Ráðhúsið óhentugt til að telja atkvæði 23. október 2012 07:45 Atkvæði greidd Formaður landskjörstjórnar segir þjóðaratkvæðagreiðsluna hafa gengið þokkalega fyrir utan tafir á talningu í Reykjavíkurkjördæmi norður. fréttablaðið/pjetur „Ég mundi segja að þessar kosningar hafi gengið mjög vel fyrir sig," segir Katrín Theodórsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Talning gekk hægt í kjördæminu og var ekki lokið fyrr en undir miðnætti á sunnudag. Í öðrum kjördæmum lauk talningu aðfaranótt sunnudagsins. Katrín segir ástæðuna fyrir töfunum liggja í húsnæðinu. Talið er í sal borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar eru öll húsgögn boltuð niður og ekki hægt að raða þeim upp á nýtt. Þá sé salurinn lítill og mikil þrengsli í honum. „Þetta gerði það að verkum að við gátum aðeins látið eina spurningu fara í gegn í einu og klárað hana alveg í staðinn fyrir að geta verið með flæði þannig að um leið og fyrsta væri búin væri hægt að setja næstu í gang í hluta salarins eins og gert var í öðrum kjördæmum. Þetta gátum við ekki vegna þessara þrengsla, því annars hefði allt getað farið í rugl. Þetta gerði það að verkum að þegar búið var að flokka og á meðan verið var að telja, þá sat fólkið aðgerðarlaust í smátíma." Fyrir kosningarnar var rætt um að nota tölvur í talningunni vegna þrengslanna. Katrín segir að prófanir hafi sýnt að sú leið var ekki nógu áreiðanleg. „Við vissum það þegar þessi leið var valin að þetta mundi taka lengri tíma. Þess vegna ákváðum við að í staðinn fyrir að halda fólki kannski fram til hádegis næsta dag að taka hlé um þrjúleytið og fólk fór heim og við mættum aftur til leiks úthvíld um eitt leytið." Katrín segir borgarstjórnarsalinn óhentugan, sérstaklega í kosningum eins og þessum þar sem sex spurningar voru á kjörseðlinum. „Næst munum við hugleiða allverulega hvort Ráðhúsið sé rétti vettvangurinn. Þetta er eitthvað sem við skoðum, en það er hefð fyrir því að nota Ráðhúsið." Freyr Ófeigsson, formaður landskjörstjórnar, segir talningu í höndum einstakra kjörstjórna og þær taki sér þann tíma sem þær þurfi. Talningin í Reykjavík norður komi ekki á sitt borð nema kært verði. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
„Ég mundi segja að þessar kosningar hafi gengið mjög vel fyrir sig," segir Katrín Theodórsdóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Talning gekk hægt í kjördæminu og var ekki lokið fyrr en undir miðnætti á sunnudag. Í öðrum kjördæmum lauk talningu aðfaranótt sunnudagsins. Katrín segir ástæðuna fyrir töfunum liggja í húsnæðinu. Talið er í sal borgarstjórnar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar eru öll húsgögn boltuð niður og ekki hægt að raða þeim upp á nýtt. Þá sé salurinn lítill og mikil þrengsli í honum. „Þetta gerði það að verkum að við gátum aðeins látið eina spurningu fara í gegn í einu og klárað hana alveg í staðinn fyrir að geta verið með flæði þannig að um leið og fyrsta væri búin væri hægt að setja næstu í gang í hluta salarins eins og gert var í öðrum kjördæmum. Þetta gátum við ekki vegna þessara þrengsla, því annars hefði allt getað farið í rugl. Þetta gerði það að verkum að þegar búið var að flokka og á meðan verið var að telja, þá sat fólkið aðgerðarlaust í smátíma." Fyrir kosningarnar var rætt um að nota tölvur í talningunni vegna þrengslanna. Katrín segir að prófanir hafi sýnt að sú leið var ekki nógu áreiðanleg. „Við vissum það þegar þessi leið var valin að þetta mundi taka lengri tíma. Þess vegna ákváðum við að í staðinn fyrir að halda fólki kannski fram til hádegis næsta dag að taka hlé um þrjúleytið og fólk fór heim og við mættum aftur til leiks úthvíld um eitt leytið." Katrín segir borgarstjórnarsalinn óhentugan, sérstaklega í kosningum eins og þessum þar sem sex spurningar voru á kjörseðlinum. „Næst munum við hugleiða allverulega hvort Ráðhúsið sé rétti vettvangurinn. Þetta er eitthvað sem við skoðum, en það er hefð fyrir því að nota Ráðhúsið." Freyr Ófeigsson, formaður landskjörstjórnar, segir talningu í höndum einstakra kjörstjórna og þær taki sér þann tíma sem þær þurfi. Talningin í Reykjavík norður komi ekki á sitt borð nema kært verði. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira