Hafdís Pála og Kristófer Íslandsmeistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. mars 2013 10:30 Hafdís Pála Jónasdóttir úr KFR og Kristófer John Unnsteinsson úr ÍR Mynd/www.kli.is/Valgeir Guðbjartsson Hafdís Pála Jónasdóttir úr KFR og Kristófer John Unnsteinsson úr ÍR tryggðu sér í gær Íslandsmeistaratitil einstaklinga með forgjöf í keilu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Keilusambandi Íslands. Hafdís Pála vann úrslitaleikinn á móti Vilborgu Lúðvíksdóttur úr ÍA en Kristófer John hafði betur á móti Baldri Haukssyni úr ÍFH. Þetta er í fyrsta skipti sem þau bæði vinna þennan titil.Í úrslitunum hjá konunum tryggði Hafdís Pála sér sigurinn í fyrsta leiknum með 244 með forgjöf (215 + 29) á móti 208 hjá Vilborgu (168 + 40). Annar leikinn vann Hafdís Pála einnig með stórleik 234 með forgjöf (205 + 29) en Vilborg spilaði 172 með forgjöf (132 + 40). Þar sem Hafdís Pála hafði verið í 2. sætinu að loknum undanúrslitum þurfti hún að vinna 3 leiki til að tryggja sér titilinn og þriðji leikurinn var spennandi þar sem Hafdís Páll vannn með aðeins 5 pinnum eða með 208 með forgjöf (179 + 29) á móti 203 með forgjöf (163 + 40) hjá Vilborgu.Kristófer John Unnsteinsson úr ÍR tryggði sér efsta sætið í karlaflokki á fyrri degi forkeppninnar og hélt öruggri forystu allt til loka keppninnar með góðri spilamennsku. Í úrslitunum var Kristófer öryggið uppmálað og tryggði sér titilinn með góðri spilamennsku. Hann vann fyrsta leikinn með 239 með forgjöf (210 + 29) á móti 188 með forgjöf hjá Baldri (116 + 72) og svo annan leikinn með 251 með forgjöf (222 + 29) á móti 139 + 72 ) hjá Baldri.Hafdís Pála Jónasdóttir úr KFR er aðeins 17 ára að aldri og þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill hennar í fullorðinsflokki. Hún tryggði sér á síðasta ári sæti í unglingalandsliðinu í keilu og keppti með liðinu á Evrópumóti unglinga 2012 í Álaborg í Danmörku og mun keppa með liðinu á sama móti sem haldið verður í Vín í Austurríki dagana 23. mars – 1. apríl n.k.Kristófer John Unnsteinsson úr ÍR er 22 ára og var að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Hann hefur eingöngu stundað keiluíþróttina í tvö ár og tekið miklum framförum á þeim tíma. Íþróttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Sjá meira
Hafdís Pála Jónasdóttir úr KFR og Kristófer John Unnsteinsson úr ÍR tryggðu sér í gær Íslandsmeistaratitil einstaklinga með forgjöf í keilu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Keilusambandi Íslands. Hafdís Pála vann úrslitaleikinn á móti Vilborgu Lúðvíksdóttur úr ÍA en Kristófer John hafði betur á móti Baldri Haukssyni úr ÍFH. Þetta er í fyrsta skipti sem þau bæði vinna þennan titil.Í úrslitunum hjá konunum tryggði Hafdís Pála sér sigurinn í fyrsta leiknum með 244 með forgjöf (215 + 29) á móti 208 hjá Vilborgu (168 + 40). Annar leikinn vann Hafdís Pála einnig með stórleik 234 með forgjöf (205 + 29) en Vilborg spilaði 172 með forgjöf (132 + 40). Þar sem Hafdís Pála hafði verið í 2. sætinu að loknum undanúrslitum þurfti hún að vinna 3 leiki til að tryggja sér titilinn og þriðji leikurinn var spennandi þar sem Hafdís Páll vannn með aðeins 5 pinnum eða með 208 með forgjöf (179 + 29) á móti 203 með forgjöf (163 + 40) hjá Vilborgu.Kristófer John Unnsteinsson úr ÍR tryggði sér efsta sætið í karlaflokki á fyrri degi forkeppninnar og hélt öruggri forystu allt til loka keppninnar með góðri spilamennsku. Í úrslitunum var Kristófer öryggið uppmálað og tryggði sér titilinn með góðri spilamennsku. Hann vann fyrsta leikinn með 239 með forgjöf (210 + 29) á móti 188 með forgjöf hjá Baldri (116 + 72) og svo annan leikinn með 251 með forgjöf (222 + 29) á móti 139 + 72 ) hjá Baldri.Hafdís Pála Jónasdóttir úr KFR er aðeins 17 ára að aldri og þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill hennar í fullorðinsflokki. Hún tryggði sér á síðasta ári sæti í unglingalandsliðinu í keilu og keppti með liðinu á Evrópumóti unglinga 2012 í Álaborg í Danmörku og mun keppa með liðinu á sama móti sem haldið verður í Vín í Austurríki dagana 23. mars – 1. apríl n.k.Kristófer John Unnsteinsson úr ÍR er 22 ára og var að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Hann hefur eingöngu stundað keiluíþróttina í tvö ár og tekið miklum framförum á þeim tíma.
Íþróttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Dagskráin í dag: Evrópuævintýri Breiðabliks og Víkings ásamt Bestu kvenna Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Sjá meira