Um þjónustu við börn Sóley Tómasdóttir skrifar 15. nóvember 2012 06:00 Mér er bæði ljúft og skylt að svara opnu bréfi Sigrúnar Eddu Lövdal sem birtist í Fréttablaðinu í gær um fyrirhugaðar viðræður borgarinnar við ríkið um þjónustu við ung börn. Í dag er opinber þjónusta tryggð fyrir öll börn, frá fæðingu til 18 ára aldurs, fyrir utan 15 mánaða tímabil á fyrstu tveimur æviárunum. Dagforeldrar gegna mikilvægu hlutverki fyrir börn og foreldra á þessum aldri, vinna afar gott starf og brúa bilið með ágætum. Þjónustan er þó ekki á forræði hins opinbera. Sveitarfélögin greiða niður þjónustuna, þau setja henni ákveðinn ramma og hafa með henni eftirlit, en þau veita ekki þjónustuna. Það er rétt hjá Sigrúnu Eddu, að tillaga mín laut í raun ekki að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, það er réttilega brúað með þjónustu dagforeldra og einkarekinna ungbarnaleikskóla. Tillagan laut að því að brúa bilið í opinberri þjónustu, því það er sannarlega til staðar. Það er staðföst skoðun mín að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, eigi að bjóða upp á þjónustu fyrir öll börn, frá fæðingu þar til sjálfræði er náð. Ástæðan er þessi: Opinber þjónusta er hluti af samfélagslega ábyrgu velferðarsamfélagi. Hún er sá hluti þjónustunnar sem við viljum reka sameiginlega, við kjósum okkur fulltrúa til að móta stefnu og sinna eftirliti og við greiðum fyrir hana að stærstum hluta með framlagi í sameiginlegan sveitarsjóð. Til viðbótar við þessa opinberu þjónustu eru svo ýmsir valkostir sem margir kjósa að nýta sér af ýmsum ástæðum og því vil ég árétta að ég er ekki að leggja til að þjónusta dagforeldra leggist af. Hún er sjálfsagður og eðlilegur valkostur sem má endilega vera áfram til staðar fyrir þá foreldra sem það kjósa. Ég bind vonir við að viðræðurnar skili þeim árangri sem fyrst að sameiginlega axli ríki og sveitarfélög þá ábyrgð að tryggja opinbera þjónustu fyrir öll börn, svo foreldrar hafi raunverulegt val. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Mér er bæði ljúft og skylt að svara opnu bréfi Sigrúnar Eddu Lövdal sem birtist í Fréttablaðinu í gær um fyrirhugaðar viðræður borgarinnar við ríkið um þjónustu við ung börn. Í dag er opinber þjónusta tryggð fyrir öll börn, frá fæðingu til 18 ára aldurs, fyrir utan 15 mánaða tímabil á fyrstu tveimur æviárunum. Dagforeldrar gegna mikilvægu hlutverki fyrir börn og foreldra á þessum aldri, vinna afar gott starf og brúa bilið með ágætum. Þjónustan er þó ekki á forræði hins opinbera. Sveitarfélögin greiða niður þjónustuna, þau setja henni ákveðinn ramma og hafa með henni eftirlit, en þau veita ekki þjónustuna. Það er rétt hjá Sigrúnu Eddu, að tillaga mín laut í raun ekki að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla, það er réttilega brúað með þjónustu dagforeldra og einkarekinna ungbarnaleikskóla. Tillagan laut að því að brúa bilið í opinberri þjónustu, því það er sannarlega til staðar. Það er staðföst skoðun mín að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, eigi að bjóða upp á þjónustu fyrir öll börn, frá fæðingu þar til sjálfræði er náð. Ástæðan er þessi: Opinber þjónusta er hluti af samfélagslega ábyrgu velferðarsamfélagi. Hún er sá hluti þjónustunnar sem við viljum reka sameiginlega, við kjósum okkur fulltrúa til að móta stefnu og sinna eftirliti og við greiðum fyrir hana að stærstum hluta með framlagi í sameiginlegan sveitarsjóð. Til viðbótar við þessa opinberu þjónustu eru svo ýmsir valkostir sem margir kjósa að nýta sér af ýmsum ástæðum og því vil ég árétta að ég er ekki að leggja til að þjónusta dagforeldra leggist af. Hún er sjálfsagður og eðlilegur valkostur sem má endilega vera áfram til staðar fyrir þá foreldra sem það kjósa. Ég bind vonir við að viðræðurnar skili þeim árangri sem fyrst að sameiginlega axli ríki og sveitarfélög þá ábyrgð að tryggja opinbera þjónustu fyrir öll börn, svo foreldrar hafi raunverulegt val.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun