Stelpurnar í Girls mæta í kvöld 6. febrúar 2013 14:15 Önnur þáttaröð af frumlegu gamanþáttaröðinni Girls hefst á Stöð 2 í kvöld. Þátturinn var valinn besta gamanþáttaröðin á Golden Globe-verðlaunaafhendingunni fyrir skemmstu. Höfundur þáttanna og aðalleikkona, Lena Dunham, var einnig valinn besta leikkonan á hátíðinni. Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 skömmu eftir frumsýningu í Bandaríkjunum en þar hófst þáttaröðin í sýningu nú í janúar. Fyrir tæpum tveimur vikum tilkynnti HBO-sjónvarpsstöðin að vinsældirnar væru slíkar að ákveðið hefði verið að framleiða einnig þriðju þáttaröð fyrir næsta vetur. Girls-þættirnir fjalla um vinkvennahóp sem elur manninn í draumaborginni New York og áhorfendur fá að fylgjast með aðstæðum þeirra, samskiptum við hitt kynið, baráttunni við starfsframann og fleira. Skvísurnar eru allar á þrítugsaldri og fyrir hópnum fer Hannah Horvarth sem leikin er af Lenu Dunham. Dunham er jafnframt hugmyndasmiðurinn, handritshöfundur þeirra og framleiðandi. Hún vann einnig til verðlauna fyrir leikstjórn á "pilot"-þættinum fyrir þáttaröðina. "Gossip Girl fjölluðu um unglinga í betri hverfum Mannhattan. Sex and the City fjölluðu um konur sem voru komnar með starfsframann á hreint og vildu fara að leggja drög að fjölskyldumyndun. Það er einn hópur kvenna á milli þessarra aldursskeiða sem á alveg eftir að fjalla um,“ sagði Dunham í viðtali um hugmyndina að baki Girls. Girls er á dagskrá Stöðvar tvö á miðvikudagskvöld klukkan 22:25. Golden Globes Menning Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Önnur þáttaröð af frumlegu gamanþáttaröðinni Girls hefst á Stöð 2 í kvöld. Þátturinn var valinn besta gamanþáttaröðin á Golden Globe-verðlaunaafhendingunni fyrir skemmstu. Höfundur þáttanna og aðalleikkona, Lena Dunham, var einnig valinn besta leikkonan á hátíðinni. Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 skömmu eftir frumsýningu í Bandaríkjunum en þar hófst þáttaröðin í sýningu nú í janúar. Fyrir tæpum tveimur vikum tilkynnti HBO-sjónvarpsstöðin að vinsældirnar væru slíkar að ákveðið hefði verið að framleiða einnig þriðju þáttaröð fyrir næsta vetur. Girls-þættirnir fjalla um vinkvennahóp sem elur manninn í draumaborginni New York og áhorfendur fá að fylgjast með aðstæðum þeirra, samskiptum við hitt kynið, baráttunni við starfsframann og fleira. Skvísurnar eru allar á þrítugsaldri og fyrir hópnum fer Hannah Horvarth sem leikin er af Lenu Dunham. Dunham er jafnframt hugmyndasmiðurinn, handritshöfundur þeirra og framleiðandi. Hún vann einnig til verðlauna fyrir leikstjórn á "pilot"-þættinum fyrir þáttaröðina. "Gossip Girl fjölluðu um unglinga í betri hverfum Mannhattan. Sex and the City fjölluðu um konur sem voru komnar með starfsframann á hreint og vildu fara að leggja drög að fjölskyldumyndun. Það er einn hópur kvenna á milli þessarra aldursskeiða sem á alveg eftir að fjalla um,“ sagði Dunham í viðtali um hugmyndina að baki Girls. Girls er á dagskrá Stöðvar tvö á miðvikudagskvöld klukkan 22:25.
Golden Globes Menning Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira