Patrekur fær líklega langtímasamning Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2012 06:00 Patreki gengur vel í Austurríki og verður líklega áfram með landsliðið þar í landi.fréttablaðið/vilhelm Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, fer ágætlega af stað með austurríska liðið í undankeppni EM 2014. Austurríki valtaði yfir Bosníu, 35-24, í fyrsta leiknum og tapaði svo fyrir Rússum á útivelli, 38-31. Þetta er mjög erfiður riðill enda er Serbía fjórða liðið í riðlinum. „Það var mjög langt og erfitt ferðalag til Rússlands. Samt var gaman þegar við komum þangað því fyrsti maður sem ég hitti var Alexander Tutschkin, en við lékum saman hjá Essen í gamla daga," sagði Patrekur, en Tutschkin er framkvæmdastjóri liðsins í bænum þar sem leikurinn fór fram og sá um að skipuleggja leikinn. „Bosníuleikurinn var frábær hjá okkur og fyrri hálfleikurinn þar er einn sá besti sem ég hef komið nálægt. Í stöðunni 3-3 skorum við tíu mörk í röð og göngum frá leiknum. Þetta er það sem maður óskar sér í hverjum leik en upplifir sjaldan. Það gekk allt upp," sagði Patrekur kátur. „Gegn Rússunum var jafnt fyrstu tíu en síðan tóku þeir yfir og keyrðu yfir okkur. Þeir voru bara sterkari." Patrekur er með mjög ungt lið í höndunum og hans hlutverk er að byggja upp nýtt lið hjá Austurríki. „Við erum með nýjan línumann. Hægri skyttan er tvítug, vinstri hornamaðurinn 19 ára en ákaflega efnilegur. Ég er því sáttur við þessa byrjun hjá okkur," sagði Patrekur en hann veit sem er að róðurinn verður erfiður í undankeppninni. Forkólfar austurríska handknattleikssambandsins gera sér grein fyrir því að riðillinn er erfiður og að liðið standi á ákveðnum tímamótum. „Ég er að breyta liðinu. Það eru nokkrir hættir síðan ég byrjaði. Ég reyni samt að halda í þessa eldri eins og Victor Szilagyi og Marinovic markvörð eins lengi og ég get. Það er gott að hafa þá með ungu mönnunum. Ég heyri ekki annað en að þeir séu ánægðir með mig og vilji gera langtímasamning. Ég er samt ekkert að flýta mér og er ánægður hjá þeim og sé að það er efniviður til staðar að búa til gott lið." Patrekur segir að helsti höfuðverkurinn í austurríski boltanum væri aftur á móti sá að allt of fáir ungir leikmenn fengju tækifæri með félagsliðunum. Í stað þess að treysta á unga menn, eins og gert er á Íslandi til að mynda, sækja Austurríkismenn eldri leikmenn til nágrannalandanna. „Ég hef verið að ræða þetta vandamál við þá en geri mér grein fyrir því að það er ekkert auðvelt verk að ætla að breyta menningunni sem er þar til staðar. Ég verð því að vinna með þá menn sem eru þó að koma upp í deildinni en það er svona 5-6 lofandi leikmenn þar núna." Olís-deild karla Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Sjá meira
Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, fer ágætlega af stað með austurríska liðið í undankeppni EM 2014. Austurríki valtaði yfir Bosníu, 35-24, í fyrsta leiknum og tapaði svo fyrir Rússum á útivelli, 38-31. Þetta er mjög erfiður riðill enda er Serbía fjórða liðið í riðlinum. „Það var mjög langt og erfitt ferðalag til Rússlands. Samt var gaman þegar við komum þangað því fyrsti maður sem ég hitti var Alexander Tutschkin, en við lékum saman hjá Essen í gamla daga," sagði Patrekur, en Tutschkin er framkvæmdastjóri liðsins í bænum þar sem leikurinn fór fram og sá um að skipuleggja leikinn. „Bosníuleikurinn var frábær hjá okkur og fyrri hálfleikurinn þar er einn sá besti sem ég hef komið nálægt. Í stöðunni 3-3 skorum við tíu mörk í röð og göngum frá leiknum. Þetta er það sem maður óskar sér í hverjum leik en upplifir sjaldan. Það gekk allt upp," sagði Patrekur kátur. „Gegn Rússunum var jafnt fyrstu tíu en síðan tóku þeir yfir og keyrðu yfir okkur. Þeir voru bara sterkari." Patrekur er með mjög ungt lið í höndunum og hans hlutverk er að byggja upp nýtt lið hjá Austurríki. „Við erum með nýjan línumann. Hægri skyttan er tvítug, vinstri hornamaðurinn 19 ára en ákaflega efnilegur. Ég er því sáttur við þessa byrjun hjá okkur," sagði Patrekur en hann veit sem er að róðurinn verður erfiður í undankeppninni. Forkólfar austurríska handknattleikssambandsins gera sér grein fyrir því að riðillinn er erfiður og að liðið standi á ákveðnum tímamótum. „Ég er að breyta liðinu. Það eru nokkrir hættir síðan ég byrjaði. Ég reyni samt að halda í þessa eldri eins og Victor Szilagyi og Marinovic markvörð eins lengi og ég get. Það er gott að hafa þá með ungu mönnunum. Ég heyri ekki annað en að þeir séu ánægðir með mig og vilji gera langtímasamning. Ég er samt ekkert að flýta mér og er ánægður hjá þeim og sé að það er efniviður til staðar að búa til gott lið." Patrekur segir að helsti höfuðverkurinn í austurríski boltanum væri aftur á móti sá að allt of fáir ungir leikmenn fengju tækifæri með félagsliðunum. Í stað þess að treysta á unga menn, eins og gert er á Íslandi til að mynda, sækja Austurríkismenn eldri leikmenn til nágrannalandanna. „Ég hef verið að ræða þetta vandamál við þá en geri mér grein fyrir því að það er ekkert auðvelt verk að ætla að breyta menningunni sem er þar til staðar. Ég verð því að vinna með þá menn sem eru þó að koma upp í deildinni en það er svona 5-6 lofandi leikmenn þar núna."
Olís-deild karla Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita