Flottur stökkpallur 5. desember 2012 07:00 "Það er mjög erfitt að komast þarna inn svo við erum mjög glaðir," segir Davíð Óskar Ólafsson, framleiðandi hjá Mystery. Endurgerðin á íslensku kvikmyndinni Á annan veg, sem leikstýrt var af Hafsteini Gunnari Sigurðssyni og framleidd af Mystery, verður frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni á nýju ári. Endurgerðin ber nafnið Prince Avalanche og skartar leikurunum Paul Rudd og Emile Hirsch í aðalhlutverkum. Leikstjórinn er David Gordon Green, en sá er öllum hnútum kunnugur á kvikmyndahátíðinni frægu. "Það var klárlega alltaf markmiðið að fara inn á Sundance sem er ein stærsta hátíðin í Bandaríkjunum. Þangað koma allir stærstu dreifingaraðilar í bransanum til að finna falda gimsteina," segir Davíð Óskar og bætir við að Sundance sé besti stökkpallurinn fyrir myndina. Markmiðið er svo að Prince Avalanche fari í dreifingu á sem flesta staði í Bandaríkjunum og Evrópu í kjölfarið á Sundance-hátíðinni. Mystery og Flickbook eiga sýningarréttinn á endurgerðinni hér á landi og býst Davíð við því að hún verði sýnd hér einhvern tíma á nýju ári, en það kemur til með að haldast í hendur við dreifingu vestanhafs. "Við vonum náttúrlega að myndinni verði dreift sem víðast. Það hafa margar myndir notið góðs gengis eftir sýningar á Sundance eins og Little Miss Sunshine, sem sló heldur betur í gegn út um allan heim eftir að hún var uppgötvuð á hátíðinni." Davíð Óskar ætlar sjálfur út til að vera viðstaddur frumsýninguna þann 20. janúar ásamt Hafsteini Gunnari Sigurðssyni leikstjóra, Árna Filippussyni, framleiðanda og tökumanni, og Tobie Munthe framleiðanda. "Við höfum ekkert séð af myndinni frekar en nokkur annar en leikstjórinn er með þá reglu að leyfa aðstandendum, meira að segja leikurunum, að njóta myndarinnar í miklum gæðum í kvikmyndahúsi í fyrsta sinn." alfrun@frettabladid.isDavíð Óskar Ólafsson.Tengd myndbönd:Fréttir, 7. júní 2012: Á annan veg endurgerðTengdar greinar:Á annan veg keppir um verðlaun NorðurlandaráðsÁ annan veg sigraði í TorinoÁ annan veg fékk góðar viðtökur í San SebastianÁ annan veg til GautaborgarÁ annan veg fær ellefu tilnefningarHilmar einn efnilegasti leikarinn í EvrópuMaður er manns gaman Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Það er mjög erfitt að komast þarna inn svo við erum mjög glaðir," segir Davíð Óskar Ólafsson, framleiðandi hjá Mystery. Endurgerðin á íslensku kvikmyndinni Á annan veg, sem leikstýrt var af Hafsteini Gunnari Sigurðssyni og framleidd af Mystery, verður frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni á nýju ári. Endurgerðin ber nafnið Prince Avalanche og skartar leikurunum Paul Rudd og Emile Hirsch í aðalhlutverkum. Leikstjórinn er David Gordon Green, en sá er öllum hnútum kunnugur á kvikmyndahátíðinni frægu. "Það var klárlega alltaf markmiðið að fara inn á Sundance sem er ein stærsta hátíðin í Bandaríkjunum. Þangað koma allir stærstu dreifingaraðilar í bransanum til að finna falda gimsteina," segir Davíð Óskar og bætir við að Sundance sé besti stökkpallurinn fyrir myndina. Markmiðið er svo að Prince Avalanche fari í dreifingu á sem flesta staði í Bandaríkjunum og Evrópu í kjölfarið á Sundance-hátíðinni. Mystery og Flickbook eiga sýningarréttinn á endurgerðinni hér á landi og býst Davíð við því að hún verði sýnd hér einhvern tíma á nýju ári, en það kemur til með að haldast í hendur við dreifingu vestanhafs. "Við vonum náttúrlega að myndinni verði dreift sem víðast. Það hafa margar myndir notið góðs gengis eftir sýningar á Sundance eins og Little Miss Sunshine, sem sló heldur betur í gegn út um allan heim eftir að hún var uppgötvuð á hátíðinni." Davíð Óskar ætlar sjálfur út til að vera viðstaddur frumsýninguna þann 20. janúar ásamt Hafsteini Gunnari Sigurðssyni leikstjóra, Árna Filippussyni, framleiðanda og tökumanni, og Tobie Munthe framleiðanda. "Við höfum ekkert séð af myndinni frekar en nokkur annar en leikstjórinn er með þá reglu að leyfa aðstandendum, meira að segja leikurunum, að njóta myndarinnar í miklum gæðum í kvikmyndahúsi í fyrsta sinn." alfrun@frettabladid.isDavíð Óskar Ólafsson.Tengd myndbönd:Fréttir, 7. júní 2012: Á annan veg endurgerðTengdar greinar:Á annan veg keppir um verðlaun NorðurlandaráðsÁ annan veg sigraði í TorinoÁ annan veg fékk góðar viðtökur í San SebastianÁ annan veg til GautaborgarÁ annan veg fær ellefu tilnefningarHilmar einn efnilegasti leikarinn í EvrópuMaður er manns gaman
Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira