Rapparinn Hopsin mætir á sveitta hipphopp-hátíð 22. september 2012 00:01 Rapparinn Hopsin er á barmi heimsfrægðar en hann kemur fram á YOLO-hátíðinni á Þýska barnum 7. nóvember. Óli Geir hjá Agent.is stendur á bak við hátíðina. Mynd/agent.is „Þessi strákur er á barmi þess að springa út og verða risastór. Hann á rosalega aðdáendahópa alls staðar, líka hér á Íslandi," segir umboðsmaðurinn Óli Geir hjá Agent.is um rapparann Hopsin. Hopsin er væntanlegur til Íslands til að taka þátt í hipphopp-hátíðinni YOLO. Hann er stærsta nafnið á bak við útgáfumerkið Funk Volume og hefur náð miklum vinsældum á Youtube. Myndband við nýjasta lag Hopsin, Ill Mind of Hopsin, hefur til að mynda verið skoðað um fimmtán milljón sinnum á síðunni. Aðrir meðlimir Funk Volume eru rappararnir SwizZz, Dizzy Wright, Jarren Benton og DJ Hoppa. „Þeir eru að túra um Bandaríkin núna og spila í nýrri borg á hverjum degi allt fram til 2. nóvember," segir Óli Geir. Þegar þeirri ferð lýkur taka rappararnir sér fjögurra daga frí áður en þeir leggja undir sig Evrópu og hefja leikinn á Íslandi. Í tilefni af komu Hopsin verður haldin fjögurra daga hipphopp-hátíð á Þýska barnum 7. til 10. nóvember. Að sögn Óla Geirs kemur þar fram rjómi hipphoppara Íslands og eru þar meðal annarra Forgotten Lores, Larry Bird (ný sveit sem er skipuð meðlimum úr Skyttunum), Úlfur Úlfur, MC Gauti, Blaz Roca, Steindi jr., Bent, Gísli Pálmi og Friðrik Dór. „Ég hélt fyrstu YOLO-hátíðina í sumar til að kanna áhugann. Þá var ég með tveggja kvölda hátíð bara með íslenskum listamönnum og það var stappað bæði kvöldin, svo eftirspurnin er greinilega til staðar," segir Óli Geir. Aðeins verða milli 500 og 600 miðar seldir á YOLO-hátíðina og hefst miðasalan þann 1. október. „Það hafa margir spurt mig hvers vegna ég sé ekki með þetta á stærri stað en eftir að Nasa lokaði er Þýski barinn einfaldlega best til þess fallinn að hýsa svona viðburði," segir Óli Geir og bætir við að klausa í samningi við Funk Volume kveði á um að staðurinn megi ekki vera of stór. „Þeir vilja frekar vera á minni stöðum og hafa uppselt alls staðar sem þeir koma. Við ætlum að hafa þetta sveitt og gott," segir hann. Hér má sjá facebooksíðu atburðarins. tinnaros@frettabladid.is Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þessi strákur er á barmi þess að springa út og verða risastór. Hann á rosalega aðdáendahópa alls staðar, líka hér á Íslandi," segir umboðsmaðurinn Óli Geir hjá Agent.is um rapparann Hopsin. Hopsin er væntanlegur til Íslands til að taka þátt í hipphopp-hátíðinni YOLO. Hann er stærsta nafnið á bak við útgáfumerkið Funk Volume og hefur náð miklum vinsældum á Youtube. Myndband við nýjasta lag Hopsin, Ill Mind of Hopsin, hefur til að mynda verið skoðað um fimmtán milljón sinnum á síðunni. Aðrir meðlimir Funk Volume eru rappararnir SwizZz, Dizzy Wright, Jarren Benton og DJ Hoppa. „Þeir eru að túra um Bandaríkin núna og spila í nýrri borg á hverjum degi allt fram til 2. nóvember," segir Óli Geir. Þegar þeirri ferð lýkur taka rappararnir sér fjögurra daga frí áður en þeir leggja undir sig Evrópu og hefja leikinn á Íslandi. Í tilefni af komu Hopsin verður haldin fjögurra daga hipphopp-hátíð á Þýska barnum 7. til 10. nóvember. Að sögn Óla Geirs kemur þar fram rjómi hipphoppara Íslands og eru þar meðal annarra Forgotten Lores, Larry Bird (ný sveit sem er skipuð meðlimum úr Skyttunum), Úlfur Úlfur, MC Gauti, Blaz Roca, Steindi jr., Bent, Gísli Pálmi og Friðrik Dór. „Ég hélt fyrstu YOLO-hátíðina í sumar til að kanna áhugann. Þá var ég með tveggja kvölda hátíð bara með íslenskum listamönnum og það var stappað bæði kvöldin, svo eftirspurnin er greinilega til staðar," segir Óli Geir. Aðeins verða milli 500 og 600 miðar seldir á YOLO-hátíðina og hefst miðasalan þann 1. október. „Það hafa margir spurt mig hvers vegna ég sé ekki með þetta á stærri stað en eftir að Nasa lokaði er Þýski barinn einfaldlega best til þess fallinn að hýsa svona viðburði," segir Óli Geir og bætir við að klausa í samningi við Funk Volume kveði á um að staðurinn megi ekki vera of stór. „Þeir vilja frekar vera á minni stöðum og hafa uppselt alls staðar sem þeir koma. Við ætlum að hafa þetta sveitt og gott," segir hann. Hér má sjá facebooksíðu atburðarins. tinnaros@frettabladid.is
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira