Óttast að RGIII sé með slitið krossband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2013 16:45 RGIII, eins og hann er kallaður, meiðist í leiknum um helgina. Mynd/AP Robert Griffin þriðji, leikstjórnandi NFL-liðsins Washington Redskins, þarf að fara til sérfræðings í dag vegna hnémeiðsla. Griffin er orðinn einn allra þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna eftir frábært tímabil með Washington. Hann er einn þeirra sem þykir líklegur til að verða valinn nýliði ársins og jafnvel besti sóknarmaður tímabilsins. Hann fór með lið sitt í úrslitakeppnina þar sem Washington mátti reyndar þola tap fyrir Seattle strax í fyrstu umferðinni sem fór fram nú um helgina. Washington komst reyndar í 14-0 forystu í leiknum en þá tóku hnémeiðsli Griffin sig upp og sóknarleikur liðsins hrundi. Griffin hélt áfram að spila en Seattle skoraði 24 stig í röð og fagnaði sigri. Griffin þurfti svo að yfirgefa völlinn í fjórða leikhluta eftir að hnéð gaf sig endanlega. Þá strax var óttast að meiðslin væru alvarleg. Griffin sleit krossband í þessu sama hné árið 2009 er hann spilaði með háskólaliði Baylor. Hann fór í segulómskoðun í gær og voru niðurstöðurnar ófullnægjandi, að sögn Mike Shanahan, þjálfara Redskins. Shanahan sagði að gömul meiðsli villa oft fyrir í slíkum skoðunum og því þurfi Griffin að fara til sérfræðings. En ef krossbandið er slitið á ný er líklegt að hann þurfi að fara í aðgerð og verði af þeim sökum frá næstu 9-12 mánuðina. Nýtt tímabil hefst í september næstkomandi. NFL Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Hildur fékk svakalegt glóðarauga Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Sjá meira
Robert Griffin þriðji, leikstjórnandi NFL-liðsins Washington Redskins, þarf að fara til sérfræðings í dag vegna hnémeiðsla. Griffin er orðinn einn allra þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna eftir frábært tímabil með Washington. Hann er einn þeirra sem þykir líklegur til að verða valinn nýliði ársins og jafnvel besti sóknarmaður tímabilsins. Hann fór með lið sitt í úrslitakeppnina þar sem Washington mátti reyndar þola tap fyrir Seattle strax í fyrstu umferðinni sem fór fram nú um helgina. Washington komst reyndar í 14-0 forystu í leiknum en þá tóku hnémeiðsli Griffin sig upp og sóknarleikur liðsins hrundi. Griffin hélt áfram að spila en Seattle skoraði 24 stig í röð og fagnaði sigri. Griffin þurfti svo að yfirgefa völlinn í fjórða leikhluta eftir að hnéð gaf sig endanlega. Þá strax var óttast að meiðslin væru alvarleg. Griffin sleit krossband í þessu sama hné árið 2009 er hann spilaði með háskólaliði Baylor. Hann fór í segulómskoðun í gær og voru niðurstöðurnar ófullnægjandi, að sögn Mike Shanahan, þjálfara Redskins. Shanahan sagði að gömul meiðsli villa oft fyrir í slíkum skoðunum og því þurfi Griffin að fara til sérfræðings. En ef krossbandið er slitið á ný er líklegt að hann þurfi að fara í aðgerð og verði af þeim sökum frá næstu 9-12 mánuðina. Nýtt tímabil hefst í september næstkomandi.
NFL Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Fleiri fréttir „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Hildur fékk svakalegt glóðarauga Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn