Telur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks líklegustu niðurstöðuna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. apríl 2013 18:40 Formaður Sjálfstæðisflokksins vill sjá tveggja flokka ríkisstjórn eftir kosningar. Miðað við skoðanakannanir yrði það ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þegar sex dagar eru til kosninga benda allar kannanir til að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fái ríflega helming atkvæða í þingkosningunum. Samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins fengi Framsóknarflokkurinn tuttugu og tvo þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn nítján ef kosið yrði nú. Samtals fengju flokkarnir því 41 þingmann og gætu saman myndað tveggja flokka ríkisstjórn. Þá einu tveggja flokka sem hægt væri að mynda. Aðrar ríkisstjórnir yrðu að vera að minnsta kosti þriggja flokka stjórnir. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann klárt hverskonar stjórnarsamstarf hugnaðist honum best eftir kosningar. „Tveggja flokka stjórn með góðan meirihluta er án vafa besta stjórnarformið við þessar aðstæður að mínu áliti,“ segir Bjarni Benediktsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins hefur lýst því yfir að hann vilji halda öllum möguleikum opnum fram yfir kosningar. Sigurður Ingi varaformaður flokksins hefur hins vegar sagt að vinstriflokkarnir hafi sjálfir útilokað sig frá stjórnarsamstarfi. „Allt bendir til þess að sá kostur sem að verði ofaná verði stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Kannski aðalspennan í því er kannski þá meira frekar hvor verði stærri og þá líklegri til að fá forsætisráðherra frekar heldur en þá hvort einhverjir aðrir kostir verði í boði. Að vísu þá má segja að hérna Sigmundur Davíð, sérstaklega ef hann verður í stærri flokknum, hann er í betri stöðu í stjórnarmyndunarviðræðum þannig að hann á kannski möguleika á að mynda þriggja flokka stjórn með vinstriflokkunum sérstaklega Bjartri framtíð og Samfylkingunni. En það er bara svo miklu auðveldara að stjórna tveggja flokka stjórn en þriggja flokka stjórn, eins og dæmin sanna, að það eru allar líkur á að stjórnmálaforingi velji það,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson. Kosningar 2013 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins vill sjá tveggja flokka ríkisstjórn eftir kosningar. Miðað við skoðanakannanir yrði það ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þegar sex dagar eru til kosninga benda allar kannanir til að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fái ríflega helming atkvæða í þingkosningunum. Samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins fengi Framsóknarflokkurinn tuttugu og tvo þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn nítján ef kosið yrði nú. Samtals fengju flokkarnir því 41 þingmann og gætu saman myndað tveggja flokka ríkisstjórn. Þá einu tveggja flokka sem hægt væri að mynda. Aðrar ríkisstjórnir yrðu að vera að minnsta kosti þriggja flokka stjórnir. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann klárt hverskonar stjórnarsamstarf hugnaðist honum best eftir kosningar. „Tveggja flokka stjórn með góðan meirihluta er án vafa besta stjórnarformið við þessar aðstæður að mínu áliti,“ segir Bjarni Benediktsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins hefur lýst því yfir að hann vilji halda öllum möguleikum opnum fram yfir kosningar. Sigurður Ingi varaformaður flokksins hefur hins vegar sagt að vinstriflokkarnir hafi sjálfir útilokað sig frá stjórnarsamstarfi. „Allt bendir til þess að sá kostur sem að verði ofaná verði stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Kannski aðalspennan í því er kannski þá meira frekar hvor verði stærri og þá líklegri til að fá forsætisráðherra frekar heldur en þá hvort einhverjir aðrir kostir verði í boði. Að vísu þá má segja að hérna Sigmundur Davíð, sérstaklega ef hann verður í stærri flokknum, hann er í betri stöðu í stjórnarmyndunarviðræðum þannig að hann á kannski möguleika á að mynda þriggja flokka stjórn með vinstriflokkunum sérstaklega Bjartri framtíð og Samfylkingunni. En það er bara svo miklu auðveldara að stjórna tveggja flokka stjórn en þriggja flokka stjórn, eins og dæmin sanna, að það eru allar líkur á að stjórnmálaforingi velji það,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson.
Kosningar 2013 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira