Heiða: "Við erum í símaskránni" Stígur Helgason skrifar 29. apríl 2013 18:21 „Við erum að sjálfsögðu til í að ræða við hina flokkana - það stendur ekkert á okkur,“ segir Guðmundur Steingrímsson, annar tveggja formanna Bjartrar framtíðar, sem nú rétt fyrir sex lauk fundi sínum með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, á Bessastöðum. „Svo erum við bara í símaskránni ef einhver þarf á okkur að halda," segir hinn formaðurinn, Heiða Kristín Helgadóttir, sem sat einnig fundinn. „Það hafa engar samræður farið fram, en við erum erum afl sem vill gera gagn og nálgumst þetta af ábyrgð, “ sagði Guðmundur við fréttamenn að fundinum loknum. Formennirnir sögðu að fundurinn með forsetanum hefði verið almenns eðlis og að fari hefði verið vítt og breitt yfir sviðið. Þau hafi hins vegar ekki lýst skoðun sinni á því hverjum skyldi fela stjórnarmyndunarumboðið. „Ég held að það liggi nú alveg frekar ljóst fyrir hverjir eru stærstir og eðlilegasti fyrsti kostur og við höfum ekki gert upp á milli í því,“ sagði Heiða Kristín. „Við erum bara í góðu skapi og með okkar mál á hreinu. Þetta er bara atburðarás sem fer núna af stað og ef til þess kemur [að leitað verði til okkar um ríkisstjórnarsamstarf] þá vitum við hvaða skilyrði við setjum, “ bætti Guðmundur við. Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, er núna á fundi með forseta en það er síðasti fundur forsetans með leiðtogum stjórnmálaflokkanna í dag. Kosningar 2013 Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að stjórnarmyndun hefjist í dag "Það eru engar alvöru viðræður hafnar á milli flokka, en ég er þeirra skoðunar um að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn ættu að setja kraft í viðræður sín á milli og ég geri ráð fyrir því að það gerist í dag. Aðrir hafa ekki verið í myndinni," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins eftir fund hans með Ólafi Ragnari Grímssyni þar sem þeir ræddu saman í einn og hálfan tíma. 29. apríl 2013 12:41 Bjarni mætir fyrstur til forsetans Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun taka á móti Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins á Bessastöðum klukkan ellefu. 29. apríl 2013 09:33 Bjarni og Sigmundur ræddu saman í gær Bjarni Benediktsson staðfesti í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í morgun að hann hafi rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann framsóknarflokks, í gærkvöld. Þetta sagði Bjarni þegar hann mætti á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands í dag. 29. apríl 2013 11:19 Katrín fámál eftir fund með forsetanum „Við fórum yfir stöðuna eins og hún lítur út - það var ekkert meira en það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs eftir fund sinn með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, sem lauk nú rétt fyrir fimm. 29. apríl 2013 17:07 Mælti með að Sigmundur fengi umboðið Eðlilegt er að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksinsverði falið umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar, að mati Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar. Þetta sjónarmið tjáði hann Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á fundi sínum með honum á Bessastöðum nú fyrir skemmstu. Árni Páll sat hjá forsetanum í tæpa klukkstund. 29. apríl 2013 16:30 Sigmundur Davíð bíður eftir að forsetinn taki af skarið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist bíða eftir því að forsetinn taki af skarið með að ákveða hvaða stjórnmálaflokkur fái umboð til þess að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Þetta sagði hann að loknum fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum í dag. 29. apríl 2013 15:09 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
„Við erum að sjálfsögðu til í að ræða við hina flokkana - það stendur ekkert á okkur,“ segir Guðmundur Steingrímsson, annar tveggja formanna Bjartrar framtíðar, sem nú rétt fyrir sex lauk fundi sínum með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, á Bessastöðum. „Svo erum við bara í símaskránni ef einhver þarf á okkur að halda," segir hinn formaðurinn, Heiða Kristín Helgadóttir, sem sat einnig fundinn. „Það hafa engar samræður farið fram, en við erum erum afl sem vill gera gagn og nálgumst þetta af ábyrgð, “ sagði Guðmundur við fréttamenn að fundinum loknum. Formennirnir sögðu að fundurinn með forsetanum hefði verið almenns eðlis og að fari hefði verið vítt og breitt yfir sviðið. Þau hafi hins vegar ekki lýst skoðun sinni á því hverjum skyldi fela stjórnarmyndunarumboðið. „Ég held að það liggi nú alveg frekar ljóst fyrir hverjir eru stærstir og eðlilegasti fyrsti kostur og við höfum ekki gert upp á milli í því,“ sagði Heiða Kristín. „Við erum bara í góðu skapi og með okkar mál á hreinu. Þetta er bara atburðarás sem fer núna af stað og ef til þess kemur [að leitað verði til okkar um ríkisstjórnarsamstarf] þá vitum við hvaða skilyrði við setjum, “ bætti Guðmundur við. Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, er núna á fundi með forseta en það er síðasti fundur forsetans með leiðtogum stjórnmálaflokkanna í dag.
Kosningar 2013 Tengdar fréttir Gerir ráð fyrir að stjórnarmyndun hefjist í dag "Það eru engar alvöru viðræður hafnar á milli flokka, en ég er þeirra skoðunar um að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn ættu að setja kraft í viðræður sín á milli og ég geri ráð fyrir því að það gerist í dag. Aðrir hafa ekki verið í myndinni," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins eftir fund hans með Ólafi Ragnari Grímssyni þar sem þeir ræddu saman í einn og hálfan tíma. 29. apríl 2013 12:41 Bjarni mætir fyrstur til forsetans Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun taka á móti Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins á Bessastöðum klukkan ellefu. 29. apríl 2013 09:33 Bjarni og Sigmundur ræddu saman í gær Bjarni Benediktsson staðfesti í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í morgun að hann hafi rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann framsóknarflokks, í gærkvöld. Þetta sagði Bjarni þegar hann mætti á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands í dag. 29. apríl 2013 11:19 Katrín fámál eftir fund með forsetanum „Við fórum yfir stöðuna eins og hún lítur út - það var ekkert meira en það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs eftir fund sinn með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, sem lauk nú rétt fyrir fimm. 29. apríl 2013 17:07 Mælti með að Sigmundur fengi umboðið Eðlilegt er að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksinsverði falið umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar, að mati Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar. Þetta sjónarmið tjáði hann Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á fundi sínum með honum á Bessastöðum nú fyrir skemmstu. Árni Páll sat hjá forsetanum í tæpa klukkstund. 29. apríl 2013 16:30 Sigmundur Davíð bíður eftir að forsetinn taki af skarið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist bíða eftir því að forsetinn taki af skarið með að ákveða hvaða stjórnmálaflokkur fái umboð til þess að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Þetta sagði hann að loknum fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum í dag. 29. apríl 2013 15:09 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Gerir ráð fyrir að stjórnarmyndun hefjist í dag "Það eru engar alvöru viðræður hafnar á milli flokka, en ég er þeirra skoðunar um að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn ættu að setja kraft í viðræður sín á milli og ég geri ráð fyrir því að það gerist í dag. Aðrir hafa ekki verið í myndinni," sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins eftir fund hans með Ólafi Ragnari Grímssyni þar sem þeir ræddu saman í einn og hálfan tíma. 29. apríl 2013 12:41
Bjarni mætir fyrstur til forsetans Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun taka á móti Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins á Bessastöðum klukkan ellefu. 29. apríl 2013 09:33
Bjarni og Sigmundur ræddu saman í gær Bjarni Benediktsson staðfesti í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í morgun að hann hafi rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann framsóknarflokks, í gærkvöld. Þetta sagði Bjarni þegar hann mætti á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands í dag. 29. apríl 2013 11:19
Katrín fámál eftir fund með forsetanum „Við fórum yfir stöðuna eins og hún lítur út - það var ekkert meira en það,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs eftir fund sinn með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, sem lauk nú rétt fyrir fimm. 29. apríl 2013 17:07
Mælti með að Sigmundur fengi umboðið Eðlilegt er að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksinsverði falið umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar, að mati Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar. Þetta sjónarmið tjáði hann Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á fundi sínum með honum á Bessastöðum nú fyrir skemmstu. Árni Páll sat hjá forsetanum í tæpa klukkstund. 29. apríl 2013 16:30
Sigmundur Davíð bíður eftir að forsetinn taki af skarið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist bíða eftir því að forsetinn taki af skarið með að ákveða hvaða stjórnmálaflokkur fái umboð til þess að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Þetta sagði hann að loknum fundi með Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum í dag. 29. apríl 2013 15:09