Steingrímur varði olíuleit Íslendinga í Tromsö Kristján Már Unnarsson skrifar 26. janúar 2013 19:07 Sjávarútvegsráðherra Noregs segir að þar í landi hafi það sýnt sig að fiskveiðar og olíuleit geti vel farið saman. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö, sem lauk í gær, varði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra þá ákvörðun Íslendinga að hefja olíuleit með því að aðrar þjóðir við Norður-Atlantshaf gerðu slíkt hið sama. Í ræðu um olíuáform Íslands sagði Steingrímur að fyrst yrði að tryggja strangar varnir gegn mengun og slysum áður en nokkur olíuvinnsla yrði hugsanlega leyfð. Fréttamönnum sagði hann síðan að það yrði stór ákvörðun ef Ísland eitt ríkja ætlaði ekki að leyfa olíuleit. „Það fer fram olíuleit alls staðar í kringum okkur; við Færeyjar, þeir eru að byrja við austurströnd Grænlands og Norðmenn eru að skoða Jan Mayen-svæðið fyrir norðan okkur," sagði Steingrímur í samtali við erlenda fréttamenn í Tromsö, sem heyra má í frétt Stöðvar 2. Þegar við spurðum sjávarútvegsráðherra Noregs, Lisbeth Berg-Hansen, hvort hún hefði áhyggjur af olíuleit við Jan Mayen vitnaði hún til reynslu Norðmanna af sambúð olíuiðnaðar og fiskveiða. „Við höfum unnið olíu við Noreg í mörg ár og í heildina hefur sambúð olíuvinnslu og sjávarútvegs gengið vel," sagði Lisbeth Berg-Hansen í viðtali við Stöð 2, en hún er jafnframt ráðherra yfir ströndum Noregs. Hún tók skýrt fram að norska ríkisstjórnin myndi aldrei hætta fiskimiðum fyrir fleiri olíudropa. „Það er alþekkt að olíuiðnaðurinn hefur lagt mikið af mörkum til velmegunar í Noregi og þannig verður það áfram." Því væri lykilatriði góð upplýsingaöflun með umhverfismati. „Á því þarf að byggja góðar áætlanir um hvernig þessar tvær atvinnugreinar geta farið saman. Það er nokkuð sem norsk stjórnvöld leggja mikla áherslu á," sagði norski ráðherrann. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra Noregs segir að þar í landi hafi það sýnt sig að fiskveiðar og olíuleit geti vel farið saman. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö, sem lauk í gær, varði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra þá ákvörðun Íslendinga að hefja olíuleit með því að aðrar þjóðir við Norður-Atlantshaf gerðu slíkt hið sama. Í ræðu um olíuáform Íslands sagði Steingrímur að fyrst yrði að tryggja strangar varnir gegn mengun og slysum áður en nokkur olíuvinnsla yrði hugsanlega leyfð. Fréttamönnum sagði hann síðan að það yrði stór ákvörðun ef Ísland eitt ríkja ætlaði ekki að leyfa olíuleit. „Það fer fram olíuleit alls staðar í kringum okkur; við Færeyjar, þeir eru að byrja við austurströnd Grænlands og Norðmenn eru að skoða Jan Mayen-svæðið fyrir norðan okkur," sagði Steingrímur í samtali við erlenda fréttamenn í Tromsö, sem heyra má í frétt Stöðvar 2. Þegar við spurðum sjávarútvegsráðherra Noregs, Lisbeth Berg-Hansen, hvort hún hefði áhyggjur af olíuleit við Jan Mayen vitnaði hún til reynslu Norðmanna af sambúð olíuiðnaðar og fiskveiða. „Við höfum unnið olíu við Noreg í mörg ár og í heildina hefur sambúð olíuvinnslu og sjávarútvegs gengið vel," sagði Lisbeth Berg-Hansen í viðtali við Stöð 2, en hún er jafnframt ráðherra yfir ströndum Noregs. Hún tók skýrt fram að norska ríkisstjórnin myndi aldrei hætta fiskimiðum fyrir fleiri olíudropa. „Það er alþekkt að olíuiðnaðurinn hefur lagt mikið af mörkum til velmegunar í Noregi og þannig verður það áfram." Því væri lykilatriði góð upplýsingaöflun með umhverfismati. „Á því þarf að byggja góðar áætlanir um hvernig þessar tvær atvinnugreinar geta farið saman. Það er nokkuð sem norsk stjórnvöld leggja mikla áherslu á," sagði norski ráðherrann.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira