Kirkja og kylfingar Örn Bárður Jónsson skrifar 18. desember 2012 06:00 Ég leik golf mér til ánægju en sú íþrótt er sú kristilegasta sem ég þekki og líklega sú eina sem getur talist það og stenst það með guðfræðilegum rökum. Erindi þessara skrifa er samt ekki það að útskýra þennan leyndardóm en ég skal gera það síðar. Ástæðan fyrir þessum skrifum er fjárhagur trúfélaga í landinu, allra skráðra trúfélaga, aðventista, hvítasunnumanna, búddista, múslíma, lúterskra fríkirkna, kaþólsku kirkjunnar, þjóðkirkjunnar og fleiri. Enn fremur er tilgangur greinarinnar að bera saman fjárhag golfklúbbs og fjölmennrar sóknar. Hér áður fyrr þurftu gjaldkerar trúfélaga að rukka inn félagsgjöld sinna meðlima og sú var tíðin að menn gengu í hús til að innheimta sóknargjöld. Síðar tóku gjaldheimtan í Reykjavík og sýslumenn um land allt þetta að sér og reyndar ekki í neinni í sjálfboðavinnu því þessir aðilar höfðu drjúg innheimtulaun. Loks var kerfinu breytt árið 1987 og þá var ákveðið að ríkið sæi alfarið um innheimtuna og í stað nefskatts var sóknargjaldið reiknað sem föst krónutala sem síðan var umreiknuð í tiltekið hlutfall tekjuskatts til að verðtryggja gjaldið. Skrýtin ráðsmennska Núna borga ég skv. þessu fyrirkomulagi sem meðlimur í þjóðkirkjunni um 1.100 krónur á mánuði í sóknargjald en sá hængur er á að ríkið skilar ekki nema rúmlega 700 krónum til sóknar minnar. Fyrir slíka meðhöndlun á fé eru menn dæmdir í fangelsi þ.e.a.s. ef þeir sitja ekki í ríkisstjórn. Trúfélög eru ekki rekin af ríkinu og þar með ekki þjóðkirkjan heldur eins og menn tönnlast gjarnan á í fáfræði sinni í fjölmiðlum og bloggfærslum, jafnvel þingmenn og ráðherrar. Ríkið rekur engin trúfélög. Sláandi samanburður Nessókn, sem ég þjóna, hefur um 50 milljónir í tekjur á ári en hún er önnur fjölmennasta sókn í Reykjavík. Í sókninni búa tæplega 11 þúsund manns og gjaldendur, þ.e. 16 ára og eldri sem tilheyra þjóðkirkjunni, eru eitthvað á sjöunda þúsund. En hvað kemur golfið þessu við? Ég skal útskýra það. Nýlega sótti ég aðalfund Nesklúbbsins (NK) sem rekur golfvöllinn á Seltjarnarnesi. Þar eru um 600 félagar. Það sem vakti athygli mína og kveikti hjá mér samanburð er að NK hafði 57 milljónir í tekjur af þessum hópi á sínu rekstrarári. NK með 600 félaga hefur m.ö.o. meiri tekjur en Nessókn sem er með á 7. þúsund gjaldendur. Meðlimafjöldi NK er ekki nema 1/10 af Nessókn sem þýðir auðvitað að árgjaldið fyrir golfið er margfalt hærra en klúbburinn starfar þó ekki nema í 5 mánuði en kirkjan allt árið. Fyrir 700 krónur á mánuði eiga sóknarbörnin aðgang að öflugu starfi. Messur eru fjölsóttar í Neskirkju og þar fær fólk næringu fyrir sálu sína og anda, eflir félagsþroska og skilning á hinu stóra samhengi lífsins og fer heim að loknu starfi í trú, von og kærleika til að láta gott af sér leiða í lífi og leik. Barna- og unglingastarf er fjölbreytt og fjölsótt. Sérstakt starf er fyrir eldri borgara. Sönglíf er blómlegt og í kirkjunni starfa fjórir kórar. Fræðslustarf fer þar fram, s.s. foreldramorgnar, og fyrirlestrar eru fluttir af og til um ýmis mál sem varða lífið og tilveruna. Fjöldi barna er skírður til kristinnar trúar, flest 14 ára börn fermast og mörg brúðhjón ganga í það heilaga í kirkjunni. Sóknarbörn sem deyja eru flest kvödd í Neskirkju og miklu skiptir að sú þjónusta sé vel af hendi leyst. Innihaldsríkt ritúal tengt dauðanum er gríðarlega mikilvægt í hvaða þjóðfélagi sem er og ég fullyrði að þjóðkirkjan hefur þróað mjög áhrifaríkt ferli og merkilegt í þessu sambandi sem á sér margra alda hefð. Þá hýsir Neskirkja margs konar starf, s.s. AA og Al-Anon fundi, lánar og leigir út sali til einstaklinga og félagasamtaka svo nokkuð sé upp talið. Víða um land er með sambærilegum hætti reynt að halda úti öflugu safnaðarstarfi þrátt fyrir mannfæð sums staðar og litlar tekjur og slök skil gera það enn erfiðara en áður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Ég leik golf mér til ánægju en sú íþrótt er sú kristilegasta sem ég þekki og líklega sú eina sem getur talist það og stenst það með guðfræðilegum rökum. Erindi þessara skrifa er samt ekki það að útskýra þennan leyndardóm en ég skal gera það síðar. Ástæðan fyrir þessum skrifum er fjárhagur trúfélaga í landinu, allra skráðra trúfélaga, aðventista, hvítasunnumanna, búddista, múslíma, lúterskra fríkirkna, kaþólsku kirkjunnar, þjóðkirkjunnar og fleiri. Enn fremur er tilgangur greinarinnar að bera saman fjárhag golfklúbbs og fjölmennrar sóknar. Hér áður fyrr þurftu gjaldkerar trúfélaga að rukka inn félagsgjöld sinna meðlima og sú var tíðin að menn gengu í hús til að innheimta sóknargjöld. Síðar tóku gjaldheimtan í Reykjavík og sýslumenn um land allt þetta að sér og reyndar ekki í neinni í sjálfboðavinnu því þessir aðilar höfðu drjúg innheimtulaun. Loks var kerfinu breytt árið 1987 og þá var ákveðið að ríkið sæi alfarið um innheimtuna og í stað nefskatts var sóknargjaldið reiknað sem föst krónutala sem síðan var umreiknuð í tiltekið hlutfall tekjuskatts til að verðtryggja gjaldið. Skrýtin ráðsmennska Núna borga ég skv. þessu fyrirkomulagi sem meðlimur í þjóðkirkjunni um 1.100 krónur á mánuði í sóknargjald en sá hængur er á að ríkið skilar ekki nema rúmlega 700 krónum til sóknar minnar. Fyrir slíka meðhöndlun á fé eru menn dæmdir í fangelsi þ.e.a.s. ef þeir sitja ekki í ríkisstjórn. Trúfélög eru ekki rekin af ríkinu og þar með ekki þjóðkirkjan heldur eins og menn tönnlast gjarnan á í fáfræði sinni í fjölmiðlum og bloggfærslum, jafnvel þingmenn og ráðherrar. Ríkið rekur engin trúfélög. Sláandi samanburður Nessókn, sem ég þjóna, hefur um 50 milljónir í tekjur á ári en hún er önnur fjölmennasta sókn í Reykjavík. Í sókninni búa tæplega 11 þúsund manns og gjaldendur, þ.e. 16 ára og eldri sem tilheyra þjóðkirkjunni, eru eitthvað á sjöunda þúsund. En hvað kemur golfið þessu við? Ég skal útskýra það. Nýlega sótti ég aðalfund Nesklúbbsins (NK) sem rekur golfvöllinn á Seltjarnarnesi. Þar eru um 600 félagar. Það sem vakti athygli mína og kveikti hjá mér samanburð er að NK hafði 57 milljónir í tekjur af þessum hópi á sínu rekstrarári. NK með 600 félaga hefur m.ö.o. meiri tekjur en Nessókn sem er með á 7. þúsund gjaldendur. Meðlimafjöldi NK er ekki nema 1/10 af Nessókn sem þýðir auðvitað að árgjaldið fyrir golfið er margfalt hærra en klúbburinn starfar þó ekki nema í 5 mánuði en kirkjan allt árið. Fyrir 700 krónur á mánuði eiga sóknarbörnin aðgang að öflugu starfi. Messur eru fjölsóttar í Neskirkju og þar fær fólk næringu fyrir sálu sína og anda, eflir félagsþroska og skilning á hinu stóra samhengi lífsins og fer heim að loknu starfi í trú, von og kærleika til að láta gott af sér leiða í lífi og leik. Barna- og unglingastarf er fjölbreytt og fjölsótt. Sérstakt starf er fyrir eldri borgara. Sönglíf er blómlegt og í kirkjunni starfa fjórir kórar. Fræðslustarf fer þar fram, s.s. foreldramorgnar, og fyrirlestrar eru fluttir af og til um ýmis mál sem varða lífið og tilveruna. Fjöldi barna er skírður til kristinnar trúar, flest 14 ára börn fermast og mörg brúðhjón ganga í það heilaga í kirkjunni. Sóknarbörn sem deyja eru flest kvödd í Neskirkju og miklu skiptir að sú þjónusta sé vel af hendi leyst. Innihaldsríkt ritúal tengt dauðanum er gríðarlega mikilvægt í hvaða þjóðfélagi sem er og ég fullyrði að þjóðkirkjan hefur þróað mjög áhrifaríkt ferli og merkilegt í þessu sambandi sem á sér margra alda hefð. Þá hýsir Neskirkja margs konar starf, s.s. AA og Al-Anon fundi, lánar og leigir út sali til einstaklinga og félagasamtaka svo nokkuð sé upp talið. Víða um land er með sambærilegum hætti reynt að halda úti öflugu safnaðarstarfi þrátt fyrir mannfæð sums staðar og litlar tekjur og slök skil gera það enn erfiðara en áður.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun