Innistæðueigendur á Kýpur gætu tapað 1.300 milljörðum 15. apríl 2013 13:38 Efnaðir innistæðueigendur á Kýpur, það er þeir sem eiga meir en 100.000 evrur inn á reikningum sínum í tveimur stærstu bönkunum, gætu tapað 8,2 milljörðum evra eða tæplega 1.300 milljörðum kr. Þetta kemur fram í nýjum gögnum sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur látið útbúa. Tekið er fram að fyrrgreind upphæð er hámarkstap þessara innistæðueigenda í tengslum við skilyrði neyðarlánsins sem Kýpur fékk til að bjarga bankakerfi eyjunnar og forðast þjóðargjaldþrot. Upphæðin muni minnka í samræmi við heimturnar úr þrotabúi Laiki banka, næststærsta bankans á Kýpur og þess sem gæti komið út úr endurskipulaginu Kýpur bankans, þess stærsta á eyjunni. Í frétt um málið á Reuters segir að hluthafar og skuldabréfaeigendur muni tapa öllu sínu fé í Laiki bankanum og þeir sem eiga óvarin skuldabréf í Kýpur bankanum muni einnig tapa verulega upphæðum. Gögnin sem hér um ræðir eru dagsett 12. apríl. Í svipuðum gögnum sem sett voru fram 9. apríl kom fram að Kýpur þarf um 5 milljörðum evra meira fé en nemur neyðarláninu frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og þeim aðgerðum sem þegar höfðu verið ákveðnar af stjórnvöldum á Kýpur. Upphaflega var talið að upphæðin væri rúmlega 17,5 milljarðar evra og þar af var lánið frá ESB og AGS upp á 10 milljarða evra. Þann 9. apríl kom svo fram að þörfin er um 23 milljarðar evra en mismunurinn verður að stórum hluta sóttur í vasa efnaðra innistæðueigenda og handhafa skuldabréfa í fyrrgreindum bönkum. Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Efnaðir innistæðueigendur á Kýpur, það er þeir sem eiga meir en 100.000 evrur inn á reikningum sínum í tveimur stærstu bönkunum, gætu tapað 8,2 milljörðum evra eða tæplega 1.300 milljörðum kr. Þetta kemur fram í nýjum gögnum sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur látið útbúa. Tekið er fram að fyrrgreind upphæð er hámarkstap þessara innistæðueigenda í tengslum við skilyrði neyðarlánsins sem Kýpur fékk til að bjarga bankakerfi eyjunnar og forðast þjóðargjaldþrot. Upphæðin muni minnka í samræmi við heimturnar úr þrotabúi Laiki banka, næststærsta bankans á Kýpur og þess sem gæti komið út úr endurskipulaginu Kýpur bankans, þess stærsta á eyjunni. Í frétt um málið á Reuters segir að hluthafar og skuldabréfaeigendur muni tapa öllu sínu fé í Laiki bankanum og þeir sem eiga óvarin skuldabréf í Kýpur bankanum muni einnig tapa verulega upphæðum. Gögnin sem hér um ræðir eru dagsett 12. apríl. Í svipuðum gögnum sem sett voru fram 9. apríl kom fram að Kýpur þarf um 5 milljörðum evra meira fé en nemur neyðarláninu frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og þeim aðgerðum sem þegar höfðu verið ákveðnar af stjórnvöldum á Kýpur. Upphaflega var talið að upphæðin væri rúmlega 17,5 milljarðar evra og þar af var lánið frá ESB og AGS upp á 10 milljarða evra. Þann 9. apríl kom svo fram að þörfin er um 23 milljarðar evra en mismunurinn verður að stórum hluta sóttur í vasa efnaðra innistæðueigenda og handhafa skuldabréfa í fyrrgreindum bönkum.
Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira