Fagnaðarefni að myndirnar séu komnar fram í dagsljósið 20. mars 2013 16:00 Sigríður Björnsdóttir. Á morgun klukkan 17 opnar sýning á verkum Sigríðar Björnsdóttur í Gallery Bakarí að Bergstaðastræti 14. Sýningin kallast Verk frá 1957-1973 og telur hún fjörutíu og þrjú verk eftir Sigríði. Mestur hluti þeirra hefur aldrei verið sýndur opinberlega. "Í myndum Sigríðar Björnsdóttur birtist sterkur listrænn persónuleiki, síleitandi og djúpt þenkjandi tilfinningamanneskja. Það er fagnaðarefni að þessar myndir skulu nú, seint og um síðarmeir, komnar fram í dagsljósið. Til þessa hefur verið talið að framlag Sigríðar Björnsdóttur til íslenskra sjónlista einskorðaðist við akrýlmyndirnar sem hún málaði á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og rannsóknir hennar á myndlist barna og geðsjúkra. Sýningin sem hér getur að líta staðfestir svo ekki verður um villst, að með verkum sínum frá 1957-1973 eykur Sigríður markverðum kafla við lítt þekkta sögu samsettra verka í íslenskri nútímamyndlist, þ.e. sögu sem snýst um virkjun margs konar þrívíðs efniviðar á myndfleti, aðskotahluta, tilfallandi afganga af ýmsu tagi, jafnvel úrgangs. Það er að sjálfsögðu freistandi að tengja þráðbeint á milli þessara verka Sigríðar og blönduðu "úrgangsverkanna“ sem þáverandi eiginmaður hennar, Dieter Roth, gerði á öndverðum sjöunda áratugum. Vissulega þrætir Sigríður ekki fyrir það að sú "afbygging“ hins efnislega, og þá sérstaklega markvissar tilraunir Dieters til niðurbrots hins lífræna í verkum sínum, hafi ætíð verið henni uppörvun. En allar tilraunir til að kortleggja bein "áhrif“ verka hans á Sigríði stranda á beinhörðum staðreyndum, það er tímasetningum verkanna," segir í tilkynningu um sýninguna. Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Á morgun klukkan 17 opnar sýning á verkum Sigríðar Björnsdóttur í Gallery Bakarí að Bergstaðastræti 14. Sýningin kallast Verk frá 1957-1973 og telur hún fjörutíu og þrjú verk eftir Sigríði. Mestur hluti þeirra hefur aldrei verið sýndur opinberlega. "Í myndum Sigríðar Björnsdóttur birtist sterkur listrænn persónuleiki, síleitandi og djúpt þenkjandi tilfinningamanneskja. Það er fagnaðarefni að þessar myndir skulu nú, seint og um síðarmeir, komnar fram í dagsljósið. Til þessa hefur verið talið að framlag Sigríðar Björnsdóttur til íslenskra sjónlista einskorðaðist við akrýlmyndirnar sem hún málaði á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og rannsóknir hennar á myndlist barna og geðsjúkra. Sýningin sem hér getur að líta staðfestir svo ekki verður um villst, að með verkum sínum frá 1957-1973 eykur Sigríður markverðum kafla við lítt þekkta sögu samsettra verka í íslenskri nútímamyndlist, þ.e. sögu sem snýst um virkjun margs konar þrívíðs efniviðar á myndfleti, aðskotahluta, tilfallandi afganga af ýmsu tagi, jafnvel úrgangs. Það er að sjálfsögðu freistandi að tengja þráðbeint á milli þessara verka Sigríðar og blönduðu "úrgangsverkanna“ sem þáverandi eiginmaður hennar, Dieter Roth, gerði á öndverðum sjöunda áratugum. Vissulega þrætir Sigríður ekki fyrir það að sú "afbygging“ hins efnislega, og þá sérstaklega markvissar tilraunir Dieters til niðurbrots hins lífræna í verkum sínum, hafi ætíð verið henni uppörvun. En allar tilraunir til að kortleggja bein "áhrif“ verka hans á Sigríði stranda á beinhörðum staðreyndum, það er tímasetningum verkanna," segir í tilkynningu um sýninguna.
Menning Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Lífið Fleiri fréttir Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira