Daníel á toppnum í Svíþjóð með nýtt lag 6. desember 2012 07:00 „Umboðsmaðurinn minn er að minnsta kosti rosalega stoltur og ánægður með mig þessa dagana. Þetta er auðvitað ógeðslega gaman og ég get ekki kvartað," segir söngvarinn Daníel Óliver glaður í bragði. Lag Daníels Ólivers, DJ Blow My Speakers, var gefið út í Svíþjóð á mánudaginn en það er fyrsta lagið sem söngvarinn gefur út fyrir alþjóðlegan markað. Lagið skaust samdægurs í fyrsta sæti á listanum yfir mest keyptu raftónlistar-lögin á iTunes í Svíþjóð og hefur haldið því sæti síðan. Á heildarlistanum yfir mest keyptu lögin á iTunes í Svíþjóð situr lagið í 60. sæti. „Þetta er þvílíkur heiður. Það telst góður árangur að ná inn á topp 100 á þeim lista svo ég er auðvitað í skýjunum," segir Daníel. Daníel Óliver hefur komið fram á nokkrum tónleikum í Stokkhólmi og Malmö, auk þess sem hann fór til London í lok september og hélt þar tónleika fyrir smekkfullu húsi. Þar fyrir utan hefur hann tekið að sér nokkur verkefni sem plötusnúður. „Ég hef verið duglegur að spila íslenska tónlist og það hefur fallið vel í kramið. Ég spila Erp Eyvindsson töluvert við góðar undirtektir," segir hann. Spurður hvað sé á döfinni hjá Daníel segir hann nokkur remix af DJ Blow My Speaker vera á leiðinni og að samningaviðræður um plötu séu í gangi við nokkur plötufyrirtæki. „Svo ætla ég að koma heim um jólin og hitta fjölskylduna og vinina. Það hefur verið svakaleg keyrsla í gangi að undanförnu svo það verður frábært að koma heim og liggja aðeins í leti," segir hann. Breska tónlistarvefsíðan Scandipop birti umfjöllun um Daníel Óliver í vikunni og er hann þar kallaður næsti poppprins norðursins. Er hann korteri frá heimsfrægð? „Kannski ekki alveg en þetta er að minnsta kosti mjög góð byrjun," segir hann og hlær. tinnaros@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Stórbrotnar íbúðir í Skipholtinu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Umboðsmaðurinn minn er að minnsta kosti rosalega stoltur og ánægður með mig þessa dagana. Þetta er auðvitað ógeðslega gaman og ég get ekki kvartað," segir söngvarinn Daníel Óliver glaður í bragði. Lag Daníels Ólivers, DJ Blow My Speakers, var gefið út í Svíþjóð á mánudaginn en það er fyrsta lagið sem söngvarinn gefur út fyrir alþjóðlegan markað. Lagið skaust samdægurs í fyrsta sæti á listanum yfir mest keyptu raftónlistar-lögin á iTunes í Svíþjóð og hefur haldið því sæti síðan. Á heildarlistanum yfir mest keyptu lögin á iTunes í Svíþjóð situr lagið í 60. sæti. „Þetta er þvílíkur heiður. Það telst góður árangur að ná inn á topp 100 á þeim lista svo ég er auðvitað í skýjunum," segir Daníel. Daníel Óliver hefur komið fram á nokkrum tónleikum í Stokkhólmi og Malmö, auk þess sem hann fór til London í lok september og hélt þar tónleika fyrir smekkfullu húsi. Þar fyrir utan hefur hann tekið að sér nokkur verkefni sem plötusnúður. „Ég hef verið duglegur að spila íslenska tónlist og það hefur fallið vel í kramið. Ég spila Erp Eyvindsson töluvert við góðar undirtektir," segir hann. Spurður hvað sé á döfinni hjá Daníel segir hann nokkur remix af DJ Blow My Speaker vera á leiðinni og að samningaviðræður um plötu séu í gangi við nokkur plötufyrirtæki. „Svo ætla ég að koma heim um jólin og hitta fjölskylduna og vinina. Það hefur verið svakaleg keyrsla í gangi að undanförnu svo það verður frábært að koma heim og liggja aðeins í leti," segir hann. Breska tónlistarvefsíðan Scandipop birti umfjöllun um Daníel Óliver í vikunni og er hann þar kallaður næsti poppprins norðursins. Er hann korteri frá heimsfrægð? „Kannski ekki alveg en þetta er að minnsta kosti mjög góð byrjun," segir hann og hlær. tinnaros@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Stórbrotnar íbúðir í Skipholtinu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira