Afskipti af tóbakssölu barna þyrnir í augum gar@frettabladid.is skrifar 20. nóvember 2012 06:00 verslun Heilbrigðiseftirlitið og verslunarmenn eru ekki samstíga í túlkun á lögum um aðkomu yngri en átján ára að sölu tóbaks.Fréttablaðið/Stefán Samtök verslunar og þjónustu saka Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogsvæðis um íþyngjandi og ólögmæt afskipti af afgreiðslustörfum þeirra sem eru yngri en átján ára í verslunum þar sem tóbak er selt. Í bréfi til heilbrigðiseftirlitsins útskýrir lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ, að einstaka verslanir hafi komið á því verklagi að í þeim tilvikum þar sem fólk yngri en átján ára sé við afgreiðslu sé tryggt að samtímis sé þar fullorðinn starfsmaður. „Grundvallast umrætt fyrirkomulag á því að þegar verslað er með tóbak, eða óskað eftir að kaupa tóbak, þá er ávallt kallaður til starfsmaður eldri en átján ára sem sér þá um að meðhöndla og afgreiða tóbak og að sama skapi tryggir sá fullorðni aðili að gengið sé úr skugga um að viðkomandi viðskiptavinur sé eldri en átján ára," segir í bréfi SVÞ. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis tók bréf SVÞ fyrir á síðasta fundi sínum. Þar var bókað að ásökun SVÞ um að heilbrigðisnefnd stundi lögbrot við störf sín væri grafalvarleg. „Í allra stystu máli snýst þetta um hvar ábyrgðin á tóbakssölu í verslun á að liggja og hvort varpa megi henni á barn, í tilvikum þegar unglingar eru í vinnu á afgreiðslukössum ákveðinna verslana. Aðstæður verða til þess að þeim er ætlað að koma inn í söluferli tóbaks, sem er óheimilt samkvæmt lögum. Auðvelt er fyrir verslanir að leysa þessi mál og eru þau leyst víða," segir í bókun nefndarinnar. Meintur misbrestur á að fylgt sé ákvæðum laga um tóbaksvarnir þar sem unglingar vinna kom til kasta heilbrigðisráðuneytisins haustið 2008. Í umsögn sagði ráðuneytið óheimilt að aðrir en þeir sem orðnir séu átján ára kæmu að sölu tóbaks. „Engu breytir þar um þó svo eldri starfsmaður sé til staðar og aðeins kallaður að afgreiðsluborði í slíkum tilvikum. Það er skoðun ráðuneytisins að með aðgangi unglingsins að sölunni sé búið að afhenda honum vöruna til að hann geti selt hana. Aðrar óljósar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að salan fari fram skipta ekki máli í því sambandi," sagði í umsögninni sem lögð var fram á fyrrnefndum fundi hjá heilbrigðisnefndinni sem kvað ljóst að lítill vilji væri til þess hjá sumum verslunum að leysa málið í samræmi við lög og reglur. „Heilbrigðisnefnd mun því senda erindi Samtaka verslunar og þjónustu til velferðarráðuneytisins þar sem ljóst er að kveða þarf fastar að, eigi vilji löggjafans um vernd barna og unglinga að ná fram að ganga." Fréttir Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Samtök verslunar og þjónustu saka Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogsvæðis um íþyngjandi og ólögmæt afskipti af afgreiðslustörfum þeirra sem eru yngri en átján ára í verslunum þar sem tóbak er selt. Í bréfi til heilbrigðiseftirlitsins útskýrir lögmaður Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ, að einstaka verslanir hafi komið á því verklagi að í þeim tilvikum þar sem fólk yngri en átján ára sé við afgreiðslu sé tryggt að samtímis sé þar fullorðinn starfsmaður. „Grundvallast umrætt fyrirkomulag á því að þegar verslað er með tóbak, eða óskað eftir að kaupa tóbak, þá er ávallt kallaður til starfsmaður eldri en átján ára sem sér þá um að meðhöndla og afgreiða tóbak og að sama skapi tryggir sá fullorðni aðili að gengið sé úr skugga um að viðkomandi viðskiptavinur sé eldri en átján ára," segir í bréfi SVÞ. Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis tók bréf SVÞ fyrir á síðasta fundi sínum. Þar var bókað að ásökun SVÞ um að heilbrigðisnefnd stundi lögbrot við störf sín væri grafalvarleg. „Í allra stystu máli snýst þetta um hvar ábyrgðin á tóbakssölu í verslun á að liggja og hvort varpa megi henni á barn, í tilvikum þegar unglingar eru í vinnu á afgreiðslukössum ákveðinna verslana. Aðstæður verða til þess að þeim er ætlað að koma inn í söluferli tóbaks, sem er óheimilt samkvæmt lögum. Auðvelt er fyrir verslanir að leysa þessi mál og eru þau leyst víða," segir í bókun nefndarinnar. Meintur misbrestur á að fylgt sé ákvæðum laga um tóbaksvarnir þar sem unglingar vinna kom til kasta heilbrigðisráðuneytisins haustið 2008. Í umsögn sagði ráðuneytið óheimilt að aðrir en þeir sem orðnir séu átján ára kæmu að sölu tóbaks. „Engu breytir þar um þó svo eldri starfsmaður sé til staðar og aðeins kallaður að afgreiðsluborði í slíkum tilvikum. Það er skoðun ráðuneytisins að með aðgangi unglingsins að sölunni sé búið að afhenda honum vöruna til að hann geti selt hana. Aðrar óljósar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að salan fari fram skipta ekki máli í því sambandi," sagði í umsögninni sem lögð var fram á fyrrnefndum fundi hjá heilbrigðisnefndinni sem kvað ljóst að lítill vilji væri til þess hjá sumum verslunum að leysa málið í samræmi við lög og reglur. „Heilbrigðisnefnd mun því senda erindi Samtaka verslunar og þjónustu til velferðarráðuneytisins þar sem ljóst er að kveða þarf fastar að, eigi vilji löggjafans um vernd barna og unglinga að ná fram að ganga."
Fréttir Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira