Spila á tónlistarhátíðum í Genf og Vilnius 27. mars 2013 15:00 Rafdúettinn Stereo Hypnosis ásamt tónskáldinu Þorkatli Atlasyni leggja land undir fót um páskana til Sviss og Litháen. Þar munu þeir spila á tveimum stórum tónlistarhátíðum í Genf og Vilnius. Tónlistarhátíðin í Genf heitir Electron Festival og er þekkt sem ein af stærstu raftónlistarhátíðunum þar í bæ. Electron Festival fagnar einmitt tíu ára afmæli sínu nú í ár og eru listamennirnir sem troða þar upp ekki af verri endanum; LFO, Tiga, Atari Teenage Riot, Theo Parrish, Jimmy Edgar og Machinedrum. Stereo Hypnosis, sem er skipaður feðgunum Pan og Óskari Thorarensen, stígur þar á stokk á páskadag. Hátíðin í Vilnius heitir Jauna Muzika. Hún er ein af stærstu tónlistarhátíðum sem haldnar eru í Eystrasaltsríkjunum. Thorarensen-feðgar spiluðu áður á hátíðinni í Vilnius árið 2011. Þeir ætla nú að frumflytja nýtt tón- og myndverk sem var sérstaklega samið fyrir þessa tónleika. Þá er ný plata í smiðum hjá Stereo Hypnosis en hún mun koma út í desember. Í spilaranum hér fyrir ofan má hlusta á lag dúettsins Farmer In The Sky af þröngskífunni Glossolalia, sem kom út í fyrra. Tónlist Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Rafdúettinn Stereo Hypnosis ásamt tónskáldinu Þorkatli Atlasyni leggja land undir fót um páskana til Sviss og Litháen. Þar munu þeir spila á tveimum stórum tónlistarhátíðum í Genf og Vilnius. Tónlistarhátíðin í Genf heitir Electron Festival og er þekkt sem ein af stærstu raftónlistarhátíðunum þar í bæ. Electron Festival fagnar einmitt tíu ára afmæli sínu nú í ár og eru listamennirnir sem troða þar upp ekki af verri endanum; LFO, Tiga, Atari Teenage Riot, Theo Parrish, Jimmy Edgar og Machinedrum. Stereo Hypnosis, sem er skipaður feðgunum Pan og Óskari Thorarensen, stígur þar á stokk á páskadag. Hátíðin í Vilnius heitir Jauna Muzika. Hún er ein af stærstu tónlistarhátíðum sem haldnar eru í Eystrasaltsríkjunum. Thorarensen-feðgar spiluðu áður á hátíðinni í Vilnius árið 2011. Þeir ætla nú að frumflytja nýtt tón- og myndverk sem var sérstaklega samið fyrir þessa tónleika. Þá er ný plata í smiðum hjá Stereo Hypnosis en hún mun koma út í desember. Í spilaranum hér fyrir ofan má hlusta á lag dúettsins Farmer In The Sky af þröngskífunni Glossolalia, sem kom út í fyrra.
Tónlist Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira