Með lag í þættinum Shameless 19. október 2012 09:04 Daníel Ágúst er mjög ánægður með að eiga lag í þáttunum Shameless.fréttablaðið/stefán "Þetta verður örugglega hressandi innlegg í þennan þátt," segir tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst. Lagið Yeah Yeah Yeah af síðustu sólóplötu hans, The Drift, verður notað í þættinum Shameless sem hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum. "Ég hef ekki séð neinn þátt en af kynningarefninu að dæma virðist þetta vera mjög sniðug og skemmtileg þáttaröð." Þættirnir eru framleiddir fyrir Showtime af höfundinum Paul Abbott og meðal leikara eru William H. Macy, Emmy Rossum og Cameron Monaghan. Shameless er endurgerð samnefndra breskra þátta sem hafa verið sýndir við miklar vinsældir undanfarin ár. Þar eru þáttaraðirnar orðnar tíu en í Bandaríkjunum er sú þriðja að hefjast eftir áramót. Daníel Ágúst kynntist tónlistarstjóra Shameless þegar hann var að vinna að fyrstu sólóplötu sinni, Swallowed a Star, í Los Angeles. "Hann var hrifinn af henni og bað mig um að vera í sambandi við sig." Þegar Valgeir Magnússon hjá Hands Up Music, sem gefur plötuna út, var staddur í Los Angeles nokkru síðar hitti hann tónlistarstjórann og gaukaði að honum laginu við góðar undirtektir. "Við Barði [Jóhannsson] frændi erum mjög glaðir. Við sömdum þetta saman. Við höfum hist endrum og sinnum síðustu ár og gert nokkur lög. Þetta er eitt af þeim." Daníel hefur áður átt lag í erlendum sjónvarpsþætti því Sparks Fly af Swallowed a Star var selt í heimildarþáttaröð hjá HBO á sínum tíma.-fb Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
"Þetta verður örugglega hressandi innlegg í þennan þátt," segir tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst. Lagið Yeah Yeah Yeah af síðustu sólóplötu hans, The Drift, verður notað í þættinum Shameless sem hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum. "Ég hef ekki séð neinn þátt en af kynningarefninu að dæma virðist þetta vera mjög sniðug og skemmtileg þáttaröð." Þættirnir eru framleiddir fyrir Showtime af höfundinum Paul Abbott og meðal leikara eru William H. Macy, Emmy Rossum og Cameron Monaghan. Shameless er endurgerð samnefndra breskra þátta sem hafa verið sýndir við miklar vinsældir undanfarin ár. Þar eru þáttaraðirnar orðnar tíu en í Bandaríkjunum er sú þriðja að hefjast eftir áramót. Daníel Ágúst kynntist tónlistarstjóra Shameless þegar hann var að vinna að fyrstu sólóplötu sinni, Swallowed a Star, í Los Angeles. "Hann var hrifinn af henni og bað mig um að vera í sambandi við sig." Þegar Valgeir Magnússon hjá Hands Up Music, sem gefur plötuna út, var staddur í Los Angeles nokkru síðar hitti hann tónlistarstjórann og gaukaði að honum laginu við góðar undirtektir. "Við Barði [Jóhannsson] frændi erum mjög glaðir. Við sömdum þetta saman. Við höfum hist endrum og sinnum síðustu ár og gert nokkur lög. Þetta er eitt af þeim." Daníel hefur áður átt lag í erlendum sjónvarpsþætti því Sparks Fly af Swallowed a Star var selt í heimildarþáttaröð hjá HBO á sínum tíma.-fb
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira