Nýtt sýnishorn úr Ófeigur gengur aftur 21. febrúar 2013 17:15 Senn styttist í frumsýningu gamansömu draugamyndarinnar Ófeigur gengur aftur eftir Ágúst Guðmundsson. Framleiðendur myndarinnar sendu nú í vikunni frá sér nýtt sýnishorn úr henni. Þórhallur Sigurðsson, Laddi, fer með titilhlutverkið, hinn nýlátna Ófeig sem gengur aftur. Hann er faðir Önnu Sólar, sem Ilmur Kristjánsdóttir leikur, og fer að hlutast til um líf hennar og kærasta hennar, Inga Brjáns, sem Gísli Örn Garðarsson leikur. Unga parið ætlar að selja hús hins látna en Ófeigur er því mótfallinn og vill ekki að þau flytji. Afskiptasemi afturgöngunnar er slík að Ingi Brjánn bregður á það ráð að reyna að kveða drauginn niður með aðferðum sem hann finnur í gamalli galdrabók. Með önnur hlutverk í myndinni fara Halldóra Geirharðsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Vignir Rafn Valþórsson. Greinilegt er að tæknibrellur eru áberandi í myndinni og vel heppnaðar en það er Jörundur Rafn Arnarsson sem myndbrellumeistari myndarinnar. "Nú er komin sú tíð að það er tiltölulega auðvelt að vinna ýmsar tæknibrellur í kvikmyndum og það er mjög freistandi að færa sér það í nyt. Þetta er að nokkru leyti draugasaga og allt í kringum draugana og í kringum ýmsa yfirnáttúrulega viðburði verður unnið með tæknibrellum," segir Ágúst Guðmundsson leikstjóri, sem samdi einnig handritið. Ófeigur gengur aftur verður frumsýnd um páskana, eða 29. mars næstkomandi. Hægt er að sjá nýja sýnishornið í spilaranum hér fyrir ofan og á sjónvarpssíðu Vísis. Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Senn styttist í frumsýningu gamansömu draugamyndarinnar Ófeigur gengur aftur eftir Ágúst Guðmundsson. Framleiðendur myndarinnar sendu nú í vikunni frá sér nýtt sýnishorn úr henni. Þórhallur Sigurðsson, Laddi, fer með titilhlutverkið, hinn nýlátna Ófeig sem gengur aftur. Hann er faðir Önnu Sólar, sem Ilmur Kristjánsdóttir leikur, og fer að hlutast til um líf hennar og kærasta hennar, Inga Brjáns, sem Gísli Örn Garðarsson leikur. Unga parið ætlar að selja hús hins látna en Ófeigur er því mótfallinn og vill ekki að þau flytji. Afskiptasemi afturgöngunnar er slík að Ingi Brjánn bregður á það ráð að reyna að kveða drauginn niður með aðferðum sem hann finnur í gamalli galdrabók. Með önnur hlutverk í myndinni fara Halldóra Geirharðsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Vignir Rafn Valþórsson. Greinilegt er að tæknibrellur eru áberandi í myndinni og vel heppnaðar en það er Jörundur Rafn Arnarsson sem myndbrellumeistari myndarinnar. "Nú er komin sú tíð að það er tiltölulega auðvelt að vinna ýmsar tæknibrellur í kvikmyndum og það er mjög freistandi að færa sér það í nyt. Þetta er að nokkru leyti draugasaga og allt í kringum draugana og í kringum ýmsa yfirnáttúrulega viðburði verður unnið með tæknibrellum," segir Ágúst Guðmundsson leikstjóri, sem samdi einnig handritið. Ófeigur gengur aftur verður frumsýnd um páskana, eða 29. mars næstkomandi. Hægt er að sjá nýja sýnishornið í spilaranum hér fyrir ofan og á sjónvarpssíðu Vísis.
Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira