Vaktir með lyfjaprófum Birgir Þór Harðarson skrifar 6. mars 2013 16:45 Ricciardo var kannski ekki búinn að drekka nógu mikið til þess að geta pissað. Annars hlýtur Red Bull að gera athugasemd við að hann drekki Gatorate. Formúlu 1-ökuþórarnir Fernando Alonso, Sergio Perez og Daniel Ricciardo fengu óvænta og snemmbúna heimsókn í gærmorgun þegar Alþjóðlega lyfjaeftirlitsnefndin leit við hjá þeim þremur. „Klukkan er 6:42. Lyfjapróf." Þannig hljómaði tíst Alonso um atvikið. Perez, ökumaður McLaren, staðfesti einnig að hafa fengið heimsókn frá köllunum með pissdollur í gærmorgun. Þá var Ricciardo vakinn heima hjá sér af sömu mönnum og segir það hafa verið vandræðalega uppákomu. „Sætti lyfjaprófi snemma í morgun," tísti Ástralinn og bætti svo við: „Allt í einu verður erfitt að pissa heima hjá sér þegar einhver stendur og horfir yfir öxlina á þér." Lyfjaeftirliti er ekki aðeins við haldið á meðan keppnisvertíðinni stendur heldur er það allan allan ársins hring. Lyfjaeftirlitsaðilar geta því birst á tröppunum hjá hverjum sem, þegar þeir vilja. Sá háttur hefur verið hafður á lengi. Árið 2002 féll tékkneski ökuþórinn Tomas Enge á lyfjaprófi þegar vottur af kanabis-efnum fannst í lífsýnum hans. Hann ók í þremur mótum fyrir Prost-liðið árið 2001 og hafði unnið meistaratitil ökuþóra í F3000 þegar lyfjaprófið var gert. Hann er eini Formúlu 1-ökuþórinn sem fallið hefur á lyfjaprófi. Ógæfan hefur ekki enn yfirgefið Tékkann því síðasta sumar féll hann aftur á lyfjaprófi og má ekki taka þátt í mótorsporti í átján mánuði. Hann er því jafnframt eini Formúlu 1-ökuþórinn sem hefur fallið tvisvar á lyfjaprófi. Formúla Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Formúlu 1-ökuþórarnir Fernando Alonso, Sergio Perez og Daniel Ricciardo fengu óvænta og snemmbúna heimsókn í gærmorgun þegar Alþjóðlega lyfjaeftirlitsnefndin leit við hjá þeim þremur. „Klukkan er 6:42. Lyfjapróf." Þannig hljómaði tíst Alonso um atvikið. Perez, ökumaður McLaren, staðfesti einnig að hafa fengið heimsókn frá köllunum með pissdollur í gærmorgun. Þá var Ricciardo vakinn heima hjá sér af sömu mönnum og segir það hafa verið vandræðalega uppákomu. „Sætti lyfjaprófi snemma í morgun," tísti Ástralinn og bætti svo við: „Allt í einu verður erfitt að pissa heima hjá sér þegar einhver stendur og horfir yfir öxlina á þér." Lyfjaeftirliti er ekki aðeins við haldið á meðan keppnisvertíðinni stendur heldur er það allan allan ársins hring. Lyfjaeftirlitsaðilar geta því birst á tröppunum hjá hverjum sem, þegar þeir vilja. Sá háttur hefur verið hafður á lengi. Árið 2002 féll tékkneski ökuþórinn Tomas Enge á lyfjaprófi þegar vottur af kanabis-efnum fannst í lífsýnum hans. Hann ók í þremur mótum fyrir Prost-liðið árið 2001 og hafði unnið meistaratitil ökuþóra í F3000 þegar lyfjaprófið var gert. Hann er eini Formúlu 1-ökuþórinn sem fallið hefur á lyfjaprófi. Ógæfan hefur ekki enn yfirgefið Tékkann því síðasta sumar féll hann aftur á lyfjaprófi og má ekki taka þátt í mótorsporti í átján mánuði. Hann er því jafnframt eini Formúlu 1-ökuþórinn sem hefur fallið tvisvar á lyfjaprófi.
Formúla Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fótbolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira