Feit hiphop-veisla á Airwaves 11. október 2012 00:00 Hiphop-kvöld undir merkjum Kronik er fastur liður á Iceland Airwaves-hátíðinni. Þau hafa oft verið góð, en í ár er dagskráin þéttari en stundum áður. Það eru tvær sveitir frá Seattle sem eru stærstu númerin, en að auki koma fram Úlfur Úlfur, Emmsé Gauti, hinn sjóðheiti Gísli Pálmi og nýja bandið hans Sölva Blöndal og Tiny úr Quarashi, Halleluwah. Seattle-sveitirnar eru THEESatisfaction og Shabazz Palaces. Sú síðarnefnda átti eina af bestu plötum síðasta árs, Black Up. Hún er skipuð þeim Ishmael Butler, sem einu sinn var í Digable Planets, og Tendai Maraire. Tónlistin sem þeir leika er framsækið og ferskt hiphop, en líka svalt og afslappað. Shabazz Palacesbyrjaði árið 2009. Þeir félagar höfðu gefið út tvær EP-plötur þegar Sub Pop-útgáfan bauð þeim samning. Sun Pop er mikið rokkmerki, enda er Shabazz Palaces fyrsta hiphop-sveitin sem útgáfan gerir samning við. Hægt er að horfa á stuttmynd sem gerð var í kringum plötuna í spilaranum hér fyrir neðan. Í tveimur lögum á Shabazz Palaces-plötunni eru gestasöngkonurnar Stasia Iron og Catherine Harris-White, öðru nafni THEESatisfaction. Þær vöktu það mikla athygli með frammistöðu sinni á plötunni að Sub Pop gerði samning við þær líka og fyrsta platan þeirra awE NaturalE kom út í mars. Tónlist THEESatisfaction er mjög flott líka, en hún er nær nýsálartónlist Erykuh Badu en tónlist Shabazz Palaces. awE NaturalE hefur fengið frábæra dóma. Það er fullt af flottri tónlist úti um allan bæ á Airwaves 2012, en Kronik-kvöldið er, a.m.k. á pappírunum, eitt alsterkasta kvöldið í ár. Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hiphop-kvöld undir merkjum Kronik er fastur liður á Iceland Airwaves-hátíðinni. Þau hafa oft verið góð, en í ár er dagskráin þéttari en stundum áður. Það eru tvær sveitir frá Seattle sem eru stærstu númerin, en að auki koma fram Úlfur Úlfur, Emmsé Gauti, hinn sjóðheiti Gísli Pálmi og nýja bandið hans Sölva Blöndal og Tiny úr Quarashi, Halleluwah. Seattle-sveitirnar eru THEESatisfaction og Shabazz Palaces. Sú síðarnefnda átti eina af bestu plötum síðasta árs, Black Up. Hún er skipuð þeim Ishmael Butler, sem einu sinn var í Digable Planets, og Tendai Maraire. Tónlistin sem þeir leika er framsækið og ferskt hiphop, en líka svalt og afslappað. Shabazz Palacesbyrjaði árið 2009. Þeir félagar höfðu gefið út tvær EP-plötur þegar Sub Pop-útgáfan bauð þeim samning. Sun Pop er mikið rokkmerki, enda er Shabazz Palaces fyrsta hiphop-sveitin sem útgáfan gerir samning við. Hægt er að horfa á stuttmynd sem gerð var í kringum plötuna í spilaranum hér fyrir neðan. Í tveimur lögum á Shabazz Palaces-plötunni eru gestasöngkonurnar Stasia Iron og Catherine Harris-White, öðru nafni THEESatisfaction. Þær vöktu það mikla athygli með frammistöðu sinni á plötunni að Sub Pop gerði samning við þær líka og fyrsta platan þeirra awE NaturalE kom út í mars. Tónlist THEESatisfaction er mjög flott líka, en hún er nær nýsálartónlist Erykuh Badu en tónlist Shabazz Palaces. awE NaturalE hefur fengið frábæra dóma. Það er fullt af flottri tónlist úti um allan bæ á Airwaves 2012, en Kronik-kvöldið er, a.m.k. á pappírunum, eitt alsterkasta kvöldið í ár.
Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira