Steingrímur varði olíuleit Íslendinga í Tromsö Kristján Már Unnarsson skrifar 26. janúar 2013 19:07 Sjávarútvegsráðherra Noregs segir að þar í landi hafi það sýnt sig að fiskveiðar og olíuleit geti vel farið saman. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö, sem lauk í gær, varði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra þá ákvörðun Íslendinga að hefja olíuleit með því að aðrar þjóðir við Norður-Atlantshaf gerðu slíkt hið sama. Í ræðu um olíuáform Íslands sagði Steingrímur að fyrst yrði að tryggja strangar varnir gegn mengun og slysum áður en nokkur olíuvinnsla yrði hugsanlega leyfð. Fréttamönnum sagði hann síðan að það yrði stór ákvörðun ef Ísland eitt ríkja ætlaði ekki að leyfa olíuleit. „Það fer fram olíuleit alls staðar í kringum okkur; við Færeyjar, þeir eru að byrja við austurströnd Grænlands og Norðmenn eru að skoða Jan Mayen-svæðið fyrir norðan okkur," sagði Steingrímur í samtali við erlenda fréttamenn í Tromsö, sem heyra má í frétt Stöðvar 2. Þegar við spurðum sjávarútvegsráðherra Noregs, Lisbeth Berg-Hansen, hvort hún hefði áhyggjur af olíuleit við Jan Mayen vitnaði hún til reynslu Norðmanna af sambúð olíuiðnaðar og fiskveiða. „Við höfum unnið olíu við Noreg í mörg ár og í heildina hefur sambúð olíuvinnslu og sjávarútvegs gengið vel," sagði Lisbeth Berg-Hansen í viðtali við Stöð 2, en hún er jafnframt ráðherra yfir ströndum Noregs. Hún tók skýrt fram að norska ríkisstjórnin myndi aldrei hætta fiskimiðum fyrir fleiri olíudropa. „Það er alþekkt að olíuiðnaðurinn hefur lagt mikið af mörkum til velmegunar í Noregi og þannig verður það áfram." Því væri lykilatriði góð upplýsingaöflun með umhverfismati. „Á því þarf að byggja góðar áætlanir um hvernig þessar tvær atvinnugreinar geta farið saman. Það er nokkuð sem norsk stjórnvöld leggja mikla áherslu á," sagði norski ráðherrann. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra Noregs segir að þar í landi hafi það sýnt sig að fiskveiðar og olíuleit geti vel farið saman. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö, sem lauk í gær, varði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra þá ákvörðun Íslendinga að hefja olíuleit með því að aðrar þjóðir við Norður-Atlantshaf gerðu slíkt hið sama. Í ræðu um olíuáform Íslands sagði Steingrímur að fyrst yrði að tryggja strangar varnir gegn mengun og slysum áður en nokkur olíuvinnsla yrði hugsanlega leyfð. Fréttamönnum sagði hann síðan að það yrði stór ákvörðun ef Ísland eitt ríkja ætlaði ekki að leyfa olíuleit. „Það fer fram olíuleit alls staðar í kringum okkur; við Færeyjar, þeir eru að byrja við austurströnd Grænlands og Norðmenn eru að skoða Jan Mayen-svæðið fyrir norðan okkur," sagði Steingrímur í samtali við erlenda fréttamenn í Tromsö, sem heyra má í frétt Stöðvar 2. Þegar við spurðum sjávarútvegsráðherra Noregs, Lisbeth Berg-Hansen, hvort hún hefði áhyggjur af olíuleit við Jan Mayen vitnaði hún til reynslu Norðmanna af sambúð olíuiðnaðar og fiskveiða. „Við höfum unnið olíu við Noreg í mörg ár og í heildina hefur sambúð olíuvinnslu og sjávarútvegs gengið vel," sagði Lisbeth Berg-Hansen í viðtali við Stöð 2, en hún er jafnframt ráðherra yfir ströndum Noregs. Hún tók skýrt fram að norska ríkisstjórnin myndi aldrei hætta fiskimiðum fyrir fleiri olíudropa. „Það er alþekkt að olíuiðnaðurinn hefur lagt mikið af mörkum til velmegunar í Noregi og þannig verður það áfram." Því væri lykilatriði góð upplýsingaöflun með umhverfismati. „Á því þarf að byggja góðar áætlanir um hvernig þessar tvær atvinnugreinar geta farið saman. Það er nokkuð sem norsk stjórnvöld leggja mikla áherslu á," sagði norski ráðherrann.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira