Endurgreiðslur vegna erlendra kvikmynda fjórtánfölduðust Erla Hlynsdóttir skrifar 7. febrúar 2013 18:45 Endurgreiðslur íslenska ríkisins vegna erlendrar kvikmyndagerðar fjórtánfölduðust á síðasta ári. Ástæðan fyrir þessu er aukinn fjöldi erlendra stórmynda sem gerðar eru hér á landi. Ríkissjóður endurgreiðir 20% af framleiðslukostnaði kvikmynda eftir að verkefnum er lokið, á grundvelli laga frá 1999. Alls var endurgreitt vegna nítján verkefna á síðasta ári, þar af fjögurra erlendra. Ber þar helst að nefna kvikmynd Baltasars Kormáks, Contraband, Promotheus eftir Ridley Scott og þættina Game of Thrones. Vakin er athygli á því að sum verkefna sem kvikmynduð voru á síðasta ári eru enn ekki komin til útborgunar þar sem fjárhagsuppgjöri hefur ekki verið skilað, og koma þau til útborgunar á þessu ári. Endurgreiðslur vegna framleiðslu kvikmynda hafa aukist mjög á síðustu árum og heildarupphæðin sem ríkið greiddi á síðasta ári var nánast tvöfalt hærri en sú frá árinu áður, eða 593 milljónir króna. Þegar endurgreiðslur vegna innlendrar kvikmyndagerðar eru skoðaðar kemur í ljós að upphæðin er litlu hærri en árið áður, 295 milljónir árið 2011 en 331 milljón í fyrra.Þau nítján verkefni sem fengu endurgreiðslu frá íslenska ríkinu á síðasta ári.Það varð hins vegar algjör sprenging þegar kemur að endurgreiðslum vegna erlendrar kvikmyndagerðar. Upphæðin var nítján milljónir 2011 en var 262 milljónir í fyrra, sem er fjórtánföldun. Þegar heildarendurgreiðslur fyrir síðasta ár eru skoðaðar sést síðan að 44 prósent þeirra eru vegna erlendrar kvikmyndagerðar sem er mikill munur frá sex prósenum árið áður. „Það tókst svona vel til, eins og í fyrra að fá öll þessi erlendu verkefni. Það eru þrír þættir sem skila því. Það er starfsfólkið hérna sem er alið upp í kvikmyndageiranum á Íslandi, það er landslagið okkar og náttúran, og svo að sjálfsögðu þetta 20 prósenta endurgreiðsluákvæði sem koma til útborgunar eftir að búið er að fjárfesta og eyða þessum peningum hér heima," segir Hilmar Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda. Game of Thrones Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Endurgreiðslur íslenska ríkisins vegna erlendrar kvikmyndagerðar fjórtánfölduðust á síðasta ári. Ástæðan fyrir þessu er aukinn fjöldi erlendra stórmynda sem gerðar eru hér á landi. Ríkissjóður endurgreiðir 20% af framleiðslukostnaði kvikmynda eftir að verkefnum er lokið, á grundvelli laga frá 1999. Alls var endurgreitt vegna nítján verkefna á síðasta ári, þar af fjögurra erlendra. Ber þar helst að nefna kvikmynd Baltasars Kormáks, Contraband, Promotheus eftir Ridley Scott og þættina Game of Thrones. Vakin er athygli á því að sum verkefna sem kvikmynduð voru á síðasta ári eru enn ekki komin til útborgunar þar sem fjárhagsuppgjöri hefur ekki verið skilað, og koma þau til útborgunar á þessu ári. Endurgreiðslur vegna framleiðslu kvikmynda hafa aukist mjög á síðustu árum og heildarupphæðin sem ríkið greiddi á síðasta ári var nánast tvöfalt hærri en sú frá árinu áður, eða 593 milljónir króna. Þegar endurgreiðslur vegna innlendrar kvikmyndagerðar eru skoðaðar kemur í ljós að upphæðin er litlu hærri en árið áður, 295 milljónir árið 2011 en 331 milljón í fyrra.Þau nítján verkefni sem fengu endurgreiðslu frá íslenska ríkinu á síðasta ári.Það varð hins vegar algjör sprenging þegar kemur að endurgreiðslum vegna erlendrar kvikmyndagerðar. Upphæðin var nítján milljónir 2011 en var 262 milljónir í fyrra, sem er fjórtánföldun. Þegar heildarendurgreiðslur fyrir síðasta ár eru skoðaðar sést síðan að 44 prósent þeirra eru vegna erlendrar kvikmyndagerðar sem er mikill munur frá sex prósenum árið áður. „Það tókst svona vel til, eins og í fyrra að fá öll þessi erlendu verkefni. Það eru þrír þættir sem skila því. Það er starfsfólkið hérna sem er alið upp í kvikmyndageiranum á Íslandi, það er landslagið okkar og náttúran, og svo að sjálfsögðu þetta 20 prósenta endurgreiðsluákvæði sem koma til útborgunar eftir að búið er að fjárfesta og eyða þessum peningum hér heima," segir Hilmar Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda.
Game of Thrones Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent