Íslenski hópurinn kemur heim á morgun með tvö gull og eitt silfur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. febrúar 2013 15:54 Íslenski hópurinn. Mynd/ÍF/Tryggvi Agnarsson Íslendingarnir sem tóku þátt í alþjóðaleikum Special Olympics í Suðu Kóreu koma heim á morgun. Árangur þeirra var sérlega glæsilegur og alls koma þau heim með þrenn verðlaun frá mótinu. Katrín Guðrún Tryggvadóttir og Þórdís Erlingsdóttir sigruðu í parakeppni og Þórdís var í fyrsta sæti og Katrín Guðrún í öðru sæti í einstaklingskeppni. Júlíus Pálsson varð í fjórða sæti í einstaklingskeppni. Þjálfarar hópsins eru Helga Olsen og Guðbjörg Erlendsdóttir en mikill metnaður hefur verið lagður í uppbyggingu greinarinnar sem er ný á Íslandi. Keppni fer þannig fram að keppt er í skylduæfingum og frjálsum æfingum og sameiginlegur árangur í báðum greinum gildir. Keppt er í mismunandi flokkum eftir aldursflokkum og getustigi hvers og eins og allir eiga því tækifæri á að vinna til verðlauna. Þetta keppnisform er því í mótsögn við hið hefðbundna pýramídakerfi íþróttanna, margir upplifa tilfinningu sigurvegara í fyrsta skipti á leikum Special Olympics. Fyrir leikana bjó hópurinn í Seoul þar sem Ísland tók þátt í vinabæjarprógrammi þar sem markmið er að kynna siði og menningu þeirrar þjóðar sem heldur leikana. Meðan keppni stóð yfir bjó hópurinn í Gangneung en keppni fór fram þar og í Pyeongchang.Opnunarhátíð leikanna fór fram í Pyeongchang og var sérlega glæsileg. Íslenski hópurinn vakti athygli á opnunarhátíðinni þegar þau gengu inn í íslenskum lopapeysum sem eru gjöf frá Handprjónasambandinu. Íslenski hópurinn eignaðist marga góða vini úr röðum íþróttamanna og þjálfara á leikunum. Leikar sem þessir er einstakur vettvangur fyrir fólk með þroskahömlun til þess að kynnast öðrum einstaklingum með ólíkan bakgrunn og úr ólíkri menningu. Á þessum leikum réði gleðin ríkjum og náungakærleikur er allsráðandi. Íþróttir Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Íslendingarnir sem tóku þátt í alþjóðaleikum Special Olympics í Suðu Kóreu koma heim á morgun. Árangur þeirra var sérlega glæsilegur og alls koma þau heim með þrenn verðlaun frá mótinu. Katrín Guðrún Tryggvadóttir og Þórdís Erlingsdóttir sigruðu í parakeppni og Þórdís var í fyrsta sæti og Katrín Guðrún í öðru sæti í einstaklingskeppni. Júlíus Pálsson varð í fjórða sæti í einstaklingskeppni. Þjálfarar hópsins eru Helga Olsen og Guðbjörg Erlendsdóttir en mikill metnaður hefur verið lagður í uppbyggingu greinarinnar sem er ný á Íslandi. Keppni fer þannig fram að keppt er í skylduæfingum og frjálsum æfingum og sameiginlegur árangur í báðum greinum gildir. Keppt er í mismunandi flokkum eftir aldursflokkum og getustigi hvers og eins og allir eiga því tækifæri á að vinna til verðlauna. Þetta keppnisform er því í mótsögn við hið hefðbundna pýramídakerfi íþróttanna, margir upplifa tilfinningu sigurvegara í fyrsta skipti á leikum Special Olympics. Fyrir leikana bjó hópurinn í Seoul þar sem Ísland tók þátt í vinabæjarprógrammi þar sem markmið er að kynna siði og menningu þeirrar þjóðar sem heldur leikana. Meðan keppni stóð yfir bjó hópurinn í Gangneung en keppni fór fram þar og í Pyeongchang.Opnunarhátíð leikanna fór fram í Pyeongchang og var sérlega glæsileg. Íslenski hópurinn vakti athygli á opnunarhátíðinni þegar þau gengu inn í íslenskum lopapeysum sem eru gjöf frá Handprjónasambandinu. Íslenski hópurinn eignaðist marga góða vini úr röðum íþróttamanna og þjálfara á leikunum. Leikar sem þessir er einstakur vettvangur fyrir fólk með þroskahömlun til þess að kynnast öðrum einstaklingum með ólíkan bakgrunn og úr ólíkri menningu. Á þessum leikum réði gleðin ríkjum og náungakærleikur er allsráðandi.
Íþróttir Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Bjarki kallaður inn í landsliðið Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sólveig Lára hætt með ÍR Staðfestir brottför frá Liverpool Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Sendu Houston enn á ný í háttinn Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira