Meira frá Mumford & Sons 20. september 2012 16:00 Forsprakkinn Marcus Mumford á tónleikum með hljómsveitinni Mumford & Sons. nordicphotos/Getty Önnur plata Mumford & Sons kemur út eftir helgi. Sú síðasta, Sigh No More, náði öðru sæti bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Ensku þjóðlagapoppararnir í Mumford & Sons, sem Of Monsters and Men hefur stundum verið líkt við, senda frá sér sína aðra plötu, Babel, eftir helgi. Eftirvæntingin er mikil því frumburðurinn Sigh No More hitti beint í mark og náði öðru sætinu bæði á breska og bandaríska sölulistanum, sem þýðir að hljómsveitin er mjög vinsæl beggja vegna Atlantshafsins. Mumford & Sons hefur verið á stífu tónleikaferðalagi til að fylgja Sigh No More eftir. Nýja platan var tekin upp á eins og hálfs árs tímabili og notaði sveitin tækifæri þegar hún var ekki að spila til að hittast í hljóðveri og negla nýju lögin niður. Upptökurnar gengu vel og var það Markus Dravs sem sat við takkaborðið, rétt eins og á síðustu plötu. Hann hefur áður unnið með Arcade Fire við gerð Neon Bible og Björk við upptökur á Homogenic. Mumford & Sons var stofnuð árið 2007 af þeim Marcus Mumford, Country Winston, Ben Lovett og Ted Dwane. Þeir sameinuðust í tónlistarsenunni í London yfir áhuga sínum á sveita-, blágresis- og þjóðlagatónlist. Þeir ákváðu að blanda henni saman og flytja af meiri krafti og ákafa en þeir höfðu hingað til verið vanir að heyra. Árið 2008 voru félagarnir duglegir við spilamennsku. Þeir tróðu upp á Glastonbury-hátíðinni og hituðu svo upp fyrir Lauru Marling og Johnny Flynn and the Sussex Wit á sinni fyrstu tónleikaferð um Bandaríkin. Eftir að hafa gefið út nokkrar EP-plötur sem fengu fínar viðtökur var röðin komin að Sigh No More þar sem lög á borð við Little Lion Man og The Cave nutu mikilla vinsælda. Mumford & Sons var í framhaldinu heiðruð með tvennum Grammy-verðlaunum, eða sem besti nýliðinn og fyrir besta rokklagið (Little Lion Man), og einnig fengu félagarnir Brit-verðlaunin fyrir bestu bresku plötuna. Fram undan hjá hljómsveitinni er tónleikaferð um Ástralíu og Nýja Sjáland og á næsta ári er von á áframhaldandi spilamennsku víða um heim. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Önnur plata Mumford & Sons kemur út eftir helgi. Sú síðasta, Sigh No More, náði öðru sæti bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Ensku þjóðlagapoppararnir í Mumford & Sons, sem Of Monsters and Men hefur stundum verið líkt við, senda frá sér sína aðra plötu, Babel, eftir helgi. Eftirvæntingin er mikil því frumburðurinn Sigh No More hitti beint í mark og náði öðru sætinu bæði á breska og bandaríska sölulistanum, sem þýðir að hljómsveitin er mjög vinsæl beggja vegna Atlantshafsins. Mumford & Sons hefur verið á stífu tónleikaferðalagi til að fylgja Sigh No More eftir. Nýja platan var tekin upp á eins og hálfs árs tímabili og notaði sveitin tækifæri þegar hún var ekki að spila til að hittast í hljóðveri og negla nýju lögin niður. Upptökurnar gengu vel og var það Markus Dravs sem sat við takkaborðið, rétt eins og á síðustu plötu. Hann hefur áður unnið með Arcade Fire við gerð Neon Bible og Björk við upptökur á Homogenic. Mumford & Sons var stofnuð árið 2007 af þeim Marcus Mumford, Country Winston, Ben Lovett og Ted Dwane. Þeir sameinuðust í tónlistarsenunni í London yfir áhuga sínum á sveita-, blágresis- og þjóðlagatónlist. Þeir ákváðu að blanda henni saman og flytja af meiri krafti og ákafa en þeir höfðu hingað til verið vanir að heyra. Árið 2008 voru félagarnir duglegir við spilamennsku. Þeir tróðu upp á Glastonbury-hátíðinni og hituðu svo upp fyrir Lauru Marling og Johnny Flynn and the Sussex Wit á sinni fyrstu tónleikaferð um Bandaríkin. Eftir að hafa gefið út nokkrar EP-plötur sem fengu fínar viðtökur var röðin komin að Sigh No More þar sem lög á borð við Little Lion Man og The Cave nutu mikilla vinsælda. Mumford & Sons var í framhaldinu heiðruð með tvennum Grammy-verðlaunum, eða sem besti nýliðinn og fyrir besta rokklagið (Little Lion Man), og einnig fengu félagarnir Brit-verðlaunin fyrir bestu bresku plötuna. Fram undan hjá hljómsveitinni er tónleikaferð um Ástralíu og Nýja Sjáland og á næsta ári er von á áframhaldandi spilamennsku víða um heim. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira