Sjáumst! 22. nóvember 2012 06:00 Í skammdeginu eru ljósin kveikt á bílunum til þess að auðvelda sýnileika þeirra í umferðinni. En hvað með aðra í umferðinni? Hvernig aukum við sýnileika vegfarenda? Þar koma endurskinsmerki til sögunnar en þau eru örugg, ódýr og auðveld leið til að sjást betur í myrkri. Þeir sem bera endurskinsmerki sjást fyrr heldur en þeir sem ekki hafa endurskin. Ökumaður sér vegfaranda með endurskinsmerki úr 120-130 m fjarlægð en ef viðkomandi er ekki með endurskin þá sjást gangandi vegfarendur ekki fyrr en úr 20-30 metra fjarlægð. Ökumaður sem ekur á 60 km hraða þarf um það bil 37 metra til að stöðva bílinn ef undirlagið er þurrt. Þess vegna er mikilvægt að vegfarendur sjáist sem allra fyrst í myrkrinu. Staðsetning endurskinsmerkja er mjög mikilvæg. Merkin þurfa að vera neðarlega og fest þannig að bílljós lýsi á þau í sem mestri fjarlægð frá öllum hliðum. Gott er að hafa þau fremst á báðum ermum, hangandi úr hliðarvösum, framan og aftan á úlpu, á skóm, neðarlega á buxnaskálmum eða á bakpokum og skólatöskum. Mikilvægt er að merkin séu heil, órispuð og hrein. Umferð annarra en gangandi vegfarenda hefur aukist á síðustu árum. Hjólreiðamenn eru á ferðinni allt árið og hið sama gildir um hlaupara og reiðmenn. Þessir einstaklingar verða líka að huga að eigin öryggi og eru endurskinsmerki góð leið til þess. Endurskinsmerki er hægt að fá úr hinum ýmsu efnum, stærðum og gerðum þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þá er ekki síður mikilvægt að ökumenn séu með endurskinsvesti í bílum sem gott er að grípa í til dæmis ef þarf að skipta um dekk þar sem lýsing er ekki mikil. Áður en farið er í göngu með hundinn eða í reiðtúr þá er gott að huga að því að setja endurskin á dýrin. Til eru endurskinsmerkjaborðar sem smellt er utan um hófa hesta og endurskinshálsólar fyrir hunda og ketti. Börnin okkar eru það mikilvægasta sem við eigum og við viljum að þau sjáist í umferðinni. Til að þau noti endurskinsmerki þurfum við fullorðna fólkið líka að nota endurskinsmerki. Hugum að öryggi okkar og barnanna, notum endurskin við allar aðstæður og sjáumst í umferðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í skammdeginu eru ljósin kveikt á bílunum til þess að auðvelda sýnileika þeirra í umferðinni. En hvað með aðra í umferðinni? Hvernig aukum við sýnileika vegfarenda? Þar koma endurskinsmerki til sögunnar en þau eru örugg, ódýr og auðveld leið til að sjást betur í myrkri. Þeir sem bera endurskinsmerki sjást fyrr heldur en þeir sem ekki hafa endurskin. Ökumaður sér vegfaranda með endurskinsmerki úr 120-130 m fjarlægð en ef viðkomandi er ekki með endurskin þá sjást gangandi vegfarendur ekki fyrr en úr 20-30 metra fjarlægð. Ökumaður sem ekur á 60 km hraða þarf um það bil 37 metra til að stöðva bílinn ef undirlagið er þurrt. Þess vegna er mikilvægt að vegfarendur sjáist sem allra fyrst í myrkrinu. Staðsetning endurskinsmerkja er mjög mikilvæg. Merkin þurfa að vera neðarlega og fest þannig að bílljós lýsi á þau í sem mestri fjarlægð frá öllum hliðum. Gott er að hafa þau fremst á báðum ermum, hangandi úr hliðarvösum, framan og aftan á úlpu, á skóm, neðarlega á buxnaskálmum eða á bakpokum og skólatöskum. Mikilvægt er að merkin séu heil, órispuð og hrein. Umferð annarra en gangandi vegfarenda hefur aukist á síðustu árum. Hjólreiðamenn eru á ferðinni allt árið og hið sama gildir um hlaupara og reiðmenn. Þessir einstaklingar verða líka að huga að eigin öryggi og eru endurskinsmerki góð leið til þess. Endurskinsmerki er hægt að fá úr hinum ýmsu efnum, stærðum og gerðum þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þá er ekki síður mikilvægt að ökumenn séu með endurskinsvesti í bílum sem gott er að grípa í til dæmis ef þarf að skipta um dekk þar sem lýsing er ekki mikil. Áður en farið er í göngu með hundinn eða í reiðtúr þá er gott að huga að því að setja endurskin á dýrin. Til eru endurskinsmerkjaborðar sem smellt er utan um hófa hesta og endurskinshálsólar fyrir hunda og ketti. Börnin okkar eru það mikilvægasta sem við eigum og við viljum að þau sjáist í umferðinni. Til að þau noti endurskinsmerki þurfum við fullorðna fólkið líka að nota endurskinsmerki. Hugum að öryggi okkar og barnanna, notum endurskin við allar aðstæður og sjáumst í umferðinni.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar