Hrafnarnir frá Baltimore unnu leikinn um Ofurskálina 4. febrúar 2013 09:18 Goðsögnin Ray Lewis kvaddi deildina sem meistari. Baltimore Ravens er meistari í NFL-deildinni en liðið vann magnaðan sigur, 34-31, á San Francisco 49ers í Super Bowl í nótt. 49ers var lengi í gang, kom til baka og var ekki fjarri því að stela sigrinum. Það hefur mikið gengið á hjá Ravens í vetur. Eigandi félagsins, Art Modell, féll frá og svo missti liðið andlegan leiðtoga liðsins, Ray Lewis, í meiðsli og þá var ekki bjart fram undan. Lewis kom þó til baka og eftir að hann gaf það út að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið hefur liðið verið ósigrandi og fáir sáu fyrir ótrúlega frammistöðu liðsins í úrslitakeppninni. Joe Flacco, leikstjórnandi Baltimore, fór algjörlega á kostum í fyrri hálfleik. Þrjár af sendingum hans enduðu með snertimarki og Baltimore var mikið betra liðið. Hinn ungi og óreyndi leikstjórandi 49ers, Colin Kaepernick, fann sig aftur á móti engan veginn í fyrri hálfleik. Hann átti verk fyrir höndum í síðari hálfleik en staðan í hálfleik var 21-6 fyrir Baltimore. Síðari hálfleikur byrjaði á versta mögulega hátt fyrir 49ers því Ravens skilaði upphafssparki síðari hálfleiks alla leið í markið. 28-6 og Niners í vondri stöðu. Skömmu síðar sló út rafmagninu í Höllinni og varð að stöðva leikinn í heilar 34 mínútur. Kaepernick og félagar neituðu að gefast upp og komu til baka með látum. Skoruðu 17 stig í röð og náðu mest að minnka muninn í tvö stig, 31-29. Niners fékk tækifæri til þess að stela sigrinum undir lokin en sending Kaepernick misheppnaðist og Ravens fagnaði sætum sigri. Þetta var annar Super Bowl-titill félagsins en félagið vann síðast árið 2000. Joe Flacco var valinn verðmætasti leikmaður leiksins. NFL Tengdar fréttir Twitter logaði í nótt - 5,5 milljónir tístu yfir flutningi Beyoncé Það var nóg um að vera á samskiptamiðlinum Twitter þegar úrslitaleikurinn í NFL fór fram í gærkvöldi. 4. febrúar 2013 13:11 Peterson leikmaður ársins í NFL Hlauparinn Adrian Peterson hjá Minnesota Vikings var valinn leikmaður ársins í bandarísku NFL-deildinni. Tilkynnt var um valið í nótt. 3. febrúar 2013 10:00 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Sjá meira
Baltimore Ravens er meistari í NFL-deildinni en liðið vann magnaðan sigur, 34-31, á San Francisco 49ers í Super Bowl í nótt. 49ers var lengi í gang, kom til baka og var ekki fjarri því að stela sigrinum. Það hefur mikið gengið á hjá Ravens í vetur. Eigandi félagsins, Art Modell, féll frá og svo missti liðið andlegan leiðtoga liðsins, Ray Lewis, í meiðsli og þá var ekki bjart fram undan. Lewis kom þó til baka og eftir að hann gaf það út að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið hefur liðið verið ósigrandi og fáir sáu fyrir ótrúlega frammistöðu liðsins í úrslitakeppninni. Joe Flacco, leikstjórnandi Baltimore, fór algjörlega á kostum í fyrri hálfleik. Þrjár af sendingum hans enduðu með snertimarki og Baltimore var mikið betra liðið. Hinn ungi og óreyndi leikstjórandi 49ers, Colin Kaepernick, fann sig aftur á móti engan veginn í fyrri hálfleik. Hann átti verk fyrir höndum í síðari hálfleik en staðan í hálfleik var 21-6 fyrir Baltimore. Síðari hálfleikur byrjaði á versta mögulega hátt fyrir 49ers því Ravens skilaði upphafssparki síðari hálfleiks alla leið í markið. 28-6 og Niners í vondri stöðu. Skömmu síðar sló út rafmagninu í Höllinni og varð að stöðva leikinn í heilar 34 mínútur. Kaepernick og félagar neituðu að gefast upp og komu til baka með látum. Skoruðu 17 stig í röð og náðu mest að minnka muninn í tvö stig, 31-29. Niners fékk tækifæri til þess að stela sigrinum undir lokin en sending Kaepernick misheppnaðist og Ravens fagnaði sætum sigri. Þetta var annar Super Bowl-titill félagsins en félagið vann síðast árið 2000. Joe Flacco var valinn verðmætasti leikmaður leiksins.
NFL Tengdar fréttir Twitter logaði í nótt - 5,5 milljónir tístu yfir flutningi Beyoncé Það var nóg um að vera á samskiptamiðlinum Twitter þegar úrslitaleikurinn í NFL fór fram í gærkvöldi. 4. febrúar 2013 13:11 Peterson leikmaður ársins í NFL Hlauparinn Adrian Peterson hjá Minnesota Vikings var valinn leikmaður ársins í bandarísku NFL-deildinni. Tilkynnt var um valið í nótt. 3. febrúar 2013 10:00 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Dagskráin: Heldur veislan áfram í Mílanó? „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Fékk nýjar medalíur í stað þeirra sem brunnu Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sagður hafa kýlt fyrrum kærustu: „Þetta er misskilningur“ Sjá meira
Twitter logaði í nótt - 5,5 milljónir tístu yfir flutningi Beyoncé Það var nóg um að vera á samskiptamiðlinum Twitter þegar úrslitaleikurinn í NFL fór fram í gærkvöldi. 4. febrúar 2013 13:11
Peterson leikmaður ársins í NFL Hlauparinn Adrian Peterson hjá Minnesota Vikings var valinn leikmaður ársins í bandarísku NFL-deildinni. Tilkynnt var um valið í nótt. 3. febrúar 2013 10:00