Ævintýralegur vöxtur snjallasímamarkaðar Magnús Halldórsson skrifar 13. janúar 2013 23:05 Snjallsímar eru nú í höndum meira en milljarðs manna í heiminum, en sala á þeim hefur verið gríðarlega hröð, frá því að þeir komu fyrst á markað. Sala á snjallsímum hefur verið ævintýralega mikil á undanförnum árum, en sérfræðingar gera ráð fyrir að ekki muni draga úr hraða sölunnar fyrr en á næsta ári. Ástæðan fyrir að hægja mun á sölunni á endanum, er einfaldlega sú að vöxturinn hefur verið svo hraður, að ómögulegt er talið að viðhalda honum, þar sem mörg hundruð milljónir manna eru nú komnar með snjallsíma í hendurnar, og munu ekki allir endurnýja þá hratt. Samkvæmt upplýsingum sem rannsóknarfyrirtækið IDC tekur saman reglulega voru sölutölurnar ekki síst athyglisverðar fyrir árin 2010 og 2011. Ekki liggja fyrir upplýsingar um stöðu mála í lok árs 2012, en vöxturinn hélt áfram á því ári þegar nær öll met voru slegin. Samsung er stærsta snjallsímafyrirtæki heimsins, og Apple kemur fast á eftir. Aðrir framleiðendur eru nokkuð á eftir þeim. Nokia var framan af einn stærsti söluaðili snjallsíma í heiminum, einkum í Asíu, en salan hefur minnkað mikið, og var langt frá Apple og Samsung á árinu 2012, samkvæmt fréttum, en eins og áður sagði þá liggja heildartölur fyrir það ár ekki fyrir enn. Þá segja sölutölurnar ekki alla söguna, þar sem verð eru misjöfn á símunum, allt eftir gæðum og tegundum. Tæplega 800 milljónir snjallsíma seldust á heimsvísu á árunum 2010 og 2011, samkvæmt upplýsingum IDC. Þessi sala hefur haft mikil áhrif á ýmsa þjónustu, sem nú er orðin aðgengileg í gegnum snjallsíma, s.s. bankaþjónusta og ýmis smásala. Sjá má upplýsingar um sölu og markaðshlutdeild, í töflu hér að neðan, en upplýsingar koma frá IDC.Snjallsímar2011 sala á snjallsímum2011 Markaðs- hlutdeild2010 sala á snjallsímum2010 Markaðs-hlutdeildBreytingar milli áraSamsung94.019.1%22.97.5%310.5%Apple93.219.0%47.515.6%96.2%Nokia77.315.7%100.132.9%-22.8%Research In Motion51.110.4%48.816.0%4.7%HTC43.58.9%21.77.1%100.5%Aðrir132.326.9%63.720.9%107.7%Samtals491.4100.0%304.7100.0%61.3% Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Sala á snjallsímum hefur verið ævintýralega mikil á undanförnum árum, en sérfræðingar gera ráð fyrir að ekki muni draga úr hraða sölunnar fyrr en á næsta ári. Ástæðan fyrir að hægja mun á sölunni á endanum, er einfaldlega sú að vöxturinn hefur verið svo hraður, að ómögulegt er talið að viðhalda honum, þar sem mörg hundruð milljónir manna eru nú komnar með snjallsíma í hendurnar, og munu ekki allir endurnýja þá hratt. Samkvæmt upplýsingum sem rannsóknarfyrirtækið IDC tekur saman reglulega voru sölutölurnar ekki síst athyglisverðar fyrir árin 2010 og 2011. Ekki liggja fyrir upplýsingar um stöðu mála í lok árs 2012, en vöxturinn hélt áfram á því ári þegar nær öll met voru slegin. Samsung er stærsta snjallsímafyrirtæki heimsins, og Apple kemur fast á eftir. Aðrir framleiðendur eru nokkuð á eftir þeim. Nokia var framan af einn stærsti söluaðili snjallsíma í heiminum, einkum í Asíu, en salan hefur minnkað mikið, og var langt frá Apple og Samsung á árinu 2012, samkvæmt fréttum, en eins og áður sagði þá liggja heildartölur fyrir það ár ekki fyrir enn. Þá segja sölutölurnar ekki alla söguna, þar sem verð eru misjöfn á símunum, allt eftir gæðum og tegundum. Tæplega 800 milljónir snjallsíma seldust á heimsvísu á árunum 2010 og 2011, samkvæmt upplýsingum IDC. Þessi sala hefur haft mikil áhrif á ýmsa þjónustu, sem nú er orðin aðgengileg í gegnum snjallsíma, s.s. bankaþjónusta og ýmis smásala. Sjá má upplýsingar um sölu og markaðshlutdeild, í töflu hér að neðan, en upplýsingar koma frá IDC.Snjallsímar2011 sala á snjallsímum2011 Markaðs- hlutdeild2010 sala á snjallsímum2010 Markaðs-hlutdeildBreytingar milli áraSamsung94.019.1%22.97.5%310.5%Apple93.219.0%47.515.6%96.2%Nokia77.315.7%100.132.9%-22.8%Research In Motion51.110.4%48.816.0%4.7%HTC43.58.9%21.77.1%100.5%Aðrir132.326.9%63.720.9%107.7%Samtals491.4100.0%304.7100.0%61.3%
Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent