Rúmar tvo tónleikagesti í senn 18. október 2012 00:01 Íslandsstofa og Inspired by Iceland bjóða upp á minnsti utandagskrár tónleikastað Iceland Airwaves. Guðrún Birna Jörgensen er verkefnastjóri verkefnisins. „Þetta er liður í vetrarherferð Inspired by Iceland, Ísland allt árið. Þar vinnum við með ákveðin þemu og tónlist er eitt þeirra. Við viljum ýta undir vitneskju fólks á íslenskri tónlist og teljum þetta góða leið til þess,“ segir Guðrún Birna Jörgensen verkefnastjóri Inspired by Iceland hjá Íslandsstofu um viðburðinn The smallest Iceland Airwaves off-venue. Það sem áður var The Little House of Food verður nú minnsti utandagskrár tónleikastaður Iceland Airwaves. Húsið verður staðsett á Ingólfstorgi á meðan á hátíðinni stendur og rúmar um tvo tónleikagesti í senn. Á meðal þeirra hljómsveita sem troða upp í húsinu eru Tilbury, Hjálmar, Retro Stefson, Valdimar og Ásgeir Trausti. Að sögn Guðrúnar Birnu hafa tónlistarmennirnir þegar skoðað aðstæður og munu stilla sér upp í samræmi við pláss. „Ég efa að allir meðlimir Retro Stefson komist fyrir inni í húsinu, en tónlistarfólkið mun stilla sér upp miðað við plássið og svo taka nokkur lög. Flestir tóku mjög vel í þetta og fleiri vildu vera með en komust að. Það er frábært að sjá hvað íslenskir tónlistarmenn eru viljugir að taka þátt í að kynna íslenska tónlist með okkur.“ Þátttaka tónleikagesta er á tvenna vegu samkvæmt Guðrúnu Birnu; annars vegar er erlendum blaðamönnum boðið á einkatónleika og hins vegar geta erlendir ferðamenn tekið þátt í leik á samfélagsmiðlinum Facebook og unnið pláss á tónleikum. - sm Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta er liður í vetrarherferð Inspired by Iceland, Ísland allt árið. Þar vinnum við með ákveðin þemu og tónlist er eitt þeirra. Við viljum ýta undir vitneskju fólks á íslenskri tónlist og teljum þetta góða leið til þess,“ segir Guðrún Birna Jörgensen verkefnastjóri Inspired by Iceland hjá Íslandsstofu um viðburðinn The smallest Iceland Airwaves off-venue. Það sem áður var The Little House of Food verður nú minnsti utandagskrár tónleikastaður Iceland Airwaves. Húsið verður staðsett á Ingólfstorgi á meðan á hátíðinni stendur og rúmar um tvo tónleikagesti í senn. Á meðal þeirra hljómsveita sem troða upp í húsinu eru Tilbury, Hjálmar, Retro Stefson, Valdimar og Ásgeir Trausti. Að sögn Guðrúnar Birnu hafa tónlistarmennirnir þegar skoðað aðstæður og munu stilla sér upp í samræmi við pláss. „Ég efa að allir meðlimir Retro Stefson komist fyrir inni í húsinu, en tónlistarfólkið mun stilla sér upp miðað við plássið og svo taka nokkur lög. Flestir tóku mjög vel í þetta og fleiri vildu vera með en komust að. Það er frábært að sjá hvað íslenskir tónlistarmenn eru viljugir að taka þátt í að kynna íslenska tónlist með okkur.“ Þátttaka tónleikagesta er á tvenna vegu samkvæmt Guðrúnu Birnu; annars vegar er erlendum blaðamönnum boðið á einkatónleika og hins vegar geta erlendir ferðamenn tekið þátt í leik á samfélagsmiðlinum Facebook og unnið pláss á tónleikum. - sm
Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira