Sýrlandsher heitir að virða vopnahlé 26. október 2012 00:30 Börn í Aleppo Ekkert virðist ætla að verða úr fjögurra daga vopnahléi. nordicphotos/AFP nordicphotos/afp Lakhdar Brahimi, sérlegur friðarerindreki Sameinuðu þjóðanna og arababandalagsins í Sýrlandi, hefur undanfarna daga reynt að fá bæði stjórnarherinn og helstu hópa uppreisnarmanna til að fallast á fjögurra daga vopnahlé, sem hæfist í dag og stæði fram á mánudag. Þessa fjóra daga halda múslímar fórnarhátíð, eina helgustu hátíð ársins. Sú hátíð er haldin til að minnast þess þegar guð krafðist þess að Abraham fórnaði syni sínum, en lét hann síðan sleppa með skrekkinn eins og lesa má um bæði í Biblíunni og Kóraninum. Alls óvíst er þó hvort nokkuð verði úr þessu vopnahléi. Sýrlandsstjórn hefur verið treg til að fallast á vopnahléið og viljað áskilja sér rétt til að svara ef uppreisnarmenn gera árásir. Uppreisnarliðið er sundurleitur hópur sem skiptist í ótal anga, sem eru ósammála innbyrðis og hafa bæði ólík markmið og beita ólíkum aðferðum. Enda hafði Brahimi ekki fyrr tilkynnt um vopnahlé en herská samtök, tengd Al Kaída, sögðust ekki ætla að virða það. Í gær bárust svo fréttir af því að uppreisnarmenn í borginni Aleppo, fjölmennustu borg landsins, hefðu sótt hart gegn stjórnarhernum og náð nýjum hverfum á sitt vald. Ekki er vitað hvort stjórnarherinn sjái sér fært að láta þessum árangri uppreisnarliðsins ósvarað. Ekki er heldur vitað hvort uppreisnarherinn hefur nægan styrk til að halda þeim hverfum sem hann náði á vald sitt í gær. „Þetta kom okkur á óvart," sagði Abu Raed, einn uppreisnarmanna, í Skype-viðtali við fréttastofuna AP. „Þetta gekk hratt fyrir sig og fór í óvænta átt." Jan Eliasson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að engin trygging sé fyrir því að vopnahléið haldi, en hvatti engu að síður bæði stjórnarherinn og uppreisnarmenn til að standa sig. „Við fylgjumst grannt með harmleiknum í Sýrlandi, og bindum vonir okkar nú við vopnahléið sem vonandi verður að veruleika," sagði hann við blaðamenn í Genf í gær. Brahimi tók fyrr á árinu við hlutverki friðarerindreka og hefur frá upphafi varað við of mikilli bjartsýni, enda náði forveri hans, Kofi Annan, engum árangri. - gb Fréttir Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Lakhdar Brahimi, sérlegur friðarerindreki Sameinuðu þjóðanna og arababandalagsins í Sýrlandi, hefur undanfarna daga reynt að fá bæði stjórnarherinn og helstu hópa uppreisnarmanna til að fallast á fjögurra daga vopnahlé, sem hæfist í dag og stæði fram á mánudag. Þessa fjóra daga halda múslímar fórnarhátíð, eina helgustu hátíð ársins. Sú hátíð er haldin til að minnast þess þegar guð krafðist þess að Abraham fórnaði syni sínum, en lét hann síðan sleppa með skrekkinn eins og lesa má um bæði í Biblíunni og Kóraninum. Alls óvíst er þó hvort nokkuð verði úr þessu vopnahléi. Sýrlandsstjórn hefur verið treg til að fallast á vopnahléið og viljað áskilja sér rétt til að svara ef uppreisnarmenn gera árásir. Uppreisnarliðið er sundurleitur hópur sem skiptist í ótal anga, sem eru ósammála innbyrðis og hafa bæði ólík markmið og beita ólíkum aðferðum. Enda hafði Brahimi ekki fyrr tilkynnt um vopnahlé en herská samtök, tengd Al Kaída, sögðust ekki ætla að virða það. Í gær bárust svo fréttir af því að uppreisnarmenn í borginni Aleppo, fjölmennustu borg landsins, hefðu sótt hart gegn stjórnarhernum og náð nýjum hverfum á sitt vald. Ekki er vitað hvort stjórnarherinn sjái sér fært að láta þessum árangri uppreisnarliðsins ósvarað. Ekki er heldur vitað hvort uppreisnarherinn hefur nægan styrk til að halda þeim hverfum sem hann náði á vald sitt í gær. „Þetta kom okkur á óvart," sagði Abu Raed, einn uppreisnarmanna, í Skype-viðtali við fréttastofuna AP. „Þetta gekk hratt fyrir sig og fór í óvænta átt." Jan Eliasson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að engin trygging sé fyrir því að vopnahléið haldi, en hvatti engu að síður bæði stjórnarherinn og uppreisnarmenn til að standa sig. „Við fylgjumst grannt með harmleiknum í Sýrlandi, og bindum vonir okkar nú við vopnahléið sem vonandi verður að veruleika," sagði hann við blaðamenn í Genf í gær. Brahimi tók fyrr á árinu við hlutverki friðarerindreka og hefur frá upphafi varað við of mikilli bjartsýni, enda náði forveri hans, Kofi Annan, engum árangri. - gb
Fréttir Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira