Opið bréf til Sóleyjar Sigrún Edda Lövdal skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Komdu sæl, Sóley. Okkur langar að byrja á að þakka þér fyrir skjót viðbrögð við opnu bréfi okkar og jafnframt að benda þér góðfúslega á að persónugera ekki bréfið sem kemur frá stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík. Í bréfi okkar kölluðum við ekki eftir skoðunum þínum heldur báðum þig að færa rök fyrir þeim mikla viðsnúningi sem þú vilt meina að verði í þjóðfélaginu með þessum orðum þínum: "Náist að brúa þetta bil mun það hafa jákvæð áhrif á menntun barna, líðan og atvinnuþátttöku foreldra, atvinnulífið og samfélagið í heild sinni. Það mun fjölga störfum bæði karla og kvenna, stuðla að jafnari tækifærum og þar með auknu jafnrétti kynjanna." Í þessu sama bréfi kröfðumst við þess að þú svaraðir þessum spurningum okkar: Ef þér er svona umhugað um foreldra þessara ungu barna, af hverju hefur þú aldrei barist fyrir hækkunum á niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra hjá dagforeldrum? Af hverju þú hefur horft upp á það þegjandi og hljóðalaust að foreldrum í Reykjavík sé mismunað svo um munar þegar kemur að niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra í borginni miðað við niðurgreiðslur til ungbarnaleikskóla? Það er okkar mat að foreldrar hafi ekki raunverulegt val þegar kemur að daggæslu fyrir þetta ung börn sín, þar sem borgin hefur dregið lappirnar með hækkun á niðurgreiðslu til foreldra sem velja að hafa barn sitt hjá dagforeldrum þar sem töluverður munur er á gjaldskrá dagforeldra og leikskóla. Það kom fram í skoðanakönnun sem borgin lét gera á meðal foreldra í vor að rúmlega 50% foreldra vilja ekki að þetta ung börn sín fari inn á leikskóla. Leikur okkur forvitni á að vita hvort ekki sé tekið tillit til vilja foreldra heldur eingöngu þess hver þín skoðun sé og fleiri borgarfulltrúa á hvar börnin eigi að dvelja í daggæslu yfir daginn, hvernig sem foreldrum líkar það? Frekar að laga tannlæknaþjónustu Það má gera ráð fyrir því að ef lengja á fæðingarorlof, þá hafi það umtalsverðan kostnað fyrir ríkisjóð í för með sér, sem í dag hefur ekki burði til þess að hafa þá sjálfsögðu þjónustu, sem tannlækningar barna eru, gjaldfrjálsa. Eins og margoft hefur komið fram í fjölmiðlum hefur tannheilsu barna hrakað svo um munar á síðastliðnum árum. Væri ekki nærtækara að berjast fyrir því að koma þeim málum í lag svo þau börn sem búa við lélega tannheilsu geti sofið verkjalaus um nætur í stað þess að berjast fyrir því að koma kornungum börnum úr því rólega umhverfi sem dagforeldrar hafa upp á að bjóða, inn á leikskóla þar sem þau dvelja í allt að 20 barna hópi í þeim hávaða sem mælst hefur á leikskólum? Sá hávaði er vart bjóðandi fullorðnu fólki, hvað þá þetta ungum börnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Opið bréf til borgarfulltrúa Stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfð af hálfu meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkurborgar þegar kemur að dagforeldramálum. 14. nóvember 2012 06:00 Hvenær á að byrja í leikskóla? Ég vil þakka Sigrúnu Lövdal, dagforeldri í Reykjavík, fyrir opið bréf til okkar Sóleyjar Tómasdóttur. Nokkrum athugasemdum vil ég koma á framfæri vegna orða Sigrúnar sem er gott að fá tækifæri til að leiðrétta. Það er ekki rétt sem kemur fram hjá Sigrúnu að borgarsjóður eigi í handraðanum 1,2 milljarða króna til nýrra verkefna. 20. nóvember 2012 06:00 Um þjónustu við börn Mér er bæði ljúft og skylt að svara opnu bréfi Sigrúnar Eddu Lövdal sem birtist í Fréttablaðinu í gær um fyrirhugaðar viðræður borgarinnar við ríkið um þjónustu við ung börn. 15. nóvember 2012 06:00 Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Sjá meira
Komdu sæl, Sóley. Okkur langar að byrja á að þakka þér fyrir skjót viðbrögð við opnu bréfi okkar og jafnframt að benda þér góðfúslega á að persónugera ekki bréfið sem kemur frá stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík. Í bréfi okkar kölluðum við ekki eftir skoðunum þínum heldur báðum þig að færa rök fyrir þeim mikla viðsnúningi sem þú vilt meina að verði í þjóðfélaginu með þessum orðum þínum: "Náist að brúa þetta bil mun það hafa jákvæð áhrif á menntun barna, líðan og atvinnuþátttöku foreldra, atvinnulífið og samfélagið í heild sinni. Það mun fjölga störfum bæði karla og kvenna, stuðla að jafnari tækifærum og þar með auknu jafnrétti kynjanna." Í þessu sama bréfi kröfðumst við þess að þú svaraðir þessum spurningum okkar: Ef þér er svona umhugað um foreldra þessara ungu barna, af hverju hefur þú aldrei barist fyrir hækkunum á niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra hjá dagforeldrum? Af hverju þú hefur horft upp á það þegjandi og hljóðalaust að foreldrum í Reykjavík sé mismunað svo um munar þegar kemur að niðurgreiðslum á daggæslu barna þeirra í borginni miðað við niðurgreiðslur til ungbarnaleikskóla? Það er okkar mat að foreldrar hafi ekki raunverulegt val þegar kemur að daggæslu fyrir þetta ung börn sín, þar sem borgin hefur dregið lappirnar með hækkun á niðurgreiðslu til foreldra sem velja að hafa barn sitt hjá dagforeldrum þar sem töluverður munur er á gjaldskrá dagforeldra og leikskóla. Það kom fram í skoðanakönnun sem borgin lét gera á meðal foreldra í vor að rúmlega 50% foreldra vilja ekki að þetta ung börn sín fari inn á leikskóla. Leikur okkur forvitni á að vita hvort ekki sé tekið tillit til vilja foreldra heldur eingöngu þess hver þín skoðun sé og fleiri borgarfulltrúa á hvar börnin eigi að dvelja í daggæslu yfir daginn, hvernig sem foreldrum líkar það? Frekar að laga tannlæknaþjónustu Það má gera ráð fyrir því að ef lengja á fæðingarorlof, þá hafi það umtalsverðan kostnað fyrir ríkisjóð í för með sér, sem í dag hefur ekki burði til þess að hafa þá sjálfsögðu þjónustu, sem tannlækningar barna eru, gjaldfrjálsa. Eins og margoft hefur komið fram í fjölmiðlum hefur tannheilsu barna hrakað svo um munar á síðastliðnum árum. Væri ekki nærtækara að berjast fyrir því að koma þeim málum í lag svo þau börn sem búa við lélega tannheilsu geti sofið verkjalaus um nætur í stað þess að berjast fyrir því að koma kornungum börnum úr því rólega umhverfi sem dagforeldrar hafa upp á að bjóða, inn á leikskóla þar sem þau dvelja í allt að 20 barna hópi í þeim hávaða sem mælst hefur á leikskólum? Sá hávaði er vart bjóðandi fullorðnu fólki, hvað þá þetta ungum börnum.
Opið bréf til borgarfulltrúa Stjórn Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík, lýsir furðu sinni á þeim vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfð af hálfu meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkurborgar þegar kemur að dagforeldramálum. 14. nóvember 2012 06:00
Hvenær á að byrja í leikskóla? Ég vil þakka Sigrúnu Lövdal, dagforeldri í Reykjavík, fyrir opið bréf til okkar Sóleyjar Tómasdóttur. Nokkrum athugasemdum vil ég koma á framfæri vegna orða Sigrúnar sem er gott að fá tækifæri til að leiðrétta. Það er ekki rétt sem kemur fram hjá Sigrúnu að borgarsjóður eigi í handraðanum 1,2 milljarða króna til nýrra verkefna. 20. nóvember 2012 06:00
Um þjónustu við börn Mér er bæði ljúft og skylt að svara opnu bréfi Sigrúnar Eddu Lövdal sem birtist í Fréttablaðinu í gær um fyrirhugaðar viðræður borgarinnar við ríkið um þjónustu við ung börn. 15. nóvember 2012 06:00
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar