Undirbýr huggulega jólaplötu 11. desember 2012 14:00 Sverrir Stormsker á tvö lög af sex sem keppa í úrslitum jólalagakeppni Rásar 2. fréttablaðið/pjetur Sverrir Stormsker á tvö lög af sex sem taka þátt í Jólalagakeppni Rásar 2. „Ég er búinn að vera að búa til jólaplötu í tvö ár og ákvað að senda lög í þessa keppni. Hún kemur út fyrir þarnæstu jól,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker, sem hefur verið að vinna að plötunni í um tvö ár. Sverrir á tvö lög af sex sem taka þátt í Jólalagakeppni Rásar 2 í ár. Úrslitin verða kunngjörð þriðjudaginn 18. desember og fer kosning fram á Rúv.is. Alls bárust tæplega fimmtíu lög í keppnina, sem er nú haldin í tíunda sinn. Lög hans í keppninni eru Tvö fögur ljós, sem er flutt af Sigríði Guðnadóttur, og Nútímajól sem hann syngur með Öldu Björk Ólafsdóttur. Um fyrrnefnda lagið segir Sverrir: „Þetta lag mitt fjallar um tvær fallegar stjörnur á himninum sem minna mig á aðrar tvær fallegar stjörnur sem eru í höfðinu á dömu og kallast augu. Flestir eru með tvö svoleiðis.“ Hið síðarnefnda fjallar um hvað tímarnir hafa breyst og þar snýr Sverrir hinum hefðbundnu kynjahlutverkum við. „Í gamla daga söng Haukur Morthens í laginu Hátíð í bæ: „Hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna.“ Þetta þótti ekkert stórkostlegt vandamál í denn en í dag þá er þetta hræðilegur glæpur,“ segir Sverrir. „Í textanum fær stelpan i-Pad og strákurinn fær nál og tvinna og er látinn sauma alveg í gríð og erg. Hún fær loftbor og keðjusög og blá jakkaföt í jólagjöf og strákbjáninn fær barbí og blúnduballettdress og bleika dragt þannig að allir eru alveg ofboðslega sáttir og hamingjusamir. Nema kannski strákaulinn, en það skiptir ekki máli.“ Bæði lögin verða á nýju jólaplötunni. „Þessi jólaplata verður voða hugguleg. Ég er búinn að fá Siggu Guðna, Öldu Ólafs, Ladda og fleiri góða drengi og stúlkur með mér í lið.“ Sverrir hefur áður samið eitt jólalag sem kom út 1987. Það heitir Söngur veiðimannsins í flutningi Stefáns Hilmarssonar. „Þessi hugljúfi sálmur var stranglega bannaður á útvarpsrásunum af einhverjum stórfurðulegum ástæðum sem enginn skilur í dag. Ég var þarna að yrkja dýrlegan óð til sjálfs Jesú Krists og sá gæi þykir nú ekki mjög slæmur pappír. Ein línan var undir smá áhrifum frá Bítlunum þar sem við Stebbi sungum hástöfum: „We love you Je-Je-sú.“ Mjög huggulegt allt saman og rómó. En þetta fór víst eitthvað öfugt ofan í kokið á fólki og það þótti alveg hreint gráupplagt að banna sálminn,“ segir Sverrir. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ Makamál Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Sverrir Stormsker á tvö lög af sex sem taka þátt í Jólalagakeppni Rásar 2. „Ég er búinn að vera að búa til jólaplötu í tvö ár og ákvað að senda lög í þessa keppni. Hún kemur út fyrir þarnæstu jól,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker, sem hefur verið að vinna að plötunni í um tvö ár. Sverrir á tvö lög af sex sem taka þátt í Jólalagakeppni Rásar 2 í ár. Úrslitin verða kunngjörð þriðjudaginn 18. desember og fer kosning fram á Rúv.is. Alls bárust tæplega fimmtíu lög í keppnina, sem er nú haldin í tíunda sinn. Lög hans í keppninni eru Tvö fögur ljós, sem er flutt af Sigríði Guðnadóttur, og Nútímajól sem hann syngur með Öldu Björk Ólafsdóttur. Um fyrrnefnda lagið segir Sverrir: „Þetta lag mitt fjallar um tvær fallegar stjörnur á himninum sem minna mig á aðrar tvær fallegar stjörnur sem eru í höfðinu á dömu og kallast augu. Flestir eru með tvö svoleiðis.“ Hið síðarnefnda fjallar um hvað tímarnir hafa breyst og þar snýr Sverrir hinum hefðbundnu kynjahlutverkum við. „Í gamla daga söng Haukur Morthens í laginu Hátíð í bæ: „Hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna.“ Þetta þótti ekkert stórkostlegt vandamál í denn en í dag þá er þetta hræðilegur glæpur,“ segir Sverrir. „Í textanum fær stelpan i-Pad og strákurinn fær nál og tvinna og er látinn sauma alveg í gríð og erg. Hún fær loftbor og keðjusög og blá jakkaföt í jólagjöf og strákbjáninn fær barbí og blúnduballettdress og bleika dragt þannig að allir eru alveg ofboðslega sáttir og hamingjusamir. Nema kannski strákaulinn, en það skiptir ekki máli.“ Bæði lögin verða á nýju jólaplötunni. „Þessi jólaplata verður voða hugguleg. Ég er búinn að fá Siggu Guðna, Öldu Ólafs, Ladda og fleiri góða drengi og stúlkur með mér í lið.“ Sverrir hefur áður samið eitt jólalag sem kom út 1987. Það heitir Söngur veiðimannsins í flutningi Stefáns Hilmarssonar. „Þessi hugljúfi sálmur var stranglega bannaður á útvarpsrásunum af einhverjum stórfurðulegum ástæðum sem enginn skilur í dag. Ég var þarna að yrkja dýrlegan óð til sjálfs Jesú Krists og sá gæi þykir nú ekki mjög slæmur pappír. Ein línan var undir smá áhrifum frá Bítlunum þar sem við Stebbi sungum hástöfum: „We love you Je-Je-sú.“ Mjög huggulegt allt saman og rómó. En þetta fór víst eitthvað öfugt ofan í kokið á fólki og það þótti alveg hreint gráupplagt að banna sálminn,“ segir Sverrir. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Matarást: „Búin að slípast vel saman eftir öll þessi ár“ Makamál Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira