Regluverk þarf gegn kvótahoppi Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson skrifar 21. desember 2012 06:00 Við inngöngu í Evrópusambandið, án undanþága eða sérlausna vegna sérstakra aðstæðna hérlendis, mundu íslensk stjórnvöld undantekningalaust þurfa að hlíta reglum ESB um fiskveiðar en aðildarríkin hafa framselt sambandinu mikil völd á því sviði. Að meginreglu hafa aðildarríkin hvert jafnan aðgang að hafsvæðum og auðlindum annars að því gefnu að þau hafi yfir að ráða tilskildum aflakvóta. Samkvæmt annarri meginreglu, um hlutfallslega stöðugar veiðar, byggist hlutdeild hvers ríkis í heildarafla ESB á sögulegri veiðireynslu en einnig er tekið tillit til svæða sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Reglan um hlutfallslega stöðugar veiðar ætti að tryggja að íslenskar útgerðir héldu hefðbundnum fiskveiðiréttindum sínum innan íslenskrar efnahagslögsögu ef Ísland gerðist aðili að ESB. Þetta leiðir af því að einungis Íslendingar hafa reynslu af veiðum í íslenskri efnahagslögsögu undanfarna áratugi. Einnig er hátt hlutfall svæða hérlendis sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Ísland ætti því að halda óbreyttum veiðiheimildum á staðbundnum fiskistofnum sem og flökkustofnum innan íslenskrar efnahagslögsögu. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika hefur verið í gildi frá því árið 1983. Hún er ekki hluti af sáttmálum Evrópusambandsins heldur sækir hún stoð sína í afleiddan rétt ESB. Með meirihlutaákvörðun í ráðinu væri því hægt að víkja frá reglunni eða afnema hana. Framkvæmdastjórn ESB kannaði afstöðu aðildarríkjanna til reglunnar í aðdraganda yfirstandandi endurskoðunar sameiginlegu sjávarútvegstefnunnar og voru 26 af 27 aðildarríkjum andsnúin breytingum á reglunni. Hverju sem því líður er óvíst hver afstaða aðildarríkjanna verður í framtíðinni. Litlar sem engar hömlur Veiðiheimildir hvers aðildarríkis eru bundnar við fiskiskip sem sigla undir fána viðkomandi ríkis eða eru skráð í því landi. Sjávarútvegsfyrirtæki í ESB lúta á hinn bóginn þeim reglum sem gilda á innri markaði ESB, þar með talið reglunum um frjálsar fjármagnshreyfingar og staðfesturétt. Sökum þessa eru litlar sem engar hömlur á fjárfestingum í sjávarútvegi í aðildarríkjum ESB. Enn fremur eru engar takmarkanir á rétti ríkisborgara ESB-ríkja til að stofnsetja sjávarútvegsfyrirtæki í öðru aðildarríki og launþegum aðildarríkjanna er frjálst að ráða sig til starfa hjá útgerðarfyrirtækjum hvar sem er innan ESB. Þetta hefur leitt til þess sem kallað er kvótahopp. Í því felst að útgerðarfyrirtæki frá aðildarríki A fær hlutdeild í landskvóta aðildarríkis B með því annaðhvort að setja á fót útgerð í ríki B, kaupa ráðandi eignarhlut í starfandi útgerð í ríki B eða skrá skip sín í aðildarríki B og landa síðan aflanum í ríki A. Arðurinn af fiskveiðunum skilar sér þar með ekki til þess ríkis sem fékk veiðiheimildunum úthlutað upphaflega. Mörg ríki hafa sett reglur til þess að takmarka möguleikann á að stunda kvótahopp en slíkt þarf að gera í samráði við ESB. Þótt ekki semdist um undanþágur eða sérlausnir varðandi sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna, í aðildarviðræðunum við ESB, má ætla að reglan um hlutfallslega stöðugar veiðar, svo framarlega sem hún heldur gildi sínu, mundi tryggja íslenskum útgerðum áframhaldandi fiskveiðiréttindi sín í íslenskri lögsögu og koma í veg fyrir veiðar togara annarra aðildarríkja á íslenskum miðum þar sem þau skortir veiðireynslu. Möguleikinn á kvótahoppi gæti hins vegar valdið Íslandi efnahagslegum skaða ef ekki yrði mótað sérstakt regluverk til að sporna við því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Við inngöngu í Evrópusambandið, án undanþága eða sérlausna vegna sérstakra aðstæðna hérlendis, mundu íslensk stjórnvöld undantekningalaust þurfa að hlíta reglum ESB um fiskveiðar en aðildarríkin hafa framselt sambandinu mikil völd á því sviði. Að meginreglu hafa aðildarríkin hvert jafnan aðgang að hafsvæðum og auðlindum annars að því gefnu að þau hafi yfir að ráða tilskildum aflakvóta. Samkvæmt annarri meginreglu, um hlutfallslega stöðugar veiðar, byggist hlutdeild hvers ríkis í heildarafla ESB á sögulegri veiðireynslu en einnig er tekið tillit til svæða sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Reglan um hlutfallslega stöðugar veiðar ætti að tryggja að íslenskar útgerðir héldu hefðbundnum fiskveiðiréttindum sínum innan íslenskrar efnahagslögsögu ef Ísland gerðist aðili að ESB. Þetta leiðir af því að einungis Íslendingar hafa reynslu af veiðum í íslenskri efnahagslögsögu undanfarna áratugi. Einnig er hátt hlutfall svæða hérlendis sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Ísland ætti því að halda óbreyttum veiðiheimildum á staðbundnum fiskistofnum sem og flökkustofnum innan íslenskrar efnahagslögsögu. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika hefur verið í gildi frá því árið 1983. Hún er ekki hluti af sáttmálum Evrópusambandsins heldur sækir hún stoð sína í afleiddan rétt ESB. Með meirihlutaákvörðun í ráðinu væri því hægt að víkja frá reglunni eða afnema hana. Framkvæmdastjórn ESB kannaði afstöðu aðildarríkjanna til reglunnar í aðdraganda yfirstandandi endurskoðunar sameiginlegu sjávarútvegstefnunnar og voru 26 af 27 aðildarríkjum andsnúin breytingum á reglunni. Hverju sem því líður er óvíst hver afstaða aðildarríkjanna verður í framtíðinni. Litlar sem engar hömlur Veiðiheimildir hvers aðildarríkis eru bundnar við fiskiskip sem sigla undir fána viðkomandi ríkis eða eru skráð í því landi. Sjávarútvegsfyrirtæki í ESB lúta á hinn bóginn þeim reglum sem gilda á innri markaði ESB, þar með talið reglunum um frjálsar fjármagnshreyfingar og staðfesturétt. Sökum þessa eru litlar sem engar hömlur á fjárfestingum í sjávarútvegi í aðildarríkjum ESB. Enn fremur eru engar takmarkanir á rétti ríkisborgara ESB-ríkja til að stofnsetja sjávarútvegsfyrirtæki í öðru aðildarríki og launþegum aðildarríkjanna er frjálst að ráða sig til starfa hjá útgerðarfyrirtækjum hvar sem er innan ESB. Þetta hefur leitt til þess sem kallað er kvótahopp. Í því felst að útgerðarfyrirtæki frá aðildarríki A fær hlutdeild í landskvóta aðildarríkis B með því annaðhvort að setja á fót útgerð í ríki B, kaupa ráðandi eignarhlut í starfandi útgerð í ríki B eða skrá skip sín í aðildarríki B og landa síðan aflanum í ríki A. Arðurinn af fiskveiðunum skilar sér þar með ekki til þess ríkis sem fékk veiðiheimildunum úthlutað upphaflega. Mörg ríki hafa sett reglur til þess að takmarka möguleikann á að stunda kvótahopp en slíkt þarf að gera í samráði við ESB. Þótt ekki semdist um undanþágur eða sérlausnir varðandi sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna, í aðildarviðræðunum við ESB, má ætla að reglan um hlutfallslega stöðugar veiðar, svo framarlega sem hún heldur gildi sínu, mundi tryggja íslenskum útgerðum áframhaldandi fiskveiðiréttindi sín í íslenskri lögsögu og koma í veg fyrir veiðar togara annarra aðildarríkja á íslenskum miðum þar sem þau skortir veiðireynslu. Möguleikinn á kvótahoppi gæti hins vegar valdið Íslandi efnahagslegum skaða ef ekki yrði mótað sérstakt regluverk til að sporna við því.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun