Jafn aðgangur að miðunum Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson og Þórhildur Hagalín skrifar 22. desember 2012 06:00 Samvinna Evrópusambandsríkja á sviði sjávarútvegs á rætur sínar að rekja til þess að í Rómarsáttmálanum voru afurðir fiskveiða skilgreindar sem landbúnaðarvörur og féllu þar með undir landbúnaðarstefnu sambandsins. Samstarfið fór hægt af stað en þróaðist á nokkrum áratugum í sameiginlega sjávarútvegsstefnu, óháða landbúnaðarstefnunni. Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB, í því formi sem hún er starfrækt í dag, gekk í gildi árið 1983 og hefur verið endurskoðuð á tíu ára fresti síðan. Markmið sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar hafa frá upphafi verið þau sömu og landbúnaðarstefnunnar, það er að: l auka framleiðni í sjávarútvegi, l tryggja viðunandi lífskjör í sjávarútvegi, l stuðla að jafnvægi á mörkuðum, l tryggja stöðugt framboð á vörum og l tryggja neytendum sanngjarnt verð. Í kjölfar endurskoðunar sjávarútvegsstefnunnar árið 2002 voru tekin upp viðbótarmarkmið um sjálfbærni í sjávarútvegi, bæði efnahagsleg, umhverfisleg og félagsleg, sem og verndun fiskistofna og lífríkis sjávar. Sameiginlega sjávarútvegsstefnan byggist í meginatriðum á fjórum grundvallarþáttum: l fiskveiðistjórnun og verndun fiskistofna, l sameiginlegu markaðsskipulagi með frjálsum markaði fyrir fiskafurðir, l sameiginlegri uppbyggingarstefnu með hjálp sjávarútvegssjóðs Evrópu og l samningum við þriðju ríki. Umtalsverðar takmarkanir Í stefnunni felast einnig aðgerðir sem lúta að umhverfisáhrifum af fiskveiðum, flotastjórnun, aðgengi að hafsvæðum og höfnum, eftirliti og reglufylgni og fiskeldi. Undirstaða sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar er meginreglan um jafnan aðgang. Samkvæmt henni hafa öll aðildarríki ESB rétt til veiða á öllum miðum aðildarríkjanna innan 200 sjómílna. Aðgangurinn er þó ekki ótakmarkaður því reglur sambandsins um ákvörðun hámarksafla og úthlutun aflaheimilda til aðildarríkjanna fela í sér umtalsverðar takmarkanir á reglunni um jafnan aðgang þar sem fiskiskipum er einungis heimilt að veiða á þeim svæðum og úr þeim stofnum sem aflaheimildir þeirra eru bundnar við. Ákvarðanir um hámarksafla byggjast á tillögum framkvæmdastjórnar ESB og eru unnar í samráði við vísindamenn. Landbúnaðar- og sjávarútvegsráð ESB skiptir leyfilegum hámarksafla milli aðildarríkjanna, með hliðsjón af sögulegri veiðireynslu þeirra, samkvæmt meginreglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar. Aðildarríkin hafa síðan sjálf umsjón með skiptingu aflaheimilda sinna milli innlendra útgerða, í samræmi við eigin löggjöf. Með gildistöku Lissabon-sáttmálans árið 2009 fékk Evrópuþingið í fyrsta sinn aðkomu að setningu afleiddrar löggjafar á sviði sjávarútvegsmála. Ákvarðanir um árlegan hámarksafla og úthlutun veiðiheimilda eru þó eftir sem áður teknar án aðkomu Evrópuþingsins og þurfa aukinn meirihluta atkvæða í landbúnaðar- og sjávarútvegsráði ESB til að hljóta samþykki. Helsta gagnrýnin á sjávarútvegsstefnu ESB hefur í gegnum tíðina snúið að ofveiði, brottkasti, slöku eftirliti, kvótahoppi og ófullnægjandi viðurlögum við brotum. Unnið hefur verið að því að bæta úr þessum þáttum við hverja endurskoðun stefnunnar en það hefur tekist misvel. Í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar frá árinu 2009 voru skilgreindir fimm kerfislægir annmarkar sjávarútvegsstefnunnar: of mikil sóknargeta skipaflota aðildarríkjanna, ónákvæm markmið, skammsýni, of lítil ábyrgð á herðum sjávarútvegsiðnaðarins og skortur á pólitískum vilja til að tryggja reglufylgni. Þessir þættir liggja til grundvallar þriðju endurskoðun stefnunnar sem stendur yfir um þessar mundir en til stendur að ljúka henni fyrir lok þessa árs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Samvinna Evrópusambandsríkja á sviði sjávarútvegs á rætur sínar að rekja til þess að í Rómarsáttmálanum voru afurðir fiskveiða skilgreindar sem landbúnaðarvörur og féllu þar með undir landbúnaðarstefnu sambandsins. Samstarfið fór hægt af stað en þróaðist á nokkrum áratugum í sameiginlega sjávarútvegsstefnu, óháða landbúnaðarstefnunni. Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB, í því formi sem hún er starfrækt í dag, gekk í gildi árið 1983 og hefur verið endurskoðuð á tíu ára fresti síðan. Markmið sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar hafa frá upphafi verið þau sömu og landbúnaðarstefnunnar, það er að: l auka framleiðni í sjávarútvegi, l tryggja viðunandi lífskjör í sjávarútvegi, l stuðla að jafnvægi á mörkuðum, l tryggja stöðugt framboð á vörum og l tryggja neytendum sanngjarnt verð. Í kjölfar endurskoðunar sjávarútvegsstefnunnar árið 2002 voru tekin upp viðbótarmarkmið um sjálfbærni í sjávarútvegi, bæði efnahagsleg, umhverfisleg og félagsleg, sem og verndun fiskistofna og lífríkis sjávar. Sameiginlega sjávarútvegsstefnan byggist í meginatriðum á fjórum grundvallarþáttum: l fiskveiðistjórnun og verndun fiskistofna, l sameiginlegu markaðsskipulagi með frjálsum markaði fyrir fiskafurðir, l sameiginlegri uppbyggingarstefnu með hjálp sjávarútvegssjóðs Evrópu og l samningum við þriðju ríki. Umtalsverðar takmarkanir Í stefnunni felast einnig aðgerðir sem lúta að umhverfisáhrifum af fiskveiðum, flotastjórnun, aðgengi að hafsvæðum og höfnum, eftirliti og reglufylgni og fiskeldi. Undirstaða sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar er meginreglan um jafnan aðgang. Samkvæmt henni hafa öll aðildarríki ESB rétt til veiða á öllum miðum aðildarríkjanna innan 200 sjómílna. Aðgangurinn er þó ekki ótakmarkaður því reglur sambandsins um ákvörðun hámarksafla og úthlutun aflaheimilda til aðildarríkjanna fela í sér umtalsverðar takmarkanir á reglunni um jafnan aðgang þar sem fiskiskipum er einungis heimilt að veiða á þeim svæðum og úr þeim stofnum sem aflaheimildir þeirra eru bundnar við. Ákvarðanir um hámarksafla byggjast á tillögum framkvæmdastjórnar ESB og eru unnar í samráði við vísindamenn. Landbúnaðar- og sjávarútvegsráð ESB skiptir leyfilegum hámarksafla milli aðildarríkjanna, með hliðsjón af sögulegri veiðireynslu þeirra, samkvæmt meginreglunni um hlutfallslega stöðugar veiðar. Aðildarríkin hafa síðan sjálf umsjón með skiptingu aflaheimilda sinna milli innlendra útgerða, í samræmi við eigin löggjöf. Með gildistöku Lissabon-sáttmálans árið 2009 fékk Evrópuþingið í fyrsta sinn aðkomu að setningu afleiddrar löggjafar á sviði sjávarútvegsmála. Ákvarðanir um árlegan hámarksafla og úthlutun veiðiheimilda eru þó eftir sem áður teknar án aðkomu Evrópuþingsins og þurfa aukinn meirihluta atkvæða í landbúnaðar- og sjávarútvegsráði ESB til að hljóta samþykki. Helsta gagnrýnin á sjávarútvegsstefnu ESB hefur í gegnum tíðina snúið að ofveiði, brottkasti, slöku eftirliti, kvótahoppi og ófullnægjandi viðurlögum við brotum. Unnið hefur verið að því að bæta úr þessum þáttum við hverja endurskoðun stefnunnar en það hefur tekist misvel. Í skýrslu framkvæmdastjórnarinnar frá árinu 2009 voru skilgreindir fimm kerfislægir annmarkar sjávarútvegsstefnunnar: of mikil sóknargeta skipaflota aðildarríkjanna, ónákvæm markmið, skammsýni, of lítil ábyrgð á herðum sjávarútvegsiðnaðarins og skortur á pólitískum vilja til að tryggja reglufylgni. Þessir þættir liggja til grundvallar þriðju endurskoðun stefnunnar sem stendur yfir um þessar mundir en til stendur að ljúka henni fyrir lok þessa árs.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar