Indísveitin Alt-J vann Mercury-verðlaunin 3. nóvember 2012 08:00 Alt-J hlaut hin eftirsóttu Mercury-verðlaun fyrir plötuna An Awesome Wave.nordicphotos/getty Enska indísveitin Alt-J hlaut hin eftirsóttu Mercury-verðlaun fyrir sína fyrstu plötu, An Awesome Wave. Veðbankar höfðu talið sveitina líklega til árangurs og það gekk eftir. Verðlaunaféð hljóðar upp á um fjórar milljónir króna. Aðrir sem tilnefndir voru til verðlaunanna voru Plan B, The Maccabies, Richard Hawley, Jessie Ware, Field Music og Django Django, en síðastnefnda sveitin kemur einmitt fram á Iceland Airwaves-hátíðinni í kvöld. Meðlimir Alt-J þökkuðu foreldrum sínum fyrir að hjálpa þeim að vinna til verðlaunanna. „Við viljum þakka öllum í Alt-J-teyminu sem hafa hjálpað okkur og foreldrum okkar líka. Takk fyrir að láta okkur hafa eitthvað að gera.“ Hljómsveitin var stofnuð í háskóla í Leeds árið 2007 en er núna með bækistöðvar í háskólaborginni Cambridge í Austur-Englandi. Enska tónlistarkonan P.J. Harvey varð í fyrra fyrsti flytjandinn til að vinna Mercury-verðlaunin tvívegis. Meðal annarra þekktra nafna sem hafa hlotið verðlaunin eru Primal Scream, Suede, Portishead, Pulp, Franz Ferdinand, Arctic Monkeys og The xx. Tónlist Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Enska indísveitin Alt-J hlaut hin eftirsóttu Mercury-verðlaun fyrir sína fyrstu plötu, An Awesome Wave. Veðbankar höfðu talið sveitina líklega til árangurs og það gekk eftir. Verðlaunaféð hljóðar upp á um fjórar milljónir króna. Aðrir sem tilnefndir voru til verðlaunanna voru Plan B, The Maccabies, Richard Hawley, Jessie Ware, Field Music og Django Django, en síðastnefnda sveitin kemur einmitt fram á Iceland Airwaves-hátíðinni í kvöld. Meðlimir Alt-J þökkuðu foreldrum sínum fyrir að hjálpa þeim að vinna til verðlaunanna. „Við viljum þakka öllum í Alt-J-teyminu sem hafa hjálpað okkur og foreldrum okkar líka. Takk fyrir að láta okkur hafa eitthvað að gera.“ Hljómsveitin var stofnuð í háskóla í Leeds árið 2007 en er núna með bækistöðvar í háskólaborginni Cambridge í Austur-Englandi. Enska tónlistarkonan P.J. Harvey varð í fyrra fyrsti flytjandinn til að vinna Mercury-verðlaunin tvívegis. Meðal annarra þekktra nafna sem hafa hlotið verðlaunin eru Primal Scream, Suede, Portishead, Pulp, Franz Ferdinand, Arctic Monkeys og The xx.
Tónlist Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira