Ferðaþjónusta snýst um fleira en peninga! Ásbjörn Björgvinsson skrifar 27. september 2012 06:00 Það eru yfirleitt tvær aðferðir sem menn nota þegar verið er að leggja af stað i fjárfestingu í ferðaþjónustu. Önnur leiðin, sem alloft er notuð, er að hella sér bara af stað með frábæra hugmynd, keyra verkefnið af stað með hugsjónina eina að vopni og trúa á að finna fjármuni til að verkefnið gangi upp, þ.e. að þetta reddist bara og vissulega gerist það stundum. Hin aðferðin, oftar notuð, er að leggjast í alvöru undirbúningsvinnu, rannsóknir og viðskiptaáætlun til að sjá hvort það sé yfirleitt eitthvert vit í hugmyndinni góðu. En þrátt fyrir góðan undirbúning fara þau áform stundum algjörlega í vaskinn og þá sitja margir sárir eftir. Fjölmargir fræðimenn og leikmenn hafa hafa sett fram skoðanir á flestum þeim málum er varða ferðaþjónustuna, þ.á.m. nýlegum áformum um stórhækkun á virðisaukaskatti á gistiþjónustu, aðgerð sem flestum líst illa á enda kemur þessi skyndilega hækkun líklega harðast niður á þeim sem hafa verið að fjárfesta í uppbyggingu í ferðaþjónustunni eða endurbótum á hótelum sem og gistiaðstöðu, og sérstaklega á landsbyggðinni þar sem nýtingin er hvað verst sérstaklega yfir vetrartímann. Nýting á innviðum ferðaþjónustunnar hefur um langt árabil verið helsta vandamálið og á það verið bent að frekari uppbygging, t.d. í gistingu, sé algjörlega óþörf því nýtingarhlutfallið sé svo lágt. Minna hefur farið fyrir því að horfa á þann þátt sem snýr að því að bæta nýtinguna á heilsárs grunni fyrr en nú á síðustu árum, t.d. með átakinu Ísland allt árið. Við sem búum og störfum utan höfuðborgarsvæðisins höfum hins vegar lítt orðið vör við þá miklu aukningu sem orðið hefur í komum erlendra ferðamanna, t.d. á fyrri helmingi þessa árs. Við gerum okkur vonir um að breyting verði á því með aukinni áherslu á markaðssetningu á vetrarferðum til landsins alls og auknu flugsætaframboði og fjölgun vetraráfangastaða. Ferðamenn eru kjör-"íbúar“ hvers sveitarfélags:Ég hef lengi haldið því fram að ferðamenn séu bestu „íbúarnir" sem bæir og byggðarlög geta fengið. Ferðamenn koma til dvalar í lengri eða skemmri tíma, nýta verslanir, veitingahús, hótel og gistirými, tjaldsvæði, sundlaugar, söfn, ýmsa aðra afþreyingu, minjagripabúðir, sérverslanir og margt, margt fleira en kalla ekki á ýmsa grunnþjónustu sem hvert sveitarfélag þarf að byggja upp, s.s. skóla, leikskóla, félagsþjónustu, elliheimili og svo framvegis. Ferðamenn stuðla að bættum rekstri fyrirtækja og þar með sveitarfélaga í gegnum skatta og ýmis aðstöðugjöld sem fyrirtækin þurfa að greiða sem og útsvarstekjur þeirra íbúa sem vinna með beinum eða óbeinum hætti við það að þjóna ferðamönnum. Ég tel að jákvæðustu ruðningsáhrif ferðaþjónustunnar komi fram í þeim samfélögum sem ná að byggja upp nýja þjónustu, að nýtt aðdráttarafl sem fær ferðamenn til ferðast um LANGAN VEG. Um leið og ferðamenn fara að streyma í auknum mæli inn í áveðin byggðarlög eða áfangastaði skapast ný stemming sem smitar út frá sér með þeim hætti að fólkið eða íbúarnir finna til stolts og fara að bregðast við, t.d. með því að laga til í kring um sig, mála girðingar, laga húsin sín, fegra garðana og almennt umhverfi þorpsins eða bæjarins. Allt hefur þetta jákvæð áhrif á verðgildi fasteigna á svæðinu, eykur tiltrú og bjartsýni heimamanna og bætir almennt búsetuskilyrði íbúanna. Þegar ferðamönnum fjölgar lengjast jafnframt opnunartímar verslana, veitingahúsa, sundlauga, safna o.fl. Fleiri ferðamenn skapa oft grundvöll fyrir nýrri þjónustu sem ekki var til staðar eða bæta rekstargrundvöll fyrirtækja sem fyrir eru á staðnum svo að þau lifa af og nýtast þar með íbúum svæðisins. Ferðaþjónustan snýst því um annað og meira en bara peninga og skammtímagróða, hún breytir lífsgæðum, stuðlar að aukinni velsæld íbúa landsins og bættum búsetuskilyrðum og lífskjörum okkar ALLRA. Meðan ferðaþjónustan er að skapa gríðarlega mikilvægar tekjur á svo margvíslegan hátt er mjög varhugavert að skattleggja hana svo að úr dragi. Við skattleggjum ekki börn og förum varlega í að skattleggja unglinga. Ferðaþjónustan á Íslandi er rétt að slíta barnsskónum, förum því varlega í að auka álögur á þessa atvinnugrein sem á eftir að skapa okkur öllum enn betri lífsgæði þegar fram líða stundir ef vel er á haldið og þjónustan uppfyllir þær væntingar sem gestirnir okkar gera til hennar. Gott orðspor berst víða en illt út um allt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það eru yfirleitt tvær aðferðir sem menn nota þegar verið er að leggja af stað i fjárfestingu í ferðaþjónustu. Önnur leiðin, sem alloft er notuð, er að hella sér bara af stað með frábæra hugmynd, keyra verkefnið af stað með hugsjónina eina að vopni og trúa á að finna fjármuni til að verkefnið gangi upp, þ.e. að þetta reddist bara og vissulega gerist það stundum. Hin aðferðin, oftar notuð, er að leggjast í alvöru undirbúningsvinnu, rannsóknir og viðskiptaáætlun til að sjá hvort það sé yfirleitt eitthvert vit í hugmyndinni góðu. En þrátt fyrir góðan undirbúning fara þau áform stundum algjörlega í vaskinn og þá sitja margir sárir eftir. Fjölmargir fræðimenn og leikmenn hafa hafa sett fram skoðanir á flestum þeim málum er varða ferðaþjónustuna, þ.á.m. nýlegum áformum um stórhækkun á virðisaukaskatti á gistiþjónustu, aðgerð sem flestum líst illa á enda kemur þessi skyndilega hækkun líklega harðast niður á þeim sem hafa verið að fjárfesta í uppbyggingu í ferðaþjónustunni eða endurbótum á hótelum sem og gistiaðstöðu, og sérstaklega á landsbyggðinni þar sem nýtingin er hvað verst sérstaklega yfir vetrartímann. Nýting á innviðum ferðaþjónustunnar hefur um langt árabil verið helsta vandamálið og á það verið bent að frekari uppbygging, t.d. í gistingu, sé algjörlega óþörf því nýtingarhlutfallið sé svo lágt. Minna hefur farið fyrir því að horfa á þann þátt sem snýr að því að bæta nýtinguna á heilsárs grunni fyrr en nú á síðustu árum, t.d. með átakinu Ísland allt árið. Við sem búum og störfum utan höfuðborgarsvæðisins höfum hins vegar lítt orðið vör við þá miklu aukningu sem orðið hefur í komum erlendra ferðamanna, t.d. á fyrri helmingi þessa árs. Við gerum okkur vonir um að breyting verði á því með aukinni áherslu á markaðssetningu á vetrarferðum til landsins alls og auknu flugsætaframboði og fjölgun vetraráfangastaða. Ferðamenn eru kjör-"íbúar“ hvers sveitarfélags:Ég hef lengi haldið því fram að ferðamenn séu bestu „íbúarnir" sem bæir og byggðarlög geta fengið. Ferðamenn koma til dvalar í lengri eða skemmri tíma, nýta verslanir, veitingahús, hótel og gistirými, tjaldsvæði, sundlaugar, söfn, ýmsa aðra afþreyingu, minjagripabúðir, sérverslanir og margt, margt fleira en kalla ekki á ýmsa grunnþjónustu sem hvert sveitarfélag þarf að byggja upp, s.s. skóla, leikskóla, félagsþjónustu, elliheimili og svo framvegis. Ferðamenn stuðla að bættum rekstri fyrirtækja og þar með sveitarfélaga í gegnum skatta og ýmis aðstöðugjöld sem fyrirtækin þurfa að greiða sem og útsvarstekjur þeirra íbúa sem vinna með beinum eða óbeinum hætti við það að þjóna ferðamönnum. Ég tel að jákvæðustu ruðningsáhrif ferðaþjónustunnar komi fram í þeim samfélögum sem ná að byggja upp nýja þjónustu, að nýtt aðdráttarafl sem fær ferðamenn til ferðast um LANGAN VEG. Um leið og ferðamenn fara að streyma í auknum mæli inn í áveðin byggðarlög eða áfangastaði skapast ný stemming sem smitar út frá sér með þeim hætti að fólkið eða íbúarnir finna til stolts og fara að bregðast við, t.d. með því að laga til í kring um sig, mála girðingar, laga húsin sín, fegra garðana og almennt umhverfi þorpsins eða bæjarins. Allt hefur þetta jákvæð áhrif á verðgildi fasteigna á svæðinu, eykur tiltrú og bjartsýni heimamanna og bætir almennt búsetuskilyrði íbúanna. Þegar ferðamönnum fjölgar lengjast jafnframt opnunartímar verslana, veitingahúsa, sundlauga, safna o.fl. Fleiri ferðamenn skapa oft grundvöll fyrir nýrri þjónustu sem ekki var til staðar eða bæta rekstargrundvöll fyrirtækja sem fyrir eru á staðnum svo að þau lifa af og nýtast þar með íbúum svæðisins. Ferðaþjónustan snýst því um annað og meira en bara peninga og skammtímagróða, hún breytir lífsgæðum, stuðlar að aukinni velsæld íbúa landsins og bættum búsetuskilyrðum og lífskjörum okkar ALLRA. Meðan ferðaþjónustan er að skapa gríðarlega mikilvægar tekjur á svo margvíslegan hátt er mjög varhugavert að skattleggja hana svo að úr dragi. Við skattleggjum ekki börn og förum varlega í að skattleggja unglinga. Ferðaþjónustan á Íslandi er rétt að slíta barnsskónum, förum því varlega í að auka álögur á þessa atvinnugrein sem á eftir að skapa okkur öllum enn betri lífsgæði þegar fram líða stundir ef vel er á haldið og þjónustan uppfyllir þær væntingar sem gestirnir okkar gera til hennar. Gott orðspor berst víða en illt út um allt.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun