Sleggjuárás í Háholti dregur dilk á eftir sér stigur@frettabladid.is skrifar 22. nóvember 2012 09:00 Horfst í augu Bergur Már Ágústsson, lengst til hægri, horfir í augu Barkar Birgissonar í Héraðsdómi Reykjaness á þriðjudag. Bergur heldur því fram að Börkur og Annþór Karlsson hafi skipulagt hrottafengna árás á sig en tvímenningarnir segja að óvildarmenn þeirra í undirheimum hafi fengið Berg til að ljúga upp á þá sökum til að losna við þá af götunni.Fréttablaðið/gva Hinn 9. október síðastliðinn kom 26 ára maður á lögreglustöðina í Kópavogi og lagði fram kæru á hendur Bergi Má Ágústssyni fyrir alvarlega líkamsárás. Maðurinn, Smári Valgeirsson, kvað Berg hafa ráðist að sér á Moe's bar í Breiðholti, stungið hann í lærið með hnífi og snúið hnífnum í sárinu. Atvikið á Moe's bar sýnir að undirheimaátökunum sem leiddu til ákæru á hendur Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni í sumar er ekki lokið. Smári og Bergur Már voru þar báðir í aðalhlutverkum. Smári er á meðal tíu sakborninga í máli Annþórs og Barkar. Hann viðurkenndi fyrir dómi á mánudaginn var að hafa borið hitann og þungann af árásinni á Berg Má á heimili þess síðarnefnda við Háholt í Mosfellsbæ. Hann kvaðst hafa verið með plastsleggju sem notuð er til að brjóta ís á skipum og látið höggin dynja á Bergi Má með henni. Bergur hlaut opið beinbrot á sköflungi af atlögunni. Smári, sem er 26 ára, var draghaltur þegar hann kom í héraðsdóm að gefa skýrslu á mánudag. Hann var spurður um málið og sagði að heltin væri afleiðing þess þegar Bergur stakk hann fyrir sex vikum. Smári er bersýnilega í góðu vinfengi við Annþór og Börk, því að þeir féllust innilega í faðma í Héraðsdómi á þriðjudag. Bergur var spurður um atvikið á Moe's bar fyrir dómi á þriðjudag þótt það komi dómsmálinu sem þar er til umfjöllunar í raun ekki við. Hann kannaðist við að hafa lent í átökum við Smára en neitaði því aðspurður að hafa stungið hann. „Ég rétt svo næ að skeina mér sjálfur, hvernig á ég að geta stungið einhvern?" spurði hann, og vísaði til þess hversu illa farinn hann væri enn eftir árásina í janúar. Bergur Már er fósturbróðir barnsmóður Smára og má rekja deilur þeirra til þess. Þau tengsl voru ástæða þess að Bergur Már bankaði upp á hjá Smára 4. janúar síðastliðinn í fylgd nokkurra manna vopnaður sleggju og barði sambýling Smára í höfuðið í misgripum. Sambýlingurinn var Sigmundur Geir Helgason, kallaður Simbi, sem þá var liðsmaður Hells Angels. Sú árás varð til þess að Sigmundur og Smári héldu ásamt öðrum að heimili Bergs í Mosfellsbæ síðar um daginn til að jafna metin, eins og segir frá hér að framan. Smári hefur nú líka lagt fram kæru á hendur Bergi fyrir þessa kylfuárás. Það gerði hann þó ekki fyrr en um miðjan september. Smári er með nokkur afbrot á ferilskránni en Bergur er hins vegar með um tuttugu dóma á bakinu, meðal annars fyrir skotárás á hús í Hafnarfirði 2006. Þá játaði hann nýverið innflutning á tæplega þúsund e-töflum til landsins. Fréttir Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira
Hinn 9. október síðastliðinn kom 26 ára maður á lögreglustöðina í Kópavogi og lagði fram kæru á hendur Bergi Má Ágústssyni fyrir alvarlega líkamsárás. Maðurinn, Smári Valgeirsson, kvað Berg hafa ráðist að sér á Moe's bar í Breiðholti, stungið hann í lærið með hnífi og snúið hnífnum í sárinu. Atvikið á Moe's bar sýnir að undirheimaátökunum sem leiddu til ákæru á hendur Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni í sumar er ekki lokið. Smári og Bergur Már voru þar báðir í aðalhlutverkum. Smári er á meðal tíu sakborninga í máli Annþórs og Barkar. Hann viðurkenndi fyrir dómi á mánudaginn var að hafa borið hitann og þungann af árásinni á Berg Má á heimili þess síðarnefnda við Háholt í Mosfellsbæ. Hann kvaðst hafa verið með plastsleggju sem notuð er til að brjóta ís á skipum og látið höggin dynja á Bergi Má með henni. Bergur hlaut opið beinbrot á sköflungi af atlögunni. Smári, sem er 26 ára, var draghaltur þegar hann kom í héraðsdóm að gefa skýrslu á mánudag. Hann var spurður um málið og sagði að heltin væri afleiðing þess þegar Bergur stakk hann fyrir sex vikum. Smári er bersýnilega í góðu vinfengi við Annþór og Börk, því að þeir féllust innilega í faðma í Héraðsdómi á þriðjudag. Bergur var spurður um atvikið á Moe's bar fyrir dómi á þriðjudag þótt það komi dómsmálinu sem þar er til umfjöllunar í raun ekki við. Hann kannaðist við að hafa lent í átökum við Smára en neitaði því aðspurður að hafa stungið hann. „Ég rétt svo næ að skeina mér sjálfur, hvernig á ég að geta stungið einhvern?" spurði hann, og vísaði til þess hversu illa farinn hann væri enn eftir árásina í janúar. Bergur Már er fósturbróðir barnsmóður Smára og má rekja deilur þeirra til þess. Þau tengsl voru ástæða þess að Bergur Már bankaði upp á hjá Smára 4. janúar síðastliðinn í fylgd nokkurra manna vopnaður sleggju og barði sambýling Smára í höfuðið í misgripum. Sambýlingurinn var Sigmundur Geir Helgason, kallaður Simbi, sem þá var liðsmaður Hells Angels. Sú árás varð til þess að Sigmundur og Smári héldu ásamt öðrum að heimili Bergs í Mosfellsbæ síðar um daginn til að jafna metin, eins og segir frá hér að framan. Smári hefur nú líka lagt fram kæru á hendur Bergi fyrir þessa kylfuárás. Það gerði hann þó ekki fyrr en um miðjan september. Smári er með nokkur afbrot á ferilskránni en Bergur er hins vegar með um tuttugu dóma á bakinu, meðal annars fyrir skotárás á hús í Hafnarfirði 2006. Þá játaði hann nýverið innflutning á tæplega þúsund e-töflum til landsins.
Fréttir Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Bætir í vind og úrkomu í kvöld Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Sjá meira