Vilt þú að krefjast megi þjóðaratkvæðagreiðslu? Þorkell Helgason skrifar 3. október 2012 06:00 Þetta er innihaldið í spurningu sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október nk. Orðrétt hljóðar hún svo: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?“ Þjóðaratkvæðagreiðslur hafa ekki verið algengar á Íslandi, enda þótt forsetinn hafi frá lýðveldisstofnun haft vald til að fela þjóðinni að staðfesta eða fella lög frá Alþingi. Núverandi forseti varð fyrstur til að nýta þetta ákvæði eins og kunnugt er. Á hinn bóginn hefur lengi verið um það rætt að kjósendur sjálfir ættu að geta kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Jafnframt hefur komið til álita að minnihluti þings gæti gripið til þessa úrræðis. Alþingi fól stjórnlagaráði sérstaklega að gera tillögu í þeim efnum. Allir þrír möguleikarnir voru ræddir, þ.e.a.s. að frumkvæði að þjóðaratkvæði gæti komið frá forseta Íslands, frá skilgreindum minnihluta Alþingis eða beint frá kjósendum sjálfum. Niðurstaðan varð sú að horfa einkum til síðasta möguleikans, frumkvæðis þjóðarinnar sjálfrar, en halda þó málsskotsrétti forsetans sem algerum neyðarhemli. Í 65. gr. frumvarps ráðsins er lagt til að 10% kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga frá Alþingi jafnframt því sem málskotsrétti forsetans er haldið (60. gr.). En þjóðaratkvæðagreiðsla er vandmeðfarið úrræði sem ekki má leggja við hégóma. Í 67. gr. frumvarps síns leggur stjórnlagaráð til að kjósendur geti ekki krafist atkvæðagreiðslu um viss fjárhags- og þjóðréttarmál. Jafnframt er mælt fyrir um setningu laga um alla málsmeðferð svo sem um vandvirkni og formfestu við undirskriftasafnanir. Í stjórnlagaráði var rætt um hvort hafa ætti skilyrði um þátttöku til að þjóðaratkvæðagreiðsla teldist gild. Gallinn við slík ákvæði er sá að þá getur það verið beittara vopn að sitja heima en mæta á kjörstað og taka afstöðu. Markmiðið um að fá fram berorða skoðun þjóðarinnar næðist þá ekki. Af þessum sökum hvarf stjórnlagaráð frá þáttökuskilyrðum enda eru engin slík ákvæði í gildandi stjórnarskrá. Benda má á lýðræðislegri leið. Hún gæti falist í því að þingmenn teldust taka ákvörðun fyrir þann hluta þjóðarinnar sem tekur ekki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Rök fyrir JÁ við spurningunniSpurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni er almennt orðuð; hún snýst um markmiðið sjálft, ekki um útfærslu stjórnlagaráðs. Henni má hnika til, ef þarf. Rökin fyrir því að svara með jáyrði eru m.a. þessi: Ÿ Allt vald í lýðræðisríkjum er komið frá fólkinu sjálfu. Það felur að jafnaði kjörnum fulltrúum að fara með vald sitt eftir umboði. En að sama skapi á þjóðin að geta kallað valdið aftur til sín, m.a. með því að vefengja lagasetningu fulltrúaþingsins. Ÿ Eindregin krafa kom fram á Þjóðfundinum 2010 um aukna aðkomu þjóðarinnar að ákvörðunum í mikilvægum málum. Ÿ Þróunin nær hvarvetna í kringum okkur er í áttina að hæfilegu blandi af fulltrúalýðræði og beinu lýðræði. Við höfum verið eftirbátar annarra. Ÿ Vilji þjóðarinnar til að geta úrskurðað í mikilvægum málum kom fram í góðri þátttöku í báðum þjóðaratkvæðagreiðslunum um Icesave-málið. Ÿ Beint lýðræði kallar á ábyrgð fólksins og vekur þannig áhuga þess á lýðræðinu. Ekki veitir af þegar traust á stjórnvöldum öllum er í lágmarki. Rök fyrir NEI við spurningunni Vissulega eru líka rök fyrir því að stíga varlega til jarðar í beinu lýðræði: Ÿ Sumir vitna til Kaliforníu þar sem atbeini kjósenda er sagður hafa stefnt ríkisfjármálunum í óefni (sem er reyndar þjóðsaga). Við þessu má sjá með því að leyfa ekki atkvæðagreiðslu um fjárhagsleg málefni og nokkur önnur viðkvæm mál. Þessi varnagli er í tillögum stjórnlagaráðs um frumkvæði almennings eins og fyrr segir. Ÿ Sagt er að auðvelt sé að æsa 10% þjóðarinnar upp gegn óvinsælli en óhjákvæmilegri lagasetningu þingsins. Spurningin sem lögð verður fyrir þjóðina í haust snýst ekki um þetta hlutfall. Þyki mönnum það of lágt er hægur vandi að hækka það í meðförum þingsins. Ÿ Sumir telja unnt að fá undirskriftir undir hvað sem er á Íslandi. Ekki er víst að þessi fullyrðing sé rétt. Alla vega hefur sumum reynst örðugt að safna meðmælendum í kosningum, t.d. við forsetakjör. Stjórnlagaráð velti vöngum yfir þessu atriði og leggur til að sett verði ströng ákvæði um undirskriftarsafnanir. ÁlyktunAllir valdhafar, líka þingmenn, starfa í umboði þjóðarinnar. Þegar hún telur þörf á kallar hún valdið til baka. Þannig eiga fulltrúaræðið og beina lýðræðið að geta styrkt hvort annað. Pistilhöfundur mælir því með jáyrði við spurningunni um það hvort kjósendur geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorkell Helgason Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Þetta er innihaldið í spurningu sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október nk. Orðrétt hljóðar hún svo: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?“ Þjóðaratkvæðagreiðslur hafa ekki verið algengar á Íslandi, enda þótt forsetinn hafi frá lýðveldisstofnun haft vald til að fela þjóðinni að staðfesta eða fella lög frá Alþingi. Núverandi forseti varð fyrstur til að nýta þetta ákvæði eins og kunnugt er. Á hinn bóginn hefur lengi verið um það rætt að kjósendur sjálfir ættu að geta kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. Jafnframt hefur komið til álita að minnihluti þings gæti gripið til þessa úrræðis. Alþingi fól stjórnlagaráði sérstaklega að gera tillögu í þeim efnum. Allir þrír möguleikarnir voru ræddir, þ.e.a.s. að frumkvæði að þjóðaratkvæði gæti komið frá forseta Íslands, frá skilgreindum minnihluta Alþingis eða beint frá kjósendum sjálfum. Niðurstaðan varð sú að horfa einkum til síðasta möguleikans, frumkvæðis þjóðarinnar sjálfrar, en halda þó málsskotsrétti forsetans sem algerum neyðarhemli. Í 65. gr. frumvarps ráðsins er lagt til að 10% kjósenda geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga frá Alþingi jafnframt því sem málskotsrétti forsetans er haldið (60. gr.). En þjóðaratkvæðagreiðsla er vandmeðfarið úrræði sem ekki má leggja við hégóma. Í 67. gr. frumvarps síns leggur stjórnlagaráð til að kjósendur geti ekki krafist atkvæðagreiðslu um viss fjárhags- og þjóðréttarmál. Jafnframt er mælt fyrir um setningu laga um alla málsmeðferð svo sem um vandvirkni og formfestu við undirskriftasafnanir. Í stjórnlagaráði var rætt um hvort hafa ætti skilyrði um þátttöku til að þjóðaratkvæðagreiðsla teldist gild. Gallinn við slík ákvæði er sá að þá getur það verið beittara vopn að sitja heima en mæta á kjörstað og taka afstöðu. Markmiðið um að fá fram berorða skoðun þjóðarinnar næðist þá ekki. Af þessum sökum hvarf stjórnlagaráð frá þáttökuskilyrðum enda eru engin slík ákvæði í gildandi stjórnarskrá. Benda má á lýðræðislegri leið. Hún gæti falist í því að þingmenn teldust taka ákvörðun fyrir þann hluta þjóðarinnar sem tekur ekki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Rök fyrir JÁ við spurningunniSpurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni er almennt orðuð; hún snýst um markmiðið sjálft, ekki um útfærslu stjórnlagaráðs. Henni má hnika til, ef þarf. Rökin fyrir því að svara með jáyrði eru m.a. þessi: Ÿ Allt vald í lýðræðisríkjum er komið frá fólkinu sjálfu. Það felur að jafnaði kjörnum fulltrúum að fara með vald sitt eftir umboði. En að sama skapi á þjóðin að geta kallað valdið aftur til sín, m.a. með því að vefengja lagasetningu fulltrúaþingsins. Ÿ Eindregin krafa kom fram á Þjóðfundinum 2010 um aukna aðkomu þjóðarinnar að ákvörðunum í mikilvægum málum. Ÿ Þróunin nær hvarvetna í kringum okkur er í áttina að hæfilegu blandi af fulltrúalýðræði og beinu lýðræði. Við höfum verið eftirbátar annarra. Ÿ Vilji þjóðarinnar til að geta úrskurðað í mikilvægum málum kom fram í góðri þátttöku í báðum þjóðaratkvæðagreiðslunum um Icesave-málið. Ÿ Beint lýðræði kallar á ábyrgð fólksins og vekur þannig áhuga þess á lýðræðinu. Ekki veitir af þegar traust á stjórnvöldum öllum er í lágmarki. Rök fyrir NEI við spurningunni Vissulega eru líka rök fyrir því að stíga varlega til jarðar í beinu lýðræði: Ÿ Sumir vitna til Kaliforníu þar sem atbeini kjósenda er sagður hafa stefnt ríkisfjármálunum í óefni (sem er reyndar þjóðsaga). Við þessu má sjá með því að leyfa ekki atkvæðagreiðslu um fjárhagsleg málefni og nokkur önnur viðkvæm mál. Þessi varnagli er í tillögum stjórnlagaráðs um frumkvæði almennings eins og fyrr segir. Ÿ Sagt er að auðvelt sé að æsa 10% þjóðarinnar upp gegn óvinsælli en óhjákvæmilegri lagasetningu þingsins. Spurningin sem lögð verður fyrir þjóðina í haust snýst ekki um þetta hlutfall. Þyki mönnum það of lágt er hægur vandi að hækka það í meðförum þingsins. Ÿ Sumir telja unnt að fá undirskriftir undir hvað sem er á Íslandi. Ekki er víst að þessi fullyrðing sé rétt. Alla vega hefur sumum reynst örðugt að safna meðmælendum í kosningum, t.d. við forsetakjör. Stjórnlagaráð velti vöngum yfir þessu atriði og leggur til að sett verði ströng ákvæði um undirskriftarsafnanir. ÁlyktunAllir valdhafar, líka þingmenn, starfa í umboði þjóðarinnar. Þegar hún telur þörf á kallar hún valdið til baka. Þannig eiga fulltrúaræðið og beina lýðræðið að geta styrkt hvort annað. Pistilhöfundur mælir því með jáyrði við spurningunni um það hvort kjósendur geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar