Óvissuferð heldur áfram Skúli Magnússon skrifar 25. október 2012 06:00 Sú niðurstaða í nýgenginni þjóðaratkvæðagreiðslu að 2/3 þeirra, sem nýttu atkvæðisrétt sinn, styðji tillögur Stjórnlagaráðs getur vart komið á óvart. Þótt deilt hafi verið um hvernig standa eigi að breytingum á stjórnarskrá, svo og hversu róttækar þessar breytingar eigi að vera, liggur fyrir að í samfélaginu er breið samstaða um breytingar, t.d. að því er snertir auðlindamál, þjóðaratkvæðagreiðslur og meðferð stjórnarskrárbreytinga. Því hefur verið haldið fram, m.a. af mér á síðum þessa blaðs, að í stað hinnar róttæku nálgunar Stjórnlagaráðs eigi að láta gildandi stjórnarskrá njóta vafans og gera á henni yfirvegaðar og hófsamar breytingar um ákveðin atriði (sjá t.d. slíka tillögu á stjornskipun.is). Með atkvæðagreiðslunni var auðvitað með engum hætti leitast við að gera upp á milli þessara leiða. Þess í stað mátti skilja kjarnaspurningu atkvæðagreiðslunnar á þá leið að „nei" þýddi í raun stuðning við óbreytta stjórnskipun án vilja til nokkurra breytinga. Þess í stað var unnt að segja „já" og jafnframt velja breytingarkosti ef kjósandinn var ekki fyllilega sannfærður um jáyrði sitt við fyrstu spurningu. Hver og einn verður að meta hversu lýðræðisleg atkvæðagreiðsla sem þessi er. Það er hins vegar ljóst að töluvert hlaut að þurfa koma til svo að fólk hafnaði alfarið tillögum Stjórnlagaráðs, væri það á annað borð fylgjandi breytingum á gildandi stjórnarskrá. Í þessu ljósi er það umhugsunarefni að 1/3 hluti kjósenda skuli þrátt fyrir allt hafa sagt „nei" og þannig lýst því yfir að óskynsamlegt sé að halda áfram endurskoðun stjórnarskrárinnar á forsendum núverandi ferlis. Hér verður ekki lagður dómur á það hvort stuðningur 2/3 hluta þeirra sem mættu á kjörstað feli í sér afdráttarlausan stuðning þjóðarinnar og fullnægjandi lýðræðislegt umboð til að kollvarpa núgildandi stjórnskipun. Það er hins vegar vonandi að áhyggjur þeirra sem gagnrýnt hafa frumvarp Stjórnlagaráðs reynist áhyggjulausar og hin stjórnskipulega óvissuferð, sem hófst árið 2010 og nú heldur fyrirsjáanlega áfram, jafnvel með lögfestingu nýrrar stjórnarskrár árið 2013, eigi sér þrátt fyrir allt farsælar lyktir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Sú niðurstaða í nýgenginni þjóðaratkvæðagreiðslu að 2/3 þeirra, sem nýttu atkvæðisrétt sinn, styðji tillögur Stjórnlagaráðs getur vart komið á óvart. Þótt deilt hafi verið um hvernig standa eigi að breytingum á stjórnarskrá, svo og hversu róttækar þessar breytingar eigi að vera, liggur fyrir að í samfélaginu er breið samstaða um breytingar, t.d. að því er snertir auðlindamál, þjóðaratkvæðagreiðslur og meðferð stjórnarskrárbreytinga. Því hefur verið haldið fram, m.a. af mér á síðum þessa blaðs, að í stað hinnar róttæku nálgunar Stjórnlagaráðs eigi að láta gildandi stjórnarskrá njóta vafans og gera á henni yfirvegaðar og hófsamar breytingar um ákveðin atriði (sjá t.d. slíka tillögu á stjornskipun.is). Með atkvæðagreiðslunni var auðvitað með engum hætti leitast við að gera upp á milli þessara leiða. Þess í stað mátti skilja kjarnaspurningu atkvæðagreiðslunnar á þá leið að „nei" þýddi í raun stuðning við óbreytta stjórnskipun án vilja til nokkurra breytinga. Þess í stað var unnt að segja „já" og jafnframt velja breytingarkosti ef kjósandinn var ekki fyllilega sannfærður um jáyrði sitt við fyrstu spurningu. Hver og einn verður að meta hversu lýðræðisleg atkvæðagreiðsla sem þessi er. Það er hins vegar ljóst að töluvert hlaut að þurfa koma til svo að fólk hafnaði alfarið tillögum Stjórnlagaráðs, væri það á annað borð fylgjandi breytingum á gildandi stjórnarskrá. Í þessu ljósi er það umhugsunarefni að 1/3 hluti kjósenda skuli þrátt fyrir allt hafa sagt „nei" og þannig lýst því yfir að óskynsamlegt sé að halda áfram endurskoðun stjórnarskrárinnar á forsendum núverandi ferlis. Hér verður ekki lagður dómur á það hvort stuðningur 2/3 hluta þeirra sem mættu á kjörstað feli í sér afdráttarlausan stuðning þjóðarinnar og fullnægjandi lýðræðislegt umboð til að kollvarpa núgildandi stjórnskipun. Það er hins vegar vonandi að áhyggjur þeirra sem gagnrýnt hafa frumvarp Stjórnlagaráðs reynist áhyggjulausar og hin stjórnskipulega óvissuferð, sem hófst árið 2010 og nú heldur fyrirsjáanlega áfram, jafnvel með lögfestingu nýrrar stjórnarskrár árið 2013, eigi sér þrátt fyrir allt farsælar lyktir.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar