Teitur: Keflvíkingar lugu því að Jovan hefði slegið einhvern Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2013 12:45 Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Vilhelm Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, verður án lykilmanns í oddaleiknum á móti Keflavík á morgun en Stjarnan og Keflavík mætast þá í Garðabæ í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Teitur leggur samt áherslu á það að Stjörnumenn líti ekki á sig sem einhver fórnarlömb. Jovan Zdravevski fékk brottrekstrarvillu í öðrum leiknum eftir viðskipti sín við Keflvíkinginn Magnús Þór Gunnarsson og Jovan var í dag dæmdur í eins leiks bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Jovan var búinn að skora 36 stig á 46 mínútum í fyrstu tveimur leikjum einvígisins. „Jovan er búinn að spila frábærlega að undanförnu þannig að auðvitað eru þetta vonbrigði. Við gerðum okkur náttúrulega smá vonir um að þessu yrði vísað frá en því miður vorum við ekki með upptöku af þessu og því fór sem fór," sagði Teitur. „Við bjuggumst við þessu þótt að við séum algjörlega ósammála dómnum. Það góða við þetta er það að þó hann sé dæmdur þarna þá var hann jafnframt sýknaður af bullinu í viðtölunum eftir leikinn þar sem menn töluðu um að hann hefði slegið einhvern," sagði Teitur og bætti við: „Okkur fannst það leiðinlegt og það voru sumir fjölmiðlar sem átu það upp eftir þessum viðtölum í sjónvarpi og útvarpi um að Jovan hafi slegið einhvern mann. Það var lygi og það var gott að það skyldi koma í ljós. Jovan var sýknaður af því að hafa slegið einhvern eins og Keflvíkingurinn sagði í þessum viðtölum," sagði Teitur. „Nú er þetta bara "Water undir the bridge" eins og við segjum. Þetta er bara búið. Við þykjumst finna það að við séum einhver fórnarlömb í þessu máli en við viljum alls ekki horfa á það þannig. Þá er svo auðvelt að leggjast niður og grenja en það er bara ekki í stöðunni hjá okkur. Við búumst bara við gríðarlegum stuðningi á morgun og ætlum okkur bara áfram í keppninni," sagði Teitur. Leikur Stjörnunnar og Keflavíkur fer fram í Ásgarði í Garðabæ og hefst klukkan 19.15 á morgun skírdag. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um sæti í undanúrslitum og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Siggi Ingimundar: Var Kjartan inn á vellinum í gær? Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, var ekki ánægður með framkomu Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfara Keflavíkur, í leik liðanna í gær. "Ég ætla að kasta kveðju á Sigurð Ingimundarson fyrir að segja að ég geti ekki neitt í körfubolta. Það er alltaf gaman þegar fyrrum landsliðsþjálfarar haga sér svona og eru að rífa kjaft við mann. Íþróttinni til sóma," sagði Kjartan Atli við karfan.is í gærkvöld. 25. mars 2013 14:38 Yfirlýsing frá Jovan: Það ósanngjarnasta á ferlinum Jovan Zdravevski, leikmaður körfuboltaliðs Stjörnunnar, hefur sent karfan.is yfirlýsingu vegna brottrekstrarvillunnar sem var dæmd á hann í gær í öðrum leik Stjörnunnar og Keflavíkur í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. 25. mars 2013 13:44 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 100-87 Keflavík knúði fram oddaleik í einvígi sínu gegn Stjörnunni í úrslitakeppni Domino's deildarinnar eftir sigur í öðrum leik liðanna í kvöld. Keflavík jafnaði metin í átakaleik í Sláturhúsinu í kvöld,100-87. 24. mars 2013 00:01 Stjörnumenn í oddaleik fimmta árið í röð Það hefur verið mikil spenna í einvígum Stjörnumanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni karla í körfubolta undanfarin ár og það breytist ekki í ár. Keflavík jafnaði einvígið á móti Stjörnunni í gærkvöldi og liðin mætast því oddaleik í Garðabænum á fimmtudagsvöldið. 25. mars 2013 09:30 Fúkyrðaflaumur í anda unglingspilta hjá Sigurði Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, segist vera hissa á þeim ummælum sem Sigurður Ingimundarson lét hafa eftir sér á Vísi fyrr í dag. "Siggi þarf að skoða liðið okkar betur ef hann veit ekki hver ég er. Það er bull að hann hafi ekki sagt neitt við mig. Hann hefur líka gert þáð áður," sagði Kjartan Atli en skoða má ummæli Sigurðar í fréttinni hér fyrir neðan. 25. mars 2013 15:30 Jovan fær eins leiks bann Jovan Zdravevski verður ekki með Stjörnunni í oddaleiknum á móti Keflavík í morgun því Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað hann í eins leiks bann. 27. mars 2013 10:22 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, verður án lykilmanns í oddaleiknum á móti Keflavík á morgun en Stjarnan og Keflavík mætast þá í Garðabæ í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Teitur leggur samt áherslu á það að Stjörnumenn líti ekki á sig sem einhver fórnarlömb. Jovan Zdravevski fékk brottrekstrarvillu í öðrum leiknum eftir viðskipti sín við Keflvíkinginn Magnús Þór Gunnarsson og Jovan var í dag dæmdur í eins leiks bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Jovan var búinn að skora 36 stig á 46 mínútum í fyrstu tveimur leikjum einvígisins. „Jovan er búinn að spila frábærlega að undanförnu þannig að auðvitað eru þetta vonbrigði. Við gerðum okkur náttúrulega smá vonir um að þessu yrði vísað frá en því miður vorum við ekki með upptöku af þessu og því fór sem fór," sagði Teitur. „Við bjuggumst við þessu þótt að við séum algjörlega ósammála dómnum. Það góða við þetta er það að þó hann sé dæmdur þarna þá var hann jafnframt sýknaður af bullinu í viðtölunum eftir leikinn þar sem menn töluðu um að hann hefði slegið einhvern," sagði Teitur og bætti við: „Okkur fannst það leiðinlegt og það voru sumir fjölmiðlar sem átu það upp eftir þessum viðtölum í sjónvarpi og útvarpi um að Jovan hafi slegið einhvern mann. Það var lygi og það var gott að það skyldi koma í ljós. Jovan var sýknaður af því að hafa slegið einhvern eins og Keflvíkingurinn sagði í þessum viðtölum," sagði Teitur. „Nú er þetta bara "Water undir the bridge" eins og við segjum. Þetta er bara búið. Við þykjumst finna það að við séum einhver fórnarlömb í þessu máli en við viljum alls ekki horfa á það þannig. Þá er svo auðvelt að leggjast niður og grenja en það er bara ekki í stöðunni hjá okkur. Við búumst bara við gríðarlegum stuðningi á morgun og ætlum okkur bara áfram í keppninni," sagði Teitur. Leikur Stjörnunnar og Keflavíkur fer fram í Ásgarði í Garðabæ og hefst klukkan 19.15 á morgun skírdag. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um sæti í undanúrslitum og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Siggi Ingimundar: Var Kjartan inn á vellinum í gær? Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, var ekki ánægður með framkomu Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfara Keflavíkur, í leik liðanna í gær. "Ég ætla að kasta kveðju á Sigurð Ingimundarson fyrir að segja að ég geti ekki neitt í körfubolta. Það er alltaf gaman þegar fyrrum landsliðsþjálfarar haga sér svona og eru að rífa kjaft við mann. Íþróttinni til sóma," sagði Kjartan Atli við karfan.is í gærkvöld. 25. mars 2013 14:38 Yfirlýsing frá Jovan: Það ósanngjarnasta á ferlinum Jovan Zdravevski, leikmaður körfuboltaliðs Stjörnunnar, hefur sent karfan.is yfirlýsingu vegna brottrekstrarvillunnar sem var dæmd á hann í gær í öðrum leik Stjörnunnar og Keflavíkur í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. 25. mars 2013 13:44 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 100-87 Keflavík knúði fram oddaleik í einvígi sínu gegn Stjörnunni í úrslitakeppni Domino's deildarinnar eftir sigur í öðrum leik liðanna í kvöld. Keflavík jafnaði metin í átakaleik í Sláturhúsinu í kvöld,100-87. 24. mars 2013 00:01 Stjörnumenn í oddaleik fimmta árið í röð Það hefur verið mikil spenna í einvígum Stjörnumanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni karla í körfubolta undanfarin ár og það breytist ekki í ár. Keflavík jafnaði einvígið á móti Stjörnunni í gærkvöldi og liðin mætast því oddaleik í Garðabænum á fimmtudagsvöldið. 25. mars 2013 09:30 Fúkyrðaflaumur í anda unglingspilta hjá Sigurði Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, segist vera hissa á þeim ummælum sem Sigurður Ingimundarson lét hafa eftir sér á Vísi fyrr í dag. "Siggi þarf að skoða liðið okkar betur ef hann veit ekki hver ég er. Það er bull að hann hafi ekki sagt neitt við mig. Hann hefur líka gert þáð áður," sagði Kjartan Atli en skoða má ummæli Sigurðar í fréttinni hér fyrir neðan. 25. mars 2013 15:30 Jovan fær eins leiks bann Jovan Zdravevski verður ekki með Stjörnunni í oddaleiknum á móti Keflavík í morgun því Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað hann í eins leiks bann. 27. mars 2013 10:22 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Siggi Ingimundar: Var Kjartan inn á vellinum í gær? Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, var ekki ánægður með framkomu Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfara Keflavíkur, í leik liðanna í gær. "Ég ætla að kasta kveðju á Sigurð Ingimundarson fyrir að segja að ég geti ekki neitt í körfubolta. Það er alltaf gaman þegar fyrrum landsliðsþjálfarar haga sér svona og eru að rífa kjaft við mann. Íþróttinni til sóma," sagði Kjartan Atli við karfan.is í gærkvöld. 25. mars 2013 14:38
Yfirlýsing frá Jovan: Það ósanngjarnasta á ferlinum Jovan Zdravevski, leikmaður körfuboltaliðs Stjörnunnar, hefur sent karfan.is yfirlýsingu vegna brottrekstrarvillunnar sem var dæmd á hann í gær í öðrum leik Stjörnunnar og Keflavíkur í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. 25. mars 2013 13:44
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 100-87 Keflavík knúði fram oddaleik í einvígi sínu gegn Stjörnunni í úrslitakeppni Domino's deildarinnar eftir sigur í öðrum leik liðanna í kvöld. Keflavík jafnaði metin í átakaleik í Sláturhúsinu í kvöld,100-87. 24. mars 2013 00:01
Stjörnumenn í oddaleik fimmta árið í röð Það hefur verið mikil spenna í einvígum Stjörnumanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni karla í körfubolta undanfarin ár og það breytist ekki í ár. Keflavík jafnaði einvígið á móti Stjörnunni í gærkvöldi og liðin mætast því oddaleik í Garðabænum á fimmtudagsvöldið. 25. mars 2013 09:30
Fúkyrðaflaumur í anda unglingspilta hjá Sigurði Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, segist vera hissa á þeim ummælum sem Sigurður Ingimundarson lét hafa eftir sér á Vísi fyrr í dag. "Siggi þarf að skoða liðið okkar betur ef hann veit ekki hver ég er. Það er bull að hann hafi ekki sagt neitt við mig. Hann hefur líka gert þáð áður," sagði Kjartan Atli en skoða má ummæli Sigurðar í fréttinni hér fyrir neðan. 25. mars 2013 15:30
Jovan fær eins leiks bann Jovan Zdravevski verður ekki með Stjörnunni í oddaleiknum á móti Keflavík í morgun því Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað hann í eins leiks bann. 27. mars 2013 10:22