Glerperlur, eldvatn og logandi bál? Árni Páll Árnason skrifar 22. september 2012 06:00 Í fyrri greinum hef ég lýst skuldakreppunni sem hrjáir Evrópu og komist að þeirri niðurstöðu að ólíklegt sé að EES-samningurinn geti verið fullnægjandi umgjörð um aðild okkar að innri markaðnum í framtíðinni. En myndi aðild að ESB og upptaka evru veita okkur betri möguleika? Hvað má læra af þeim vanda sem mörg evruríkin glíma nú við? Samspil frjálsra fjármagnshreyfinga og sjálfstæðs, veikburða gjaldmiðils var einn stærsti sveifluvaldur hér á landi í aðdraganda hruns og olli á endanum hruni gjaldeyrismarkaðar og upptöku gjaldeyrishafta. Allir viðurkenna kostnaðinn við sjálfstæðan gjaldmiðil fyrir svo lítið ríki, þótt sumir telji að það svigrúm sem er til að fella gengi vegi upp á móti þeim kostnaði að hluta eða öllu leyti. Hlutskipti Íra og Grikkja er vissulega annað en okkar. Þeir hafa ekki getað lækkað laun með gengisfellingu og atvinnuleysi hefur líklega orðið meira en það hefði orðið ef þessi ríki hefðu átt þess kost að fella gengi. En á móti vegur að skuldir almennings og fyrirtækja í þessum löndum hafa ekki hækkað vegna gengisfalls og verðbólgu. Kaupmáttur hefur ekki dregist eins mikið saman og hjá almenningi hér á landi, því neysluvara í þessum löndum er í ríkum mæli framleidd á evrusvæðinu þótt innflutt sé. Og bæði ríkin hafa getað tekist á við vandamál sín án þess að setja á gjaldeyrishöft. Þrátt fyrir mikinn vanda Grikkja heldur almenningur í Grikklandi dauðahaldi í evruna. Enginn virðist vilja hið íslenska ástand: Stórfellda gengisfellingu, upptöku sjálfstæðs gjaldmiðils og gjaldeyrishöft. Skuldakreppan nú reynir mjög á evrusamstarfið. Skammtímalán til meðalstórra fyrirtækja á Ítalíu og Spáni bera nú allt að 4% hærri vexti en lán til sambærilegra fyrirtækja í Þýskalandi. Ef þetta ástand varir lengi er grunnur hins sameiginlega markaðar í hættu. Nýleg ákvörðun um skuldabréfakaup evrópska seðlabankans er tilraun til að taka á þessum vanda. Öllum er nú orðið ljóst að um raunverulega skuldakreppu er að ræða, en ekki kreppu sem stafar fyrst og fremst af ábyrgðarleysi í ríkisrekstri. Lausn á vanda evrusvæðisins þarf því að minnsta kosti að fela í sér hvort tveggja sameiginlegt regluverk um fjármálakerfið og aukinn aga í ríkisútgjöldum aðildarríkjanna. Nýtt regluverk um fjármálakerfið (sem kalla má bankasamband á íslensku), fæli í sér samevrópskt bankaeftirlit, sameiginlegan lánveitanda til þrautavara og sameiginlegt innstæðutryggingakerfi sem jafnar aðstöðumun innan svæðisins. Tillaga að slíku bankasambandi hefur nú verið lögð fram. Ef slíkt kerfi hefði verið hluti af EES fyrir fjármálakreppu hefði það skipt sköpum fyrir okkur, Íra og Spánverja. Aðild að slíku kerfi er líka forsenda þess að hægt sé að sjá fyrir sér að íslenskt fjármálakerfi geti aftur nýtt sér frjálsar fjármagnshreyfingar á sameiginlegum evrópskum markaði og lágmarkað áhættu íslensks almennings af alþjóðlegri starfsemi íslenskra banka og af innstæðutryggingum vegna skuldbindinga þeirra erlendis. Það vinnur líka gegn því misvægi sem birtist nú í ólíkum fjármögnunarkjörum banka eftir því hver bakhjarlinn er og misjafnri tiltrú á innstæðutryggingar. Árangurinn mun þó verða í réttu samhengi við það hversu miklum fjármunum ríki evrusamstarfsins eru tilbúin að heita til þessa verkefnis. Þær tillögur sem nú hafa verið kynntar gera ekki ráð fyrir að aðildarríki ESB utan evrusamstarfsins verði sjálfkrafa þátttakendur í bankasambandinu. Ef þau kjósa slíka þátttöku, verða þau að skuldbinda sig til að innleiða án tafar allar ákvarðanir sem Evrópski seðlabankinn tekur og varða starfsemi einstakra fjármálastofnana á hinum evrópska markaði. Vandséð er að EFTA-ríkin geti tekið þátt í þessari nýju umgjörð, jafnvel þótt það byðist, og það væri útilokað fyrir Ísland að óbreyttri stjórnarskrá. Umgjörð um aukinn aga í ríkisrekstri aðildarríkjanna hefur þegar verið útfærð að miklu leyti. Hún myndi torvelda stjórnlausan hallarekstur og gera ríkjum erfiðara fyrir að fela útgjöld og fegra ríkisreikninginn. Slík umgjörð myndi hjálpa okkur mjög. Það er hollt að muna að efnahagsvandi á Íslandi undanfarna áratugi hefur nær ávallt verið vegna þess að stjórnvöld hafa misst stjórn á eftirspurnarhlið hagkerfisins, en ekki vegna ytri áfalla. Eina undantekningin frá því er kreppan sem fylgdi hruni síldarstofnsins 1968. Við höfum ekki tamið okkur þann hagstjórnaraga sem þurft hefði til að gera okkur kleift að takast á við þensluáhrif stórframkvæmda eða aflaaukningu. Það er því líklega erfitt að finna land sem myndi hafa meiri augljósan hag af því að undirgangast skuldbindingu um bætta hagstjórn og aukinn aga í ríkisrekstri en Ísland. Ef þessar úrbætur á evrusvæðinu takast vel bendir allt til að aðild að ESB og upptaka evru sé heppilegur kostur fyrir Ísland. Ef Ísland verður hluti af slíku evrusamstarfi getum við tekist betur á við þá áhættu sem felst í frjálsum fjármagnsflutningum, enda ekki lengur hægt að spila á gengi krónunnar í viðskiptum á markaði og við myndum njóta góðs af bankasambandinu. Íslenskir bankar gætu starfað á evrópskum markaði á jafnréttisgrundvelli án óbærilegrar áhættu fyrir íslenskan almenning. Það myndi bæta samkeppnisstöðu hagkerfisins og auðvelda aðgang okkar að fjármagni á bestu kjörum. Reynslan af skuldakreppunni sýnir þó að kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið og að útflæðisvandi getur birst á skuldabréfamarkaði þótt engum gjaldeyrismarkaði sé til að dreifa. Mikilvægt er að meta þá áhættu rétt og hvernig hægt er að bregðast við henni með skynsamlegri hagstjórnarstefnu. Ég hef áður rakið að EES-samningurinn er í öngstræti og mun ekki að óbreyttu gera okkur kleift að afnema höft og láta íslenskt fjármálakerfi búa við hliðstæðan rekstraraga og fjármálakerfi í öðrum ríkjum á innri markaðnum. Sú staðreynd ein gerir það óhjákvæmilegt að við höldum áfram umsóknarferlinu og tökum samhliða þátt í því úrbótaferli á evrusamstarfinu sem fram undan er. Okkur liggur ekkert á. Við þurfum á óvissutímum að halda öllum dyrum opnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Í fyrri greinum hef ég lýst skuldakreppunni sem hrjáir Evrópu og komist að þeirri niðurstöðu að ólíklegt sé að EES-samningurinn geti verið fullnægjandi umgjörð um aðild okkar að innri markaðnum í framtíðinni. En myndi aðild að ESB og upptaka evru veita okkur betri möguleika? Hvað má læra af þeim vanda sem mörg evruríkin glíma nú við? Samspil frjálsra fjármagnshreyfinga og sjálfstæðs, veikburða gjaldmiðils var einn stærsti sveifluvaldur hér á landi í aðdraganda hruns og olli á endanum hruni gjaldeyrismarkaðar og upptöku gjaldeyrishafta. Allir viðurkenna kostnaðinn við sjálfstæðan gjaldmiðil fyrir svo lítið ríki, þótt sumir telji að það svigrúm sem er til að fella gengi vegi upp á móti þeim kostnaði að hluta eða öllu leyti. Hlutskipti Íra og Grikkja er vissulega annað en okkar. Þeir hafa ekki getað lækkað laun með gengisfellingu og atvinnuleysi hefur líklega orðið meira en það hefði orðið ef þessi ríki hefðu átt þess kost að fella gengi. En á móti vegur að skuldir almennings og fyrirtækja í þessum löndum hafa ekki hækkað vegna gengisfalls og verðbólgu. Kaupmáttur hefur ekki dregist eins mikið saman og hjá almenningi hér á landi, því neysluvara í þessum löndum er í ríkum mæli framleidd á evrusvæðinu þótt innflutt sé. Og bæði ríkin hafa getað tekist á við vandamál sín án þess að setja á gjaldeyrishöft. Þrátt fyrir mikinn vanda Grikkja heldur almenningur í Grikklandi dauðahaldi í evruna. Enginn virðist vilja hið íslenska ástand: Stórfellda gengisfellingu, upptöku sjálfstæðs gjaldmiðils og gjaldeyrishöft. Skuldakreppan nú reynir mjög á evrusamstarfið. Skammtímalán til meðalstórra fyrirtækja á Ítalíu og Spáni bera nú allt að 4% hærri vexti en lán til sambærilegra fyrirtækja í Þýskalandi. Ef þetta ástand varir lengi er grunnur hins sameiginlega markaðar í hættu. Nýleg ákvörðun um skuldabréfakaup evrópska seðlabankans er tilraun til að taka á þessum vanda. Öllum er nú orðið ljóst að um raunverulega skuldakreppu er að ræða, en ekki kreppu sem stafar fyrst og fremst af ábyrgðarleysi í ríkisrekstri. Lausn á vanda evrusvæðisins þarf því að minnsta kosti að fela í sér hvort tveggja sameiginlegt regluverk um fjármálakerfið og aukinn aga í ríkisútgjöldum aðildarríkjanna. Nýtt regluverk um fjármálakerfið (sem kalla má bankasamband á íslensku), fæli í sér samevrópskt bankaeftirlit, sameiginlegan lánveitanda til þrautavara og sameiginlegt innstæðutryggingakerfi sem jafnar aðstöðumun innan svæðisins. Tillaga að slíku bankasambandi hefur nú verið lögð fram. Ef slíkt kerfi hefði verið hluti af EES fyrir fjármálakreppu hefði það skipt sköpum fyrir okkur, Íra og Spánverja. Aðild að slíku kerfi er líka forsenda þess að hægt sé að sjá fyrir sér að íslenskt fjármálakerfi geti aftur nýtt sér frjálsar fjármagnshreyfingar á sameiginlegum evrópskum markaði og lágmarkað áhættu íslensks almennings af alþjóðlegri starfsemi íslenskra banka og af innstæðutryggingum vegna skuldbindinga þeirra erlendis. Það vinnur líka gegn því misvægi sem birtist nú í ólíkum fjármögnunarkjörum banka eftir því hver bakhjarlinn er og misjafnri tiltrú á innstæðutryggingar. Árangurinn mun þó verða í réttu samhengi við það hversu miklum fjármunum ríki evrusamstarfsins eru tilbúin að heita til þessa verkefnis. Þær tillögur sem nú hafa verið kynntar gera ekki ráð fyrir að aðildarríki ESB utan evrusamstarfsins verði sjálfkrafa þátttakendur í bankasambandinu. Ef þau kjósa slíka þátttöku, verða þau að skuldbinda sig til að innleiða án tafar allar ákvarðanir sem Evrópski seðlabankinn tekur og varða starfsemi einstakra fjármálastofnana á hinum evrópska markaði. Vandséð er að EFTA-ríkin geti tekið þátt í þessari nýju umgjörð, jafnvel þótt það byðist, og það væri útilokað fyrir Ísland að óbreyttri stjórnarskrá. Umgjörð um aukinn aga í ríkisrekstri aðildarríkjanna hefur þegar verið útfærð að miklu leyti. Hún myndi torvelda stjórnlausan hallarekstur og gera ríkjum erfiðara fyrir að fela útgjöld og fegra ríkisreikninginn. Slík umgjörð myndi hjálpa okkur mjög. Það er hollt að muna að efnahagsvandi á Íslandi undanfarna áratugi hefur nær ávallt verið vegna þess að stjórnvöld hafa misst stjórn á eftirspurnarhlið hagkerfisins, en ekki vegna ytri áfalla. Eina undantekningin frá því er kreppan sem fylgdi hruni síldarstofnsins 1968. Við höfum ekki tamið okkur þann hagstjórnaraga sem þurft hefði til að gera okkur kleift að takast á við þensluáhrif stórframkvæmda eða aflaaukningu. Það er því líklega erfitt að finna land sem myndi hafa meiri augljósan hag af því að undirgangast skuldbindingu um bætta hagstjórn og aukinn aga í ríkisrekstri en Ísland. Ef þessar úrbætur á evrusvæðinu takast vel bendir allt til að aðild að ESB og upptaka evru sé heppilegur kostur fyrir Ísland. Ef Ísland verður hluti af slíku evrusamstarfi getum við tekist betur á við þá áhættu sem felst í frjálsum fjármagnsflutningum, enda ekki lengur hægt að spila á gengi krónunnar í viðskiptum á markaði og við myndum njóta góðs af bankasambandinu. Íslenskir bankar gætu starfað á evrópskum markaði á jafnréttisgrundvelli án óbærilegrar áhættu fyrir íslenskan almenning. Það myndi bæta samkeppnisstöðu hagkerfisins og auðvelda aðgang okkar að fjármagni á bestu kjörum. Reynslan af skuldakreppunni sýnir þó að kálið er ekki sopið þó í ausuna sé komið og að útflæðisvandi getur birst á skuldabréfamarkaði þótt engum gjaldeyrismarkaði sé til að dreifa. Mikilvægt er að meta þá áhættu rétt og hvernig hægt er að bregðast við henni með skynsamlegri hagstjórnarstefnu. Ég hef áður rakið að EES-samningurinn er í öngstræti og mun ekki að óbreyttu gera okkur kleift að afnema höft og láta íslenskt fjármálakerfi búa við hliðstæðan rekstraraga og fjármálakerfi í öðrum ríkjum á innri markaðnum. Sú staðreynd ein gerir það óhjákvæmilegt að við höldum áfram umsóknarferlinu og tökum samhliða þátt í því úrbótaferli á evrusamstarfinu sem fram undan er. Okkur liggur ekkert á. Við þurfum á óvissutímum að halda öllum dyrum opnum.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun