Hlustaðu á nýja lagið hans Eiríks Fjalars Ellý Ármanns skrifar 3. apríl 2013 16:15 Tónlistarmaðurinn Eiríkur Fjalar sendir frá sér plötu sem inniheldur öll lögin sem hafa komið út með honum. Hann kallar plötuna "The very best off". Á plötunni er að finna nýja hljóðritun á lagi Eyjólfs Kristjánssonar, Draumur um Nínu, sem sjá má ef smellt er á linkinn hér til hliðar en lagið hefur notið fádæma vinsælda frá því það keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 1991. Platan kemur út næsta föstudag 5. apríl og verður fáanleg á tonlist.is sem og í öllum verslunum sem vildu taka við henni. Eiríkur hefur verið karakter á vegum Ladda í um þrjátíu ár en Eiríkur segist vera þreyttur á að vera bara „dreginn fram á tyllidögum og geymdur í kassa þess á milli". Eiríkur ákvað því að ráðast í gerð þessarar safnplötu, eða ferilsplötu réttara sagt þar sem hún inniheldur allt hans efni, til að mótmæla því að hann og hinir karakterarnir hans Ladda fá ekki að vera með í nýju sýningunni hans Ladda. Umrædd sýning, Laddi lengir lífið, verður frumsýnd í Hörpu á föstudaginn sama dag og platan kemur út. „Ég vona að enginn fari á þessa heimskulegu sýningu hans Ladda, ég veit ekki hvað hann ætlar að gera án okkar. Það hefur engin áhuga á Ladda í eigin persónu. Hann er ekkert án mín!" segir Eiríkur á facebook síðunni sinni um sýningu skapara síns. Útgefandi plötunnar, Sena, hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að um einstaka útgáfu sé að ræða og að ekki verði um fleiri ný lög frá Eiríki Fjalar á þeirra vegum. Þrátt fyrir að Eiríkur Fjalar kynni að halda því fram að gerður hafi verið útgáfusamningur um fimm plötur á jafnmörgum árum, þá eiga slíkir órar Eiríks sér enga stoð í raunveruleikanum. Tónlist Mest lesið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Eiríkur Fjalar sendir frá sér plötu sem inniheldur öll lögin sem hafa komið út með honum. Hann kallar plötuna "The very best off". Á plötunni er að finna nýja hljóðritun á lagi Eyjólfs Kristjánssonar, Draumur um Nínu, sem sjá má ef smellt er á linkinn hér til hliðar en lagið hefur notið fádæma vinsælda frá því það keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 1991. Platan kemur út næsta föstudag 5. apríl og verður fáanleg á tonlist.is sem og í öllum verslunum sem vildu taka við henni. Eiríkur hefur verið karakter á vegum Ladda í um þrjátíu ár en Eiríkur segist vera þreyttur á að vera bara „dreginn fram á tyllidögum og geymdur í kassa þess á milli". Eiríkur ákvað því að ráðast í gerð þessarar safnplötu, eða ferilsplötu réttara sagt þar sem hún inniheldur allt hans efni, til að mótmæla því að hann og hinir karakterarnir hans Ladda fá ekki að vera með í nýju sýningunni hans Ladda. Umrædd sýning, Laddi lengir lífið, verður frumsýnd í Hörpu á föstudaginn sama dag og platan kemur út. „Ég vona að enginn fari á þessa heimskulegu sýningu hans Ladda, ég veit ekki hvað hann ætlar að gera án okkar. Það hefur engin áhuga á Ladda í eigin persónu. Hann er ekkert án mín!" segir Eiríkur á facebook síðunni sinni um sýningu skapara síns. Útgefandi plötunnar, Sena, hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að um einstaka útgáfu sé að ræða og að ekki verði um fleiri ný lög frá Eiríki Fjalar á þeirra vegum. Þrátt fyrir að Eiríkur Fjalar kynni að halda því fram að gerður hafi verið útgáfusamningur um fimm plötur á jafnmörgum árum, þá eiga slíkir órar Eiríks sér enga stoð í raunveruleikanum.
Tónlist Mest lesið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira