Lék yfirmann konu sinnar 2. janúar 2013 10:33 Jóhannes Haukur flottur sem yfirmaður konu sinnar. „Hún gaukaði hinu og þessu að mér," svarar Jóhannes Haukur Jóhannesson sem lék Már Guðmundsson, seðlabankastjóra, með einstaklega eftirminnilegum hætti í áramótaskaupinu. Kona Jóhannesar, Rósa Björk Sveinsdóttir, starfar á hagfræðisviði spádeildar seðlabankans - Már er því yfirmaður hennar. Jóhannes hefur því ekki þurft að leita langt yfir skammt þegar hann tileinkaði sér takta seðlabankastjórans. Persóna Más fékk þó heldur jákvæða yfirhalningu í skaupinu en þar kom hann fyrir sem hvítur riddari réttlætisins þar sem hann barðist meðal annars gegn „ofur- illmenninu" og „vesalingnum" Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja - sem var einnig frábærlega leikinn af Gunnari Hanssyni. Seðlabanki íslands og Samherji hafa tekist harkalega á eftir að fyrrnefnda stofnunin framkvæmdi húsleit hjá Samherja fyrr á árinu. Jóhannes segist þó ekki aðeins hafa fengið góðar upplýsingar um smáatriði í fari Más frá Rósu, heldur hafi hann skoðað seðlabankastjórann vel í fréttum og viðtölum, sem tekin hafa verið við hann í gegnum tíðina. „Ragna Fossberg [förðunarmeistari RÚV innskt. blm.] sá svo eiginlega um rest," segir Jóhannes Haukur og hlær.Jóhannes Haukur segist hafa hulið eyru dóttur sinnar þegar blótsyrðin heyrðust í skaupinu.Jóhannes viðurkennir í samtali við blaðamann að galdurinn felist aðallega í vörunum og drýldnum augnsvipnum. Spurður um viðbrögð svarar Jóhannes því að hann hafi fengið jákvæð viðbrögð við sínu hlutverki. Hann hafi þó tekið eftir því að skaupið sé umdeildara í ár en oft áður. „Mér fannst þetta persónulega mjög gott," segir Jóhannes Haukur og bætir við að hann hafi tekið eftir að almenningur gagnrýnir orðbragð skaupsins sérstaklega - sem var vissulega ekki fagurt á köflum - „en ég hélt bara fyrir eyrun á fjögurra ára dóttur minni þegar slíkt orðbragð var viðhaft," bætir hann við. Spurður hvort stórleikur hans hafi komið konu hans í vandræðum í vinnunni svarar Jóhannes, „Hún er reyndar ekki mætt í vinnuna, en ég efast um að Már bíði eftir henni inni á skrifstofunni." Menning Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Hún gaukaði hinu og þessu að mér," svarar Jóhannes Haukur Jóhannesson sem lék Már Guðmundsson, seðlabankastjóra, með einstaklega eftirminnilegum hætti í áramótaskaupinu. Kona Jóhannesar, Rósa Björk Sveinsdóttir, starfar á hagfræðisviði spádeildar seðlabankans - Már er því yfirmaður hennar. Jóhannes hefur því ekki þurft að leita langt yfir skammt þegar hann tileinkaði sér takta seðlabankastjórans. Persóna Más fékk þó heldur jákvæða yfirhalningu í skaupinu en þar kom hann fyrir sem hvítur riddari réttlætisins þar sem hann barðist meðal annars gegn „ofur- illmenninu" og „vesalingnum" Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja - sem var einnig frábærlega leikinn af Gunnari Hanssyni. Seðlabanki íslands og Samherji hafa tekist harkalega á eftir að fyrrnefnda stofnunin framkvæmdi húsleit hjá Samherja fyrr á árinu. Jóhannes segist þó ekki aðeins hafa fengið góðar upplýsingar um smáatriði í fari Más frá Rósu, heldur hafi hann skoðað seðlabankastjórann vel í fréttum og viðtölum, sem tekin hafa verið við hann í gegnum tíðina. „Ragna Fossberg [förðunarmeistari RÚV innskt. blm.] sá svo eiginlega um rest," segir Jóhannes Haukur og hlær.Jóhannes Haukur segist hafa hulið eyru dóttur sinnar þegar blótsyrðin heyrðust í skaupinu.Jóhannes viðurkennir í samtali við blaðamann að galdurinn felist aðallega í vörunum og drýldnum augnsvipnum. Spurður um viðbrögð svarar Jóhannes því að hann hafi fengið jákvæð viðbrögð við sínu hlutverki. Hann hafi þó tekið eftir því að skaupið sé umdeildara í ár en oft áður. „Mér fannst þetta persónulega mjög gott," segir Jóhannes Haukur og bætir við að hann hafi tekið eftir að almenningur gagnrýnir orðbragð skaupsins sérstaklega - sem var vissulega ekki fagurt á köflum - „en ég hélt bara fyrir eyrun á fjögurra ára dóttur minni þegar slíkt orðbragð var viðhaft," bætir hann við. Spurður hvort stórleikur hans hafi komið konu hans í vandræðum í vinnunni svarar Jóhannes, „Hún er reyndar ekki mætt í vinnuna, en ég efast um að Már bíði eftir henni inni á skrifstofunni."
Menning Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira