Að ganga ekki frá hálfkláruðu verki Heiðar Már Guðjónsson skrifar 22. september 2012 06:00 Stjórnmálaumræða á Íslandi tekur nú að mestu mið af kosningunum sem eru fram undan. Þá er enn nauðsynlegra en fyrr að stjórnmálamenn raði verkefnum ekki einungis eftir því hvernig þau falla að stefnuskrá þeirra, heldur líka eftir því hversu brýn þau eru. Eitt brýnasta verkefni stjórnmálamanna í dag er að tryggja að hér verði stöðugt fjármálakerfi, bæði til að hægt verði að losa höftin en ekki síður til að bregðast við breyttu eignarhaldi á bönkunum. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir framtíðina, því það eru veigamiklar breytingar í farvatninu. Gjaldeyrishöftin og AGS Gjaldeyrishöftunum á Íslandi var komið á fyrir tilstuðlan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Höftin hafa ekki einungis staðið í vegi fyrir fjárfestingum á Íslandi, heldur einnig hindrað kröfuhafa föllnu bankanna í að koma eignum sínum í alþjóðlegt verð. Margir kröfuhafar munu vilja koma peningum sínum úr landi, enda er það ekki markmið fjárfestinga þeirra að reka bankastofnanir. Það er ekki trúverðugt hjá AGS að halda erindi, skrifa skýrslur og hrósa sjálfum sér fyrir vel unnið verk fyrr en búið er að leysa úr þeirri haftapólitík sem var innleidd af hálfu sjóðsins á Íslandi. AGS vildi að höftin yrðu tímabundin, en stöðugt er verið að festa þau í sessi, og þarf að finna lausn á þeim vanda. Þeirra verki lýkur ekki fyrr en lausn finnst. Neyðarlögin og nýju bankarnir Neyðarlögin voru ákvörðun íslenskra stjórnvalda og á næstu vikum, eða mánuðum, munu nauðasamningar Glitnis og Kaupþings klárast. Það þýðir að stjórn gömlu bankanna færist úr höndum slitastjórna og í hendur kröfuhafa. Með því fá kröfuhafar loks yfirráðarétt yfir eignum sínum, en á meðal eignanna eru Íslandsbanki og Arion banki, sem hafa mikla þýðingu fyrir íslenskt atvinnulíf. Kröfuhafar gömlu bankanna eru ekki lengri tíma fjárfestar, heldur er stærsti hluti þeirra vogunarsjóðir og skuldabréfasjóðir sem sérhæfa sig í kröfum á gjaldþrota fyrirtæki. Þeir ætla sér ekki að stunda bankastarfsemi á Íslandi um ókomna tíð, heldur vilja fyrst og fremst fá fjármuni sína sem hraðast aftur til baka enda bíða þeirra næg fjárfestingaverkefni í gjaldþrota fyrirtækjum um allan heim um þessar mundir. Neyðarlögin hafa haldið kröfuhöfum frá stjórn eigna sinna og hefur stjórn bankanna í raun verið í höndum stjórnenda þeirra sem hafa langtímahagsmuni sína og starfsmanna sinna að leiðarljósi, en ekki endilega markmið eigenda um útgreiðslur. Hugmyndir Íslendinga um útgreiðslur Þær hugmyndir sem aðilar vinnumarkaðar, SFF og SA, kynntu á lokuðum fundum til að losa um gjaldeyrishöftin gengu út á það að kreista kröfuhafa, láta þá yfirgefa eignir sínar á Íslandi með miklum afslætti. Það er augljóst hversu lítt móttækilegir kröfuhafar eru fyrir slíkum hugmyndum. Þau skilaboð sem Seðlabanki Íslands kom með um skiptigengi krónu við evru, 135-155, í skýrslu sinni á mánudag ýtir hins vegar enn frekar undir væntingar kröfuhafa um að þeir þurfi ekki að sæta slíkum afarkostum. Samkvæmt íslenskum lögum væri hægt að binda útgreiðslur úr þrotabúum við íslenskar krónur og festa þannig erlenda kröfuhafa enn lengur á landinu. En það er þó aðeins hægt að gera áður en nauðasamningar eru undirritaður, ekki eftir á. Hugmyndir erlendra fjárfesta um útgreiðslur Við yfirfærslu stjórnar á gömlu bönkunum til kröfuhafa er þeim ekkert lengur að vanbúnaði en að loka starfsemi þrotabúanna á Íslandi og færa þau úr landi. Kröfuhafarnir eru alþjóðlegir aðilar og geta fært rök fyrir því að þeir geti sjálfir séð um reksturinn, með hagkvæmari hætti, og í öflugra rekstrarumhverfi, en einnig að samrekstur á t.d. Kaupþingi og Glitni geti sparað vinnu og tíma. Slík færsla myndi færa þrotabúin út fyrir íslenska lögsögu. Þar með yrði íslensk löggjöf, sem hefur hingað til stýrt því að litlar sem engar greiðslur hafa átt sér stað, áhrifalaus. Nýju bankarnir yrðu þó enn á Íslandi, en nú nánast að fullu undir stjórn erlendra aðila. Til að fá fjármagn úr nýju bönkunum gætu kröfuhafar óskað eftir arðgreiðslu, enda eru hlutföll eiginfjár þeirra vel yfir lögboðnum mörkum. En ef stjórnvöld á Íslandi legðust gegn slíku þá eru aðrar leiðir mögulegar. Erlendir kröfuhafar geta einfaldlega boðið nýju bönkunum upp á fjármögnun á lánasöfnum, svokölluð sértryggð skuldabréf. Slík lánasöfn eru aldrei fjármögnuð upp í topp. Ef við tökum einfalt dæmi, þá gætu eigendur bankanna boðist til að fjármagna tryggustu lánin, sem nú eru á efnahagsreikningi bankanna, ónotuð ef svo má segja, upp að 70%. Ef svo óheppilega vildi til að bankinn færi í þrot þá myndi kröfuhafinn alltaf fá sína fjármuni til baka, enda þyrfti hann bara að innheimta 70% af undirliggjandi veði til að tryggja það, en fengi að öðru jöfnu 100% eða meira en hann lánaði fyrir. Staða innlánseiganda í bankanum yrði þó miklum mun verri enda eru bankarnir í dag fjármagnaðir um 80% af innlánum, og þær eignir bankans sem færðar eru lánveitandanum að veði minnka líkurnar á að heildareignir dugi fyrir heildarskuldum. Þá félli reikningurinn á íslenskan almenning, miðað við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um innstæðutryggingar. Lokaorð Það er nauðsynlegt að lengri tíma sjónarmið komist að á Íslandi. Það þarf að tryggja að kerfið standist álag og skapi verðmæti. Deilur á milli aðila vinna á móti báðum markmiðum. Hættan er sú að ef kröfuhafar undirrita nauðasamninga án þess að tryggt sé að þeir geti ekki komið eignum sínum út á undan öllum landsmönnum, þá skapist hér lögfræðilegt stríðsástand. Kröfuhafar munu stefna ef reynt verður að hefta útgreiðslur frá Íslandi eftir nauðasamninga og einnig mun innheimta lána á Íslandi leiða af sér erjur lántaka og lánardrottna. Ísland má síst af öllu við slíku þegar uppbyggingartími þarf að fara í hönd. Stjórnvöld bera ábyrgð á því ástandi sem verður á næstunni. Gjaldeyrishöftin og neyðarlögin eru staðreynd, hvernig unnið er úr núverandi verkefnum skiptir miklu fyrir komandi ár. Það er ekki forsvaranlegt að leyfa ákveðnum aðilum að fara út með miklar fjárhæðir fyrr en búið er að finna lausn á neyðarlögunum og gjaldeyrishöftunum. Allir eiga að sitja við sama borð í þeim efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaumræða á Íslandi tekur nú að mestu mið af kosningunum sem eru fram undan. Þá er enn nauðsynlegra en fyrr að stjórnmálamenn raði verkefnum ekki einungis eftir því hvernig þau falla að stefnuskrá þeirra, heldur líka eftir því hversu brýn þau eru. Eitt brýnasta verkefni stjórnmálamanna í dag er að tryggja að hér verði stöðugt fjármálakerfi, bæði til að hægt verði að losa höftin en ekki síður til að bregðast við breyttu eignarhaldi á bönkunum. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir framtíðina, því það eru veigamiklar breytingar í farvatninu. Gjaldeyrishöftin og AGS Gjaldeyrishöftunum á Íslandi var komið á fyrir tilstuðlan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Höftin hafa ekki einungis staðið í vegi fyrir fjárfestingum á Íslandi, heldur einnig hindrað kröfuhafa föllnu bankanna í að koma eignum sínum í alþjóðlegt verð. Margir kröfuhafar munu vilja koma peningum sínum úr landi, enda er það ekki markmið fjárfestinga þeirra að reka bankastofnanir. Það er ekki trúverðugt hjá AGS að halda erindi, skrifa skýrslur og hrósa sjálfum sér fyrir vel unnið verk fyrr en búið er að leysa úr þeirri haftapólitík sem var innleidd af hálfu sjóðsins á Íslandi. AGS vildi að höftin yrðu tímabundin, en stöðugt er verið að festa þau í sessi, og þarf að finna lausn á þeim vanda. Þeirra verki lýkur ekki fyrr en lausn finnst. Neyðarlögin og nýju bankarnir Neyðarlögin voru ákvörðun íslenskra stjórnvalda og á næstu vikum, eða mánuðum, munu nauðasamningar Glitnis og Kaupþings klárast. Það þýðir að stjórn gömlu bankanna færist úr höndum slitastjórna og í hendur kröfuhafa. Með því fá kröfuhafar loks yfirráðarétt yfir eignum sínum, en á meðal eignanna eru Íslandsbanki og Arion banki, sem hafa mikla þýðingu fyrir íslenskt atvinnulíf. Kröfuhafar gömlu bankanna eru ekki lengri tíma fjárfestar, heldur er stærsti hluti þeirra vogunarsjóðir og skuldabréfasjóðir sem sérhæfa sig í kröfum á gjaldþrota fyrirtæki. Þeir ætla sér ekki að stunda bankastarfsemi á Íslandi um ókomna tíð, heldur vilja fyrst og fremst fá fjármuni sína sem hraðast aftur til baka enda bíða þeirra næg fjárfestingaverkefni í gjaldþrota fyrirtækjum um allan heim um þessar mundir. Neyðarlögin hafa haldið kröfuhöfum frá stjórn eigna sinna og hefur stjórn bankanna í raun verið í höndum stjórnenda þeirra sem hafa langtímahagsmuni sína og starfsmanna sinna að leiðarljósi, en ekki endilega markmið eigenda um útgreiðslur. Hugmyndir Íslendinga um útgreiðslur Þær hugmyndir sem aðilar vinnumarkaðar, SFF og SA, kynntu á lokuðum fundum til að losa um gjaldeyrishöftin gengu út á það að kreista kröfuhafa, láta þá yfirgefa eignir sínar á Íslandi með miklum afslætti. Það er augljóst hversu lítt móttækilegir kröfuhafar eru fyrir slíkum hugmyndum. Þau skilaboð sem Seðlabanki Íslands kom með um skiptigengi krónu við evru, 135-155, í skýrslu sinni á mánudag ýtir hins vegar enn frekar undir væntingar kröfuhafa um að þeir þurfi ekki að sæta slíkum afarkostum. Samkvæmt íslenskum lögum væri hægt að binda útgreiðslur úr þrotabúum við íslenskar krónur og festa þannig erlenda kröfuhafa enn lengur á landinu. En það er þó aðeins hægt að gera áður en nauðasamningar eru undirritaður, ekki eftir á. Hugmyndir erlendra fjárfesta um útgreiðslur Við yfirfærslu stjórnar á gömlu bönkunum til kröfuhafa er þeim ekkert lengur að vanbúnaði en að loka starfsemi þrotabúanna á Íslandi og færa þau úr landi. Kröfuhafarnir eru alþjóðlegir aðilar og geta fært rök fyrir því að þeir geti sjálfir séð um reksturinn, með hagkvæmari hætti, og í öflugra rekstrarumhverfi, en einnig að samrekstur á t.d. Kaupþingi og Glitni geti sparað vinnu og tíma. Slík færsla myndi færa þrotabúin út fyrir íslenska lögsögu. Þar með yrði íslensk löggjöf, sem hefur hingað til stýrt því að litlar sem engar greiðslur hafa átt sér stað, áhrifalaus. Nýju bankarnir yrðu þó enn á Íslandi, en nú nánast að fullu undir stjórn erlendra aðila. Til að fá fjármagn úr nýju bönkunum gætu kröfuhafar óskað eftir arðgreiðslu, enda eru hlutföll eiginfjár þeirra vel yfir lögboðnum mörkum. En ef stjórnvöld á Íslandi legðust gegn slíku þá eru aðrar leiðir mögulegar. Erlendir kröfuhafar geta einfaldlega boðið nýju bönkunum upp á fjármögnun á lánasöfnum, svokölluð sértryggð skuldabréf. Slík lánasöfn eru aldrei fjármögnuð upp í topp. Ef við tökum einfalt dæmi, þá gætu eigendur bankanna boðist til að fjármagna tryggustu lánin, sem nú eru á efnahagsreikningi bankanna, ónotuð ef svo má segja, upp að 70%. Ef svo óheppilega vildi til að bankinn færi í þrot þá myndi kröfuhafinn alltaf fá sína fjármuni til baka, enda þyrfti hann bara að innheimta 70% af undirliggjandi veði til að tryggja það, en fengi að öðru jöfnu 100% eða meira en hann lánaði fyrir. Staða innlánseiganda í bankanum yrði þó miklum mun verri enda eru bankarnir í dag fjármagnaðir um 80% af innlánum, og þær eignir bankans sem færðar eru lánveitandanum að veði minnka líkurnar á að heildareignir dugi fyrir heildarskuldum. Þá félli reikningurinn á íslenskan almenning, miðað við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um innstæðutryggingar. Lokaorð Það er nauðsynlegt að lengri tíma sjónarmið komist að á Íslandi. Það þarf að tryggja að kerfið standist álag og skapi verðmæti. Deilur á milli aðila vinna á móti báðum markmiðum. Hættan er sú að ef kröfuhafar undirrita nauðasamninga án þess að tryggt sé að þeir geti ekki komið eignum sínum út á undan öllum landsmönnum, þá skapist hér lögfræðilegt stríðsástand. Kröfuhafar munu stefna ef reynt verður að hefta útgreiðslur frá Íslandi eftir nauðasamninga og einnig mun innheimta lána á Íslandi leiða af sér erjur lántaka og lánardrottna. Ísland má síst af öllu við slíku þegar uppbyggingartími þarf að fara í hönd. Stjórnvöld bera ábyrgð á því ástandi sem verður á næstunni. Gjaldeyrishöftin og neyðarlögin eru staðreynd, hvernig unnið er úr núverandi verkefnum skiptir miklu fyrir komandi ár. Það er ekki forsvaranlegt að leyfa ákveðnum aðilum að fara út með miklar fjárhæðir fyrr en búið er að finna lausn á neyðarlögunum og gjaldeyrishöftunum. Allir eiga að sitja við sama borð í þeim efnum.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar