Snow Patrol bauð Sykri að "remixa” FB skrifar 11. október 2012 00:00 Hljómsveitin Sykur hefur endurhljóðblandað lagið The Symphony eftir Snow Patrol. fréttablaðið/anton Íslenska elektrósveitin Sykur hefur endurhljóðblandað lag norður-írsku og skosku popparanna í Snow Patrol, The Symphony, af síðustu plötu þeirra Fallen Empires. "Við vorum að spila á Barfly í Camden fyrir ári og hittum þar fyrir einn liðsmann Snow Patrol. Hann sá okkur spila og vildi ólmur að við endurhljóðblönduðum eitthvað lag af nýju plötunni þeirra," segir Halldór Eldjárn úr Sykri og á þar við söngvarann Gary Lightbody. Aðspurður segir hann meðlimi Sykurs ekki hafa kannast við söngvarann en það gerði umboðsmaður þeirra. "Við höfðum lítið heyrt um þessa hljómsveit en okkur skildist að hún væri mjög stór." Mikið er til í því, enda hefur Snow Patrol selt sex plötur sínar í yfir tíu milljónum eintaka um allan heim. Hann áttar sig á því að um mikinn heiður sé að ræða fyrir Sykur. "Það er gaman að geta tekið svona lag og sett það í einhvern allt annan búning, einhvern sem hentar vel inn í veturinn hérna heima." Spurður hvort lagið hafi ekki opnað dyr fyrir Sykri úti í hinum stóra heimi vonar Halldór það besta. "Það eru margir áhugasamir aðilar sem við bíðum í ofvæni eftir að tala við hér og þar í kjölfarið á þessu "remixi". Netheimar hafa líka tekið við sér og fólk er að taka eftir þessu, sem er mjög gott." Sykur er að vinna að nýju efni og stefnir á spilamennsku erlendis á næstunni. Önnur plata sveitarinnar, Mesópótamía, kom út í október í fyrra en var gefin á vínyl fyrir skömmu. Hægt er að hlusta á endurhljóðblöndunina af The Symphony hér fyrir neðan. Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Íslenska elektrósveitin Sykur hefur endurhljóðblandað lag norður-írsku og skosku popparanna í Snow Patrol, The Symphony, af síðustu plötu þeirra Fallen Empires. "Við vorum að spila á Barfly í Camden fyrir ári og hittum þar fyrir einn liðsmann Snow Patrol. Hann sá okkur spila og vildi ólmur að við endurhljóðblönduðum eitthvað lag af nýju plötunni þeirra," segir Halldór Eldjárn úr Sykri og á þar við söngvarann Gary Lightbody. Aðspurður segir hann meðlimi Sykurs ekki hafa kannast við söngvarann en það gerði umboðsmaður þeirra. "Við höfðum lítið heyrt um þessa hljómsveit en okkur skildist að hún væri mjög stór." Mikið er til í því, enda hefur Snow Patrol selt sex plötur sínar í yfir tíu milljónum eintaka um allan heim. Hann áttar sig á því að um mikinn heiður sé að ræða fyrir Sykur. "Það er gaman að geta tekið svona lag og sett það í einhvern allt annan búning, einhvern sem hentar vel inn í veturinn hérna heima." Spurður hvort lagið hafi ekki opnað dyr fyrir Sykri úti í hinum stóra heimi vonar Halldór það besta. "Það eru margir áhugasamir aðilar sem við bíðum í ofvæni eftir að tala við hér og þar í kjölfarið á þessu "remixi". Netheimar hafa líka tekið við sér og fólk er að taka eftir þessu, sem er mjög gott." Sykur er að vinna að nýju efni og stefnir á spilamennsku erlendis á næstunni. Önnur plata sveitarinnar, Mesópótamía, kom út í október í fyrra en var gefin á vínyl fyrir skömmu. Hægt er að hlusta á endurhljóðblöndunina af The Symphony hér fyrir neðan.
Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira