Stærri og færri ráðuneyti 18. október 2012 05:00 Kveðið var á um stjórnkerfisbreytingar í stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Rannsóknarskýrsla Alþingis gagnrýndi veikar einingar í stjórnsýslunni. fréttablaðið/vilhelm Umfangsmiklar breytingar hafa orðið á íslensku stjórnkerfi í kjölfar hrunsins. Ríkisstjórnin setti sér þá stefnu í stjórnarsáttmála að fækka ráðuneytum og stækka þau og sérstök úttekt var gerð á fyrirkomulaginu. Aukið vald forsætisráðherra er gagnrýnt. Rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að ýmsir þættir í íslenskri stjórnsýslu væru veikir. Nokkur óvissa ríkti um hvað séu eðlilegir starfshættir í ríkisstjórn og verkstjórnarvald forsætisráðherra væri lítt skilgreint. Fundið var að því að í lögum væri ekki að finna á einum stað afmörkun á inntaki valdheimilda og skyldna sem felast í yfirstjórn ráðherra. „Síðustu áratugi hefur það færst í vöxt að stefnumótun ríkisstjórnar sé aðallega í höndum þeirra ráðherra sem eru formenn eða oddvitar þeirra flokka sem styðja ríkisstjórnina á Alþingi.“ Þá var einnig komið inn á ráðherranefndir og samstarf einstakra ráðherra sín á milli.Breytingar boðaðar Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs kynnti stjórnarsáttmála sinn 10. maí 2009. Þar var kveðið á um umtalsverðar stjórnkerfisumbætur sem ættu að gera þjónustu hins opinbera eins góða og kostur er. Boðað var að ráðuneytum yrði fækkað úr tólf í níu, komið yrði á fót atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Þá mundi öll eignaumsýsla ríkisins færast til fjármálaráðuneytisins og í nýju ráðuneyti mannréttinda og dómsmála yrði lögð áhersla á lýð- og mannréttindi auk þess sem öll umsýsla kosninga yrði þar. „Heilbrigðisráðuneyti og félags- og tryggingamálaráðuneyti verða óbreytt að öðru leyti en því að stefnt er að því að auka samvinnu milli ráðuneytanna um verkefni sem heyra undir bæði ráðuneyti.“ Þau ráðuneyti sameinuðust síðar í velferðarráðuneyti.Tillögur nefndar Forsætisráðuneytið skipaði nefnd, undir forystu Gunnars Helga Kristinssonar, sem lagði fram ítarlegar tillögur að breytingum. Lagt var til að faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar yrði efldur með stærri ráðuneytum og stofnunum. Þá þyrfti að bæta vinnubrögð pólitískrar forystu og skerpa á forystuhlutverki forsætisráðherra. Huga þyrfti að samhæfingu og reglufestu í stjórnsýslunni, meðal annars með því að skýra skyldur varðandi skráningu upplýsinga. Í fjórða lagi var lagt til að hlutverk eftirlitsaðila með fjármálamarkaði yrðu skýrð og loks að efla þyrfti aðhald Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu.Meira vald forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir mælti fyrir breytingum á lögum um stjórnarráðið 11. apríl 2011 og það varð að lögum 17. september sama ár. Nokkuð var deilt um lögin og gagnrýndu ýmsir, til að mynda Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, að með þeim væri vald forsætisráðherra aukið til muna. Þá tafðist að afgreiða það úr nefnd þar sem Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, vildi skýrari ákvæði varðandi upptökur á ríkisstjórnarfundum. Hljóðrit ríkisstjórnarfunda geymast á Þjóðskjalasafninu og verða gerð opinber eftir þrjátíu ár. Eftir breytinguna hefur forsætisráðherra meira vald til þess að breyta verkaskiptingu á milli ráðuneyta. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Umfangsmiklar breytingar hafa orðið á íslensku stjórnkerfi í kjölfar hrunsins. Ríkisstjórnin setti sér þá stefnu í stjórnarsáttmála að fækka ráðuneytum og stækka þau og sérstök úttekt var gerð á fyrirkomulaginu. Aukið vald forsætisráðherra er gagnrýnt. Rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að ýmsir þættir í íslenskri stjórnsýslu væru veikir. Nokkur óvissa ríkti um hvað séu eðlilegir starfshættir í ríkisstjórn og verkstjórnarvald forsætisráðherra væri lítt skilgreint. Fundið var að því að í lögum væri ekki að finna á einum stað afmörkun á inntaki valdheimilda og skyldna sem felast í yfirstjórn ráðherra. „Síðustu áratugi hefur það færst í vöxt að stefnumótun ríkisstjórnar sé aðallega í höndum þeirra ráðherra sem eru formenn eða oddvitar þeirra flokka sem styðja ríkisstjórnina á Alþingi.“ Þá var einnig komið inn á ráðherranefndir og samstarf einstakra ráðherra sín á milli.Breytingar boðaðar Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs kynnti stjórnarsáttmála sinn 10. maí 2009. Þar var kveðið á um umtalsverðar stjórnkerfisumbætur sem ættu að gera þjónustu hins opinbera eins góða og kostur er. Boðað var að ráðuneytum yrði fækkað úr tólf í níu, komið yrði á fót atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Þá mundi öll eignaumsýsla ríkisins færast til fjármálaráðuneytisins og í nýju ráðuneyti mannréttinda og dómsmála yrði lögð áhersla á lýð- og mannréttindi auk þess sem öll umsýsla kosninga yrði þar. „Heilbrigðisráðuneyti og félags- og tryggingamálaráðuneyti verða óbreytt að öðru leyti en því að stefnt er að því að auka samvinnu milli ráðuneytanna um verkefni sem heyra undir bæði ráðuneyti.“ Þau ráðuneyti sameinuðust síðar í velferðarráðuneyti.Tillögur nefndar Forsætisráðuneytið skipaði nefnd, undir forystu Gunnars Helga Kristinssonar, sem lagði fram ítarlegar tillögur að breytingum. Lagt var til að faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar yrði efldur með stærri ráðuneytum og stofnunum. Þá þyrfti að bæta vinnubrögð pólitískrar forystu og skerpa á forystuhlutverki forsætisráðherra. Huga þyrfti að samhæfingu og reglufestu í stjórnsýslunni, meðal annars með því að skýra skyldur varðandi skráningu upplýsinga. Í fjórða lagi var lagt til að hlutverk eftirlitsaðila með fjármálamarkaði yrðu skýrð og loks að efla þyrfti aðhald Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu.Meira vald forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir mælti fyrir breytingum á lögum um stjórnarráðið 11. apríl 2011 og það varð að lögum 17. september sama ár. Nokkuð var deilt um lögin og gagnrýndu ýmsir, til að mynda Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, að með þeim væri vald forsætisráðherra aukið til muna. Þá tafðist að afgreiða það úr nefnd þar sem Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, vildi skýrari ákvæði varðandi upptökur á ríkisstjórnarfundum. Hljóðrit ríkisstjórnarfunda geymast á Þjóðskjalasafninu og verða gerð opinber eftir þrjátíu ár. Eftir breytinguna hefur forsætisráðherra meira vald til þess að breyta verkaskiptingu á milli ráðuneyta.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira