Deep Purple kemur til Íslands í fjórða sinn FB skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Ian Gillan og félagar í Deep Purple eru á leiðinni til Íslands í fjórða sinn. nordicphotos/getty Deep Purple stígur á svið í Nýju Laugardalshöllinni 12. júlí á næsta ári. Þetta verður í fjórða sinn sem þessi heimsfræga rokkhljómsveit kemur til Íslands. Fyrst spilaði hún árið 1971 í Laugardalshöllinni og svo aftur 2004 og 2007, bæði skiptin í Höllinni. Samanlagt hefur sveitin selt um þrjátíu þúsund miða hér á landi. Að sögn tónleikahaldarans Björgvins Þórs Rúnarssonar á hljómsveitin Íslandsmet í miðasölu hérlendis þegar um erlenda sveit er að ræða. Árið 2007 hélt Deep Purple tvenna tónleika í Höllinni og seldist upp á þá á örskömmum tíma. „Þetta verður frábært tækifæri fyrir Íslendinga að sjá þessa snillinga í hinsta sinn, því mér skilst að þetta verði í síðasta sinn sem þeir koma hingað. Eftir samtal mitt við þeirra fólk er ég sannfærður um að Íslendingar fái risatónleika þann 12. júlí,“ segir Björgvin og bætir við: „Deep Purple er enn í fullu fjöri og hefur verið að fá afbragðsdóma fyrir tónleikana sína.“ Deep Purple er ein af þekktustu rokksveitum sögunnar. Meðal vinsælustu laga hennar eru Smoke on the Water, Highway Star, The Woman From Tokyo, Child in Time og Perfect Stranger. Í dag er hljómsveitin skipuð þeim Ian Paice, Steven Morse, Donald Airey, Roger Glover og Ian Gillan. Miðasala á tónleikana hefst á Midi.is fimmtudaginn 13. desember. Nýja Laugardalshöllin tekur tíu þúsund manns og selt verður í svæði A og B. Söngvarinn kröftugi Eyþór Ingi Gunnlaugsson mun hita upp ásamt hljómsveit sinni. F Tónlist Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Stórbrotnar íbúðir í Skipholtinu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Deep Purple stígur á svið í Nýju Laugardalshöllinni 12. júlí á næsta ári. Þetta verður í fjórða sinn sem þessi heimsfræga rokkhljómsveit kemur til Íslands. Fyrst spilaði hún árið 1971 í Laugardalshöllinni og svo aftur 2004 og 2007, bæði skiptin í Höllinni. Samanlagt hefur sveitin selt um þrjátíu þúsund miða hér á landi. Að sögn tónleikahaldarans Björgvins Þórs Rúnarssonar á hljómsveitin Íslandsmet í miðasölu hérlendis þegar um erlenda sveit er að ræða. Árið 2007 hélt Deep Purple tvenna tónleika í Höllinni og seldist upp á þá á örskömmum tíma. „Þetta verður frábært tækifæri fyrir Íslendinga að sjá þessa snillinga í hinsta sinn, því mér skilst að þetta verði í síðasta sinn sem þeir koma hingað. Eftir samtal mitt við þeirra fólk er ég sannfærður um að Íslendingar fái risatónleika þann 12. júlí,“ segir Björgvin og bætir við: „Deep Purple er enn í fullu fjöri og hefur verið að fá afbragðsdóma fyrir tónleikana sína.“ Deep Purple er ein af þekktustu rokksveitum sögunnar. Meðal vinsælustu laga hennar eru Smoke on the Water, Highway Star, The Woman From Tokyo, Child in Time og Perfect Stranger. Í dag er hljómsveitin skipuð þeim Ian Paice, Steven Morse, Donald Airey, Roger Glover og Ian Gillan. Miðasala á tónleikana hefst á Midi.is fimmtudaginn 13. desember. Nýja Laugardalshöllin tekur tíu þúsund manns og selt verður í svæði A og B. Söngvarinn kröftugi Eyþór Ingi Gunnlaugsson mun hita upp ásamt hljómsveit sinni. F
Tónlist Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Stórbrotnar íbúðir í Skipholtinu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira