfarin ár kemur út nóg af íslenskum popp- og rokkplötum núna á haustmánuðum. Helstu nýliðarnir sem láta að sér kveða í ár eru Ásgeir Trausti, sem sendi fyrir skömmu frá sér sína fyrstu plötu, hljómsveitin hressa Ojba Rasta, sem gefur út frumburð sinn í næstu viku, og Eurovison-drottningin Greta Salóme sem mætir með sinn fyrsta grip. Retro Stefson og Mammút senda frá sér plötur á vegum Record Records í október og fimm útgáfur eru staðfestar frá Kimi Records í haust, þar á meðal frá Þóri, Borko og Morðingjunum. Þá gefur Geimsteinn út sólóplötu frá Þór Breiðfjörð og hugsanlega verður ný plata frá Klassart tilbúin fyrir jól. Þrjátíu plötur eru væntanlegar frá stærstu útgáfu landsins, Senu. R&B-popparinn Friðrik Dór fylgir vinsælli frumraun sinni eftir í byrjun október með nýrri plötu sem ku heita Vélrænn. Börn Loka, önnur skífa hinna vinalegu þungarokkara í Skálmöld, kemur út 26. október og þriðja plata Bloodgroup er væntanleg í október undir merkjum Kölska, þremur árum eftir að Dry Land leit dagsins ljós. Sigurður Guðmundsson er á leiðinni til Kúbu þar sem hann ætlar ásamt félögum sínum að hljóðrita plötuna Sigurður Guðmundsson og mafían í Havana og Magni Ásgeirsson sendir frá sér sína aðra sólóplötu, í þetta sinn með frumsömdu efni á íslensku. Tónlistarkonurnar Lára Rúnarsdóttir og Elíza Newman eru einnig með nýjar plötur á leiðinni, auk Ellenar Kristjánsdóttur. Hljómsveitin Valdimar gefur svo sjálf út sína aðra plötu, Um stund. Fyrsta plata sveitarinnar, Undraland, verður svo gefin út af Geimsteini á 180 gramma lituðum vínyl. Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar mæta einnig til leiks með sína þriðju plötu fyrir jólin. Eldri og reyndari popparar skila sömuleiðis frá sér nýju efni. Tveir af helstu lagahöfundum þjóðarinnar, Magnús Þór og Jóhann Helga, senda frá sína fyrstu plötu með nýju efni í nærri tuttugu ár og er hún einnig sú fyrsta eingöngu með íslenskum textum. Egill Ólafsson vinnur að plötunni Vetur, Raggi Bjarna syngur dúetta með yngri listamönnum á nýrri skífu og Bubbi Morthens er að undirbúa sína fyrstu jólaplötu. freyr@frettabladid.is Tónlist Tengdar fréttir Friðrik Dór syngur um Al Thani "Þetta er öðruvísi en allt sem ég hef gert áður og það er eiginlega það sem gerir þetta skemmtilegt fyrir mér,“ segir söngvarinn Friðrik Dór sem frumflutti nýtt lag í gær. Lagið verður á nýrri plötu sem hann stefnir á að gefa út í haust. 2. ágúst 2012 10:53 Óskabyrjun á ferlinum Ásgeir Trausti Einarsson er ungur tónlistarmaður sem hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði. 11. september 2012 14:00 Lögin byrjuð að tínast inn „Við byrjuðum að taka á móti lögum fyrir undankeppni Eurovision síðastliðinn föstudag. Það er þegar farið að týnast inn og þar á meðal er komið eitt lag frá útlöndum. Lögin þurfa samt að vera frá Íslendingum komin að tveimur þriðju hlutum svo það þarf að athuga hvort það lag sé gjaldgengt í keppnina,“ segir Hera Ólafsdóttir hjá RÚV. 11. september 2012 08:00 Lýtur sömu lögmálum Baldur Ragnarsson kemur að gerð fjögurra platna á þessu ári. Hann vílar ekki fyrir sér að tækla jafnt barnatónlist sem bárujárnsrokk og ýmislegt fleira. 5. september 2012 11:30 Stundargaman Dætrasona Tónlist Dætrasona er léttleikandi sambland af kántrí, rokkabillýi og poppi. Textarnir, sem fjalla flestir um kvennafar, eru mjög húmorískir og skemmtilegir. Platan ber nafn með rentu. Dætrasynir eltast við stelpur út um allt land: Brú í Hrútafirði, Stykkishólmur, Heimaey, Bolungarvík, Staðastaður, Hallormsstaðaskógur og meira að segja Öskjuvatn eru allt sögusvið texta, að ógleymdri Sundahöfninni. 25. ágúst 2012 21:00 Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Stórbrotnar íbúðir í Skipholtinu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Margar áhugaverðar íslenskar plötur líta dagsins ljós í haust og fram að jólum. Fréttablaðið renndi yfir það sem er fram undan í popp- og rokkdeildinni. Eins og undanfarin ár kemur út nóg af íslenskum popp- og rokkplötum núna á haustmánuðum. Helstu nýliðarnir sem láta að sér kveða í ár eru Ásgeir Trausti, sem sendi fyrir skömmu frá sér sína fyrstu plötu, hljómsveitin hressa Ojba Rasta, sem gefur út frumburð sinn í næstu viku, og Eurovison-drottningin Greta Salóme sem mætir með sinn fyrsta grip. Retro Stefson og Mammút senda frá sér plötur á vegum Record Records í október og fimm útgáfur eru staðfestar frá Kimi Records í haust, þar á meðal frá Þóri, Borko og Morðingjunum. Þá gefur Geimsteinn út sólóplötu frá Þór Breiðfjörð og hugsanlega verður ný plata frá Klassart tilbúin fyrir jól. Þrjátíu plötur eru væntanlegar frá stærstu útgáfu landsins, Senu. R&B-popparinn Friðrik Dór fylgir vinsælli frumraun sinni eftir í byrjun október með nýrri plötu sem ku heita Vélrænn. Börn Loka, önnur skífa hinna vinalegu þungarokkara í Skálmöld, kemur út 26. október og þriðja plata Bloodgroup er væntanleg í október undir merkjum Kölska, þremur árum eftir að Dry Land leit dagsins ljós. Sigurður Guðmundsson er á leiðinni til Kúbu þar sem hann ætlar ásamt félögum sínum að hljóðrita plötuna Sigurður Guðmundsson og mafían í Havana og Magni Ásgeirsson sendir frá sér sína aðra sólóplötu, í þetta sinn með frumsömdu efni á íslensku. Tónlistarkonurnar Lára Rúnarsdóttir og Elíza Newman eru einnig með nýjar plötur á leiðinni, auk Ellenar Kristjánsdóttur. Hljómsveitin Valdimar gefur svo sjálf út sína aðra plötu, Um stund. Fyrsta plata sveitarinnar, Undraland, verður svo gefin út af Geimsteini á 180 gramma lituðum vínyl. Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar mæta einnig til leiks með sína þriðju plötu fyrir jólin. Eldri og reyndari popparar skila sömuleiðis frá sér nýju efni. Tveir af helstu lagahöfundum þjóðarinnar, Magnús Þór og Jóhann Helga, senda frá sína fyrstu plötu með nýju efni í nærri tuttugu ár og er hún einnig sú fyrsta eingöngu með íslenskum textum. Egill Ólafsson vinnur að plötunni Vetur, Raggi Bjarna syngur dúetta með yngri listamönnum á nýrri skífu og Bubbi Morthens er að undirbúa sína fyrstu jólaplötu. freyr@frettabladid.is
Tónlist Tengdar fréttir Friðrik Dór syngur um Al Thani "Þetta er öðruvísi en allt sem ég hef gert áður og það er eiginlega það sem gerir þetta skemmtilegt fyrir mér,“ segir söngvarinn Friðrik Dór sem frumflutti nýtt lag í gær. Lagið verður á nýrri plötu sem hann stefnir á að gefa út í haust. 2. ágúst 2012 10:53 Óskabyrjun á ferlinum Ásgeir Trausti Einarsson er ungur tónlistarmaður sem hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði. 11. september 2012 14:00 Lögin byrjuð að tínast inn „Við byrjuðum að taka á móti lögum fyrir undankeppni Eurovision síðastliðinn föstudag. Það er þegar farið að týnast inn og þar á meðal er komið eitt lag frá útlöndum. Lögin þurfa samt að vera frá Íslendingum komin að tveimur þriðju hlutum svo það þarf að athuga hvort það lag sé gjaldgengt í keppnina,“ segir Hera Ólafsdóttir hjá RÚV. 11. september 2012 08:00 Lýtur sömu lögmálum Baldur Ragnarsson kemur að gerð fjögurra platna á þessu ári. Hann vílar ekki fyrir sér að tækla jafnt barnatónlist sem bárujárnsrokk og ýmislegt fleira. 5. september 2012 11:30 Stundargaman Dætrasona Tónlist Dætrasona er léttleikandi sambland af kántrí, rokkabillýi og poppi. Textarnir, sem fjalla flestir um kvennafar, eru mjög húmorískir og skemmtilegir. Platan ber nafn með rentu. Dætrasynir eltast við stelpur út um allt land: Brú í Hrútafirði, Stykkishólmur, Heimaey, Bolungarvík, Staðastaður, Hallormsstaðaskógur og meira að segja Öskjuvatn eru allt sögusvið texta, að ógleymdri Sundahöfninni. 25. ágúst 2012 21:00 Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Stórbrotnar íbúðir í Skipholtinu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Friðrik Dór syngur um Al Thani "Þetta er öðruvísi en allt sem ég hef gert áður og það er eiginlega það sem gerir þetta skemmtilegt fyrir mér,“ segir söngvarinn Friðrik Dór sem frumflutti nýtt lag í gær. Lagið verður á nýrri plötu sem hann stefnir á að gefa út í haust. 2. ágúst 2012 10:53
Óskabyrjun á ferlinum Ásgeir Trausti Einarsson er ungur tónlistarmaður sem hefur vakið mikla athygli undanfarna mánuði. 11. september 2012 14:00
Lögin byrjuð að tínast inn „Við byrjuðum að taka á móti lögum fyrir undankeppni Eurovision síðastliðinn föstudag. Það er þegar farið að týnast inn og þar á meðal er komið eitt lag frá útlöndum. Lögin þurfa samt að vera frá Íslendingum komin að tveimur þriðju hlutum svo það þarf að athuga hvort það lag sé gjaldgengt í keppnina,“ segir Hera Ólafsdóttir hjá RÚV. 11. september 2012 08:00
Lýtur sömu lögmálum Baldur Ragnarsson kemur að gerð fjögurra platna á þessu ári. Hann vílar ekki fyrir sér að tækla jafnt barnatónlist sem bárujárnsrokk og ýmislegt fleira. 5. september 2012 11:30
Stundargaman Dætrasona Tónlist Dætrasona er léttleikandi sambland af kántrí, rokkabillýi og poppi. Textarnir, sem fjalla flestir um kvennafar, eru mjög húmorískir og skemmtilegir. Platan ber nafn með rentu. Dætrasynir eltast við stelpur út um allt land: Brú í Hrútafirði, Stykkishólmur, Heimaey, Bolungarvík, Staðastaður, Hallormsstaðaskógur og meira að segja Öskjuvatn eru allt sögusvið texta, að ógleymdri Sundahöfninni. 25. ágúst 2012 21:00